• Mál í myndum : tilraunaverkefni í sjúklingafræðslu á Landspítala

      Inga Teitsdóttir; Sigríður Sigurðardóttir; Sigríður Magnúsdóttir; Ágústa Benný Herbertsdóttir (Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, 2007-12)
      Vorið 2006 kom upp sú hugmynd á kennslu- og fræðasviði Landspítala að gera tilraun með myndræn boðskiptaspjöld til samskipta við sjúklinga sem eiga erfitt með að tjá sig eða skilja talað mál. Tilgangurinn með þessu tilraunaverkefni var að auðvelda sjúklingnum að gera sig skiljanlegan og biðja um aðstoð og starfsfólki að fullnægja þörfum sjúklingsins, draga úr kvíða, auka öryggi og koma í veg fyrir misskilning.