• Ofvirk þvagblaðra hjá eldri konum

      Sigrún Hjartardóttir (Öldrunarfræðifélag Íslands, 2003)
      Vandamál tengd þvaglátum eru algeng meðal kvenna og fer tíðni þeirra vaxandi með hækkandi aldri. Konum finnst erfitt að ræða þessi vandamál og telja jafnvel að þau séu eðlileg í kjölfar barneigna og við hækkandi aldur. Hjá eldri konum eru einkenni um ofvirka þvagblöðru algengust. Með einföldum aðferðum er hægt að greina á milli mismunandi tegunda vandamála við þvaglát. Við ofvirka blöðru er hægt að beita þjálfun og lyfjameðferð sem eykur lífsgæði kvenna.