• Parkinsonsveiki frá sjónarhóli meðferðarlæknis

      Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir (Öldrunarfræðifélag Íslands, 2006)
      Fyrstur til þess að lýsa einkennum Parkinsonsveiki var enski læknirinn James Parkinson, sem árið 1817 lýsti í litlu riti einkennum 8 sjúklinga sem áttu það meðal annars sammerkt að vera með hægar hreyfingar, stirðleika, skjálfta og jafnvægisleysi í uppréttri stöðu. Sjúkdómurinn er síðan kenndur við hann. Löngu síðar komust vísindamenn að raun um að sjúkdómseinkennin stöfuðu af hrörnun í taugaboðefnakerfi í þeim hluta heilans sem fínstillir hreyfingar líkamans. Þetta er flókið kerfi sem tekur til nokkurra heilakjarna og taugaboða þeirra á milli.