• „Vonleysið er verst“ : fátækt barna á Íslandi og áhrif á heilsufar

      Valgerður Katrín Jónsdóttir (Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, 2007-10-01)
      Tímarit hjúkrunarfræðinga er eitt af 235 vísinda- og heilbrigðistímaritum sem þátt taka í alþjóðlegu átaki gegn fátækt í heiminum á vegum The Council of Science Editors með því að birta efni sem tengist fátækt og heilsufari nú um stundir þetta ár. Tilgangur þessarar greinar er að varpa ljósi á stöðu fátækra barna á Íslandi og hvernig fátækt í uppvexti kemur til með að hafa áhrif á heilsufar þeirra til lengri tíma og er þar með líkleg til að þau börn þurfi fremur en önnur börn að nota heilbrigðisþjónustu til lengri eða skemmri tíma.