• Á að framkalla fæðingu vegna aldurs kvenna?

   Helga Valgerður Skúladóttir; Ólöf Ásta Ólafsdóttir; Birna Gerður Jónsdóttir; Landspítali, meðgöngu og sængurlegudeild 22A, landspítali, fæðingarvakt 23B, námsbraut í ljósmóðurfræði við Hjúkrunarfræðideild Háskóli Ísands, (Ljósmæðrafélag Íslands, 2016)
   Barneignaraldur hefur farið hækkandi í þróuðum löndum síðustu áratugi. Hækkaður aldur kvenna á meðgöngu hefur verið tengdur við aukna tíðni meðgöngukvilla, sjúkdóma og verri útkomu fæðingar. Víða hafa verið settar fram vinnureglur um framköllun fæðingar til þess að bæta útkomu fæðingar meðal eldri kvenna. Framköllun fæðingar er mikið inngrip í eðlilegt fæðingarferli og hefur verið tengt við ýmsa fylgikvilla, því er mikilvægt að skoða ávinning hennar vel. Eldri konur á meðgöngu eru konur 35 ára og eldri en áhrif aldurs á meðgöngu og fæðingu er mest hjá 40 ára og eldri. Aukin meðgöngulengd hjá þeim er talin tengjast hlutfallslega fleiri andvana fæðingum. Framköllun fæðingar virðist réttlætanlegt við 39‒40 vikna meðgöngu hjá konum 40 ára og eldri. Niðurstöður eru byggðar á fræðilegri samantekt á rannsóknum um efnið en þó skal árétta að þörf er á frekari rannsóknum. Ávallt gildir einstaklingsbundið og upplýst val kvenna um framköllun fæðingar vegna aldurs. Þörf er á almennri umræðu í samfélaginu um barneignaraldur. Mikilvægt er að ljósmæður og annað heilbrigðisfagfólk veiti ungu fólki fræðslu vegna ákvörðunar um barneignir, og áhrif þess að seinka barneignum.
  • Áhugaverðir þættir úr bók Michels Odents, Childbirth in the age of plastics

   Steina Þórey Ragnarsdóttir; Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (Ljósmæðrafélag Íslands, 2013)
  • Eiga ljósmæður að ómskoða á meðgöngu?

   Kristín Rut Haraldsdóttir (Ljósmæðrafélag Íslands, 2009-11)
   Það er mjög breytilegt eftir löndum hver ómskoðar þungaðar konur. Víðast hvar á Norðurlöndunum eru það ljósmæður sem sinna því. Í Bretlandi eru það jöfnum höndum ljósmæður, læknar og ómtæknar. Kosturinn við að hafa ljósmóður er að hún getur útskýrt skoðunina janfnóðum og hún fer fram fyrir hinum verðandi foreldum. Hún þekkir líka væntingar hinna verðandi foreldra vegna reynslu sinnar úr starfi. Ef ómtæknir framkvæmir ómskoðun þarf lækni til að lesa úr og þannig fá foreldrar ekki strax niðurstöður og skýringar á þeim. Ómskoðun á meðgöngu er víðast hvar hluti af nútíma mæðravernd. Hún er lækn is fræðileg rannsókn bæði fósturskimun og fósturgreining. Frá árinu 1986 hefur öllum konum á Íslandi verið boðin ómskoðun við 18-20 vikur og langflestar hafa þegið það eða allt að 99%. Markmið þeirra rannsóknar er að ákvarða meðgöngulengd, fjölda fóstra, fylgjustaðsetningu og meta fósturútlit með tilliti til heilbrigðis. Frá árinu 2004 hefur öllum konum staðið til boða að fara í 11-14 vikna skoðun þar sem hægt er að meta líkur á litningagöllum, hjartagöllum og finna ýmsa líffæragalla og hefur stór hluti kvenna nýtt sér það. ...
  • Hefur skipulag mæðraverndar verið að þróast í rétta átt

   Egill Ólafsson (Ljósmæðrafélag Íslands, 2007-06-01)
   Skipulag mæðraverndar hefur tekið talsverðum breytingum á undanförnum árum og það er því ekki óeðlilegt að spurt sé hvort þjónusta við verðandi mæður hafi verið að þróast í rétta átt. Sé horft 10-15 ár aftur í tímann þá var mæðravernd sinnt annars vegar af heilsugæslustöðvum og hins vegar af Kvennadeild Landspítalans. Á þessum tíma vantaði mikið upp á að ljósmæður væru starfandi á öllum heilsugæslustöðum, auk þess sem talsvert skorti á að búið væri að byggja upp heilsugæsluþjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Einnig voru menn sammála um að aðstaða fyrir mæðravernd á Kvennadeild þyrfti að vera betri. Meginhugsunin á bak við þetta skipulag var að heilsugæslan ætti að sinna almennri mæðravernd, en að Kvennadeildin ætti að sjá um konur í áhættumeðgöngu. Kvennadeildin sinnti hins vegar mun fleiri konum en þeim sem voru í áhættu og því varð sú þjónusta sem deildin veitti blanda af þjónustu vegna áhættumeðgöngu og almennri mæðravernd. Ein ástæða fyrir því að deildin hélt sig ekki eingöngu við áhættumeðgöngu var sú að Landspítalinn taldi nauðsynlegt að læknanemar kynntust líka konum í eðlilegri meðgöngu.
  • Heimafæðingar : hagnýtar upplýsingar og hugleiðingar

   Halla Hersteinsdóttir; Jenný Inga Eiðsdóttir (Ljósmæðrafélag Íslands, 2000-11)
   Sú ánægjulega þróun hefur átt sér stað að sífellt fleiri konur velja þann kost að fæða börn sín heima. Hagstofa Íslands heldur skrá yfir fæðingastaði á Íslandi, þar sem fæðingastöðum er skipt niður í fæðingar á stofnun annars vegar og utan stofnunar hins vegar. Þær fæðingar sem eiga „sér stað utan stofnunar eru fæðingar í heimahúsum bæði skipulagðar og óvæntar sem og fæðingar í sjúkra- eða einkabíl. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni fæddu 5 konur utan stofnunar árið 1996, árið 1997 voru það 12 konur, 1998 fæddu 7 konur utan stofnunar, árið 1999 fæddu 18 konur utan stofnunar, en í ár stefnir í að um og yfir 30 konur fæði heima. Viðhorf til fæðinga í heimahúsi er orðið jákvæðara bæði meðal almennings og fagfólks. Þar kemur trúlega margt til, umræðan í þjóðfélaginu er orðin opnari, ljósmæður í mæðravernd nefna gjarnan þcnnan valkost við barnshafandi konur og stofnað hefur verið Félag áhugafólks um heimafæðingar. Hugsanlega eru verðandi foreldrar betur upplýstir og hræðsla við sársauka og kvíði fyrir fæðingunni því á undanhaldi. Þar sem ljósmæður líta á fæðingu sem náttúrulegan atburð hlýtur það að vera fagnaðarefni að almenningur er í auknum mæli farinn að líta fæðingar sömu augum. Það eru ekki eingöngu fleiri konur sem óska eftir að fæða heima heldur eru fleiri ljósmæður sem gefa kost á sér í heimafæðingar. Allar ljósmæður hafa leyfi til að starfa sjálfstætt og mega því taka á móti börnum í heimahúsum. Þær ljósmæður sem starfa sjálfstætt þurfa að tilkynna það til héraðslæknis á þar til gerðum eyðublöðum. Mik-ilvægt er að sjálfstætt starfandi ljósmæður séu vel tryggðar, tryggingin sem í boði er kallast ábyrgðartrygging atvinnureksturs. Ljósmæður sem taka 1-2 heimafæðingar á ári þurfa ekki að kaupa fulla tryggingu, en þetta er nokkuð sem þarf að semja við viðkomandi tryggingafélag.
  • Hótandi fyrirburafæðing: fæðingasaga

   Sigrún Ingvarsdóttir (Ljósmæðrafélag Íslands, 2012)
  • HypnoBirthing: Nálgumst heim fæðinga með ró

   Kristbjörg Magnúsdóttir (Ljósmæðrafélag Íslands, 2013)
  • Krókurinn: Árangursrík aðferð til að bregðast við axlarklemmu í fæðingu

   Björg Sigurðardóttir; Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (Ljósmæðrafélag Íslands, 2014-12)
  • Notkun morfínskyldra lyfja í fæðingu og áhrif þeirra á nýburann

   Elín Árnadóttir; Íris Elva Jónsdóttir; Sveinbjörn Gizurarson; Háskóli Íslands (Ljósmæðrafélag Íslands, 2016)
  • Stöndum vörð um eðlilegar fæðingar og veljum það besta hverju sinni Bætt þjónusta á fæðingar- og sængurlegudeildum Landspítala

   Anna Sigríður Vernharðsdóttir; Helga Sigurðardóttir; Fæðingarvak Landspítala, Meðgöngu- og sængurlegudeild Landspítala. (Ljósmæðrafélag Íslands, 2014)
  • Svefn hjá vaktavinnufólki

   Erla Björnsdóttir (Ljósmæðrafélag Íslands, 2016)
  • Vellíðan í vinnu, hvað getum við gert til að efla hana?

   Stefanía Guðmundsdóttir; Landspítali, meðgönguog sængurlegudeild 22A (Ljósmæðrafélag Íslands, 2016)
  • Þarfir og upplifun lesbía af barneignarferlinu ásamt viðhorfum ljósmæðra

   Ingunn Vattnes Jónasdóttir; Meðgöngu- og sængurkvennadeild, Landspítali (Ljósmæðrafélag Íslands, 2012)