• Akstur og aldraðir : mat á færni við akstur

   Linda E. Pehrsson (Iðjuþjálfafélag Íslands, 2004)
   Við innlögn á sjúkrahús þarf aldraður einstaklingur að fara í fjölmargar rannsóknir og sömuleiðis er færni hans og aðstæður metnar almennt. Iðjuþjálfi metur færni einstaklings við eigin umsjá, störf og tómstundaiðju. Samkvæmt Íðorðum iðjuþjálfa flokkast akstur bifreiðar undir eigin umsjá líkt og lyfjataka, kynlíf ofl.
  • Kynning á iðjuþjálfun á bráðasjúkrahúsi

   Kristín Einarsdóttir; Alís Inga Freygarðsdóttir (Iðjuþjálfafélag Íslands, 2006)
   Landspítali háskólasjúkrahús Fossvogi er bráðasjúkrahús sem þjónar öllu landinu. Iðjuþjálfunin tilheyrir endurhæfingasviði og er staðsett á endurhæfingaganginum á B-1 í návígi við sjúkraþjálfun. Iðjuþjálfun Fossvogi þjónar öllum sviðum spítalans, þau eru: Lyflæknissvið 1, skurðssvið, öldrunarsvið og endurhæfing eftir krabbamein. Verður fjallað sérstaklega um endurhæfingu eftir krabbamein Á lyflæknissviði er um að ræða, taugalækningadeild, lungnadeild, gigtlækningadeild, meltinga og smitsjúkdómadeild. Á skurðsviði eru 2 bæklunardeildir og heila og taugaskurðdeild, bruna og lýtalækningadeild. Á öldrunarsviði er bráðaöldrunardeild. Að auki sinna iðjuþjálfar gjörgæslu og gæsludeild, MND-, parkison og stroke teymi. Í iðjuþjálfun Fossvogi starf a 8 iðjuþjálfar og 3 aðstoðarmenn.
  • Sérhæfð heimaþjónusta fyrir veika aldraða

   Auður Hafsteinsdóttir (Iðjuþjálfafélag Íslands, 2007)
   Sérhæfð heimaþjónusta fyrir veika aldraða (SHVA) hófst í september 2006 og var hleypt af stokkunum fyrir tilstuðlan heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis sem svar við útskriftarvanda Landspítala Háskólasjúkrahúss (LSH) á veikburða öldruðum. Um er að ræða samstarfsverkefni LSH og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH) þar sem þverfaglegt teymi vinnur í samvinnu við skjólstæðinga og/ eða aðstandendur að sameiginlegu markmiði.
  • Taugasálfræðilegt mat aldraðra

   Smári Pálsson (Iðjuþjálfafélag Íslands, 2004)
   Taugasálfræði sem slík er frekar ungt fag, þó svo að langt sé síðan að menn fóru að staðsetja hina ýmsu virkni í ákveðnum stöðvum í heilanum. Gögn benda til þess að fyrir um 5000 árum hafi menn áttað sig á því að heilastöðvar hafi nokkra sérhæfingu. Síðan þá hafa menn velt fyrir sér virkni heilans og mismunandi heilastöðva. Vitneskja um sérhæfingu heilastöðva er aðallega tilkomin með rannsóknum á einstaklingum með afmarkaða heilaáverka sem leiddu af sér ákveðnar vitrænar truflanir t.d. á máli og minni. Út frá slíkum rannsóknum þróaðist svo taugasálfræðin, en vitneskja um virkni og sérhæfingu heilans hefur aukist mjög mikið í seinni tíð með hjálp nýrra mæli- og myndgreiningatækja.
  • Vettvangsteymi Barna- og unglingageðdeildar LSH

   Kristjana Milla Snorradóttir (Iðjuþjálfafélag Íslands, 2006)
   Barna- og unglingageðdeild Landspít­ala háskólasjúkrahúss (BUGL) sér­hæf­ir sig í mati og meðferð barna og unglinga sem glíma við geðrask­anir. Vett­vangsteymi BUGL er þver­faglegt teymi sem veit­ir skjólstæðingum innl agnar­deilda eft­ir­fylgd eft­ir út­skrift. Hlut­verk teymis­ins er að aðstoða skjól­stæðing og fjöl­skyldu hans við að yf­ir­færa heim þá færni sem áunnist hef­ur á innlagnar­deild og aðlaga hana að daglegu lífi. Með mark­vissri eft­ir­fylgni tekst oft að koma í veg fyr­ir endur­innlögn, stytt a innlagnar­tíma og auka meðferðar­heldni. Eft­irfylgd hefst, meðan á innlögn stendur, með heimaþjónustu starfs­fólks deildar. Smám saman eft­ir út­skrift og í samvinnu við heimaþjónustu deildar tek­ur Vett­vangsteymið við þjónust­unni við skjól­stæðinginn. Lögð er áhersla á góða samvinnu heimaþjónustu deilda og Vett­vangsteymis og eru þarf­ir skjól­stæðings­ins ávallt hafðar að leiðar­ljósi. Gerð hef­ur ver­ið könnun á þjónustu teymis­ins og leiða niður­stöður hennar í ljós að þjónust­an hafi jákvæð áhrif á líðan skjól­stæðinganna.