• Byltur og varnir á Sóltúni

   Júlíana Sigurveig Guðjónsdóttir; Anna Birna Jensdóttir; Guðrún Björg Guðmundsdóttir; Marta Jónsdóttir (Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, 2013)
  • Erum við föst í viðjum vanans : getum við veitt betri fjölskylduhjúkrun?

   Arna Skúladóttir; Auður Ragnarsdóttir; Elísabet Konráðsdóttir (Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, 2005-12-01)
   Undanfarin ár hefur umræða um fjölskylduhjúkrun aukist og hafa íslenskir hjúkrunarfræðingar tekið þátt í þeirri umræðu. Höfundar þessarar greinar hafa allir starfað í áratugi við barnahjúkrun. Á þeim tíma hafa orðið miklar breytingar á þátttöku foreldra í umönnun veikra barna. Árið 1975 var heimsóknartími foreldra á barnadeildum 2 klukkustundir á dag en nú líta allir á sólarhringsviðveru foreldra sem sjálfsagðan hlut. Við höfum séð og horft upp á hvað þessi breyting tók oft á og hvað það var erfitt að breyta venjum á skipulagi og hefðum í daglegu starfi. Í dag er umræðan um hlutverk og samstarf við foreldra í öllu ferlinu talin bæði nauðsynleg og eðlileg, bæði innan sjúkrahúss og utan. Margar rannsóknir hafa sýnt mikilvægi samstarfs heilbrigðisstarfsmanna, ekki síst við foreldra langveikra barna því í þeirra tilviki eru það vissulega foreldrarnir sem eru sérfræðingar í líðan og umönnun barna sinna (Ray, 2002). Heilbrigðisstarfsfólk er orðið meðvitaðra en áður var um áhrif hinna ýmsu heilbrigðisvandamála á fjölskylduna. Þekkt eru áhrif svefnvandamála barna á líðan systkina og foreldra og áhrif geðröskunar fullorðinna á líðan maka og barna.
  • Fyrst manneskja þar á eftir sjúklingur : ákvarðanir um meðferðarúrræði

   Sigríður Jónsdóttir; Hafdís Skúladóttir (Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, 2005-10-01)
   Tilgangurinn að baki skrifa um „fyrst manneskja þar á eftir sjúklingur“ er að opna umræðu um meðferðarmöguleika í ljósi laga um réttindi sjúklinga. Það er ekki unnt að skoða meðferðarmöguleika án þess að hugleiða jafnhliða mannleg samskipti innan heilbrigðiskerfisins.
  • Geta þeir meðtekið fræðslu?

   Þórgunnur Jóhannsdóttir; Margrét Marín Arnardóttir (Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, 2005-10)
   Flestir vita hve miklu máli skiptir að fræða sjúklinga um aðgerðir af ýmsu tagi, ekki síst skurðaðgerðir. Þær Þórgunnur Jóhannsdóttir og Margrét Marín Arnardóttir gerðu rannsókn undir leiðsögn Lauru Scheving Thorsteinsson á þeirri fræðslu sem sjúklingar frá bráðamóttöku Landspítala – háskólasjúkrahúss við Hringbraut fá og hvaða upplýsingar þeir hefðu viljað fá.
  • Geðhjúkrun í 100 ár : samantekt úr bók Óttars Guðmundssonar „Kleppur í 100 ár“

   Eydís K. Sveinbjarnardóttir; Páll Biering; Óttar Guðmundsson (Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, 2008-12-01)
   Í maí 2007 fagnaði geðsvið Landspítala aldarafmæli Klepps. Eins og sæmir við slík tækifæri var haldin afmælisráðstefna undir heitinu „Kleppur er víða“ – sjúkrahús í heila öld, þar sem horft var yfir farin veg og rýnt í framtíðina. Þar sem formleg geðhjúkrun á Íslandi átti einnig aldarafmæli var frumkvöðlanna í hjúkrun á Kleppi minnst og gaumgæft hvað framtíðin gæti borið í skauti sér fyrir þróun geðhjúkrunarstarfsins.
  • Góð ráð við hjúkrun sjúklinga með Parkinsonveiki

   Jónína H. Hafliðadóttir; Helga Jónsdóttir; Marianne E. Klinke; Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands (Félag íslenskar hjúkrunarfræðinga, 2015)
  • Heimameðferð með gammaglóbúlíni við ónæmisgalla

   Ásta Karlsdóttir (Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, 2008-10-01)
   Meðfæddur ónæmisgalli er sjaldgæfur en erfiður sjúkdómur. Það er mikið framfaraspor að flestir sjúklingar geta nú meðhöndlað sig sjálfir heima. Hér verður fjallað um aðdraganda heimameðferðar og hvernig hún fer fram. Einnig er hér að finna ráðleggingar til hjúkrunarfræðinga um hvernig má finna ógreinda einstaklinga með þennan sjúkdóm. Lyfjadælan er mjög fyrirferðarlítil og handhæg.
  • Hjúkrunarfræðideild HÍ verði áfram leiðandi afl í hjúkrunarmenntun og rannsóknum

   Helga Jónsdóttir; Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands (Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, 2014)
  • Hugleiðing um mátt bænarinnar

   Margrét Hákonardóttir (Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, 2003-12)
   „Að biðja er að anda,“ sagði Sören Kirkegaard og Páll postuli skrifaði: „Biðjið án afláts.“ Er þetta mögulegt og hvernig förum við flá að því að taka á móti þessari hvatningu og fylgja henni eftir? Mig langar til þess að vera opinská í þessari hugleiðingu minni um mátt bænarinnar og segja ykkur lesendur, kæru hjúkrunarfræðingar og aðrir, frá því hvernig ég skynja þessa hvatningu og hvað ég hef notað sem verkfæri á minni lífsgöngu. Tilvitnanir, sem ég nota, vil ég gera að mínum orðum, frá djúpi hjarta míns.
  • Jafningjastuðningur fyrir krabbameinssjúka og aðstandendur skiptir máli : stuðningsnet Krafts

   Gyða Eyjólfsdóttir (Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, 2011-04-14)
   Frá stofnun Krafts árið 1999 hefur félagið beitt sér fyrir jafningjastuðningi fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra. Undanfarið ár hefur orðið tæplega þreföldun á beiðnum um stuðning en sálfræðingur heldur utan um allar beiðnir, þjálfun og handleiðslu stuðningsfulltrúanna. Þeir sem nýta sér þjónustuna eru þakklátir og rannsóknir sýna að ávinningur af jafningjastuðningi getur verið margvíslegur auk þess sem hann getur lengt lífdaga sjúklinga.
  • Mál í myndum : tilraunaverkefni í sjúklingafræðslu á Landspítala

   Inga Teitsdóttir; Sigríður Sigurðardóttir; Sigríður Magnúsdóttir; Ágústa Benný Herbertsdóttir (Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, 2007-12)
   Vorið 2006 kom upp sú hugmynd á kennslu- og fræðasviði Landspítala að gera tilraun með myndræn boðskiptaspjöld til samskipta við sjúklinga sem eiga erfitt með að tjá sig eða skilja talað mál. Tilgangurinn með þessu tilraunaverkefni var að auðvelda sjúklingnum að gera sig skiljanlegan og biðja um aðstoð og starfsfólki að fullnægja þörfum sjúklingsins, draga úr kvíða, auka öryggi og koma í veg fyrir misskilning.
  • Mikilvæg ráðgjöf : HPV-veirur leghálskrabbamein, kynfæravörtusmit og bólusetning

   Ragnheiður Alfreðsdóttir (Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, 2008-02)
   Leghálskrabbamein er næstalgengasta krabbamein meðal kvenna ef litið er til heimsins alls. Á Íslandi var leghálskrabbamein ellefta algengasta krabbameinið hjá konum á árunum 2002-2006 og dánartíðni af völdum þess hvað lægst á heimsvísu. Þessi einstaki árangur á Íslandi er að þakka skipulagðri leit sem framkvæmd er með leghálsskoðun.
  • Óráð á bráðadeildum

   Steinunn Arna Þorsteinsdóttir (Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, 2014)
  • Sárameðferð – hreinsun sára

   Guðbjörg Pálsdóttir (Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, 2014)
  • Skrif Íslendinga um verki og verkjameðferð á árunum 1908-2003

   Ólöf Kristjánsdóttir; Rakel B. Jónsdóttir (Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, 2005-05-01)
   Hér er ætlunin að fjalla stuttlega um niðurstöður skýrslu um skrif Íslendinga á árunum 1980 - 2003 um verki og verkjameðferð. Markmið skýrsluhöfunda var að komast að því hve mikið hefur verið skrifað um þetta efni á þessu tímabili, hvar efnið hefur birst, hvenær það var skrifað, hverjir skrifuðu um þetta efni og hvað helst var skrifað um á þessu sviði.
  • Streita

   Kristín Rósa Ármannsdóttir; Þóra Jenný Gunnarsdóttir; Helga Jónsdóttir (Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, 2014)
  • „Vonleysið er verst“ : fátækt barna á Íslandi og áhrif á heilsufar

   Valgerður Katrín Jónsdóttir (Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, 2007-10-01)
   Tímarit hjúkrunarfræðinga er eitt af 235 vísinda- og heilbrigðistímaritum sem þátt taka í alþjóðlegu átaki gegn fátækt í heiminum á vegum The Council of Science Editors með því að birta efni sem tengist fátækt og heilsufari nú um stundir þetta ár. Tilgangur þessarar greinar er að varpa ljósi á stöðu fátækra barna á Íslandi og hvernig fátækt í uppvexti kemur til með að hafa áhrif á heilsufar þeirra til lengri tíma og er þar með líkleg til að þau börn þurfi fremur en önnur börn að nota heilbrigðisþjónustu til lengri eða skemmri tíma.
  • Þarf ég að bíða lengi? : innleiðing fimm flokka forgangsröðunarkerfis á slysa- og bráðadeild Landspítala

   Ágústa Hjördís Kristinsdóttir; Ingibjörg Sigurþórsdóttir (Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, 2010-02)
   Við erum stödd á biðstofu bráðamóttöku. Þar sitja 25 manns á öllum aldri. Einn er með blóðugar umbúðir á höfði, annar gengur órólegur um gólf og úti í horni situr kona sem er föl og veikindaleg útlits. Allir hafa beðið í einhvern tíma eftir að komast inn á deildina. Þeir sem hafa beðið lengst eru búnir að bíða í tvo klukkutíma. Áhyggjufull kona er að tala við móttökuritarann og segir eiginmann sinn mjög veikan og hann verði að komast næst að. Vitað er af sjúkrabílum á leiðinni með tvo einstaklinga úr bílslysi. Læknavaktin hringir inn tilkynningu um sjúkling með háan hita og hugsanlega lungnabólgu.