• Minningavinna með öldruðum

      Sigrún Huld Þorgrímsdóttir (Öldrunarfræðifélag Íslands, 2005)
      Ásíðari hluta nýliðinnar aldar hefur orðið mikil breyting á lífi og högum aldraðra á Íslandi, og ekki síst á viðhorfi til þeirra í samfélaginu. Fram að seinni heimsstyrjöld má segja að í grófum dráttum væri staða aldraðra svipuð og verið hafði um aldir í tiltölulega kyrrstæðu bændasamfélagi. Aldrað fólk naut ákveðinnar virðingar vegna reynslu og veraldarvisku og hafði hlutverk svo lengi sem það gat sinnt verki, en eftir það var það skylda heimilisins að annast hinn karlæga einstakling, vel eða illa eftir atvikum.