• Akstur og aldraðir : mat á færni við akstur

   Linda E. Pehrsson (Iðjuþjálfafélag Íslands, 2004)
   Við innlögn á sjúkrahús þarf aldraður einstaklingur að fara í fjölmargar rannsóknir og sömuleiðis er færni hans og aðstæður metnar almennt. Iðjuþjálfi metur færni einstaklings við eigin umsjá, störf og tómstundaiðju. Samkvæmt Íðorðum iðjuþjálfa flokkast akstur bifreiðar undir eigin umsjá líkt og lyfjataka, kynlíf ofl.
  • Alzheimers-sjúkdómur

   Jón Snædal (Öldrunarfræðifélag Íslands, 2004)
   Hvað er Alzheimers-sjúkdómur? Alzheimers-sjúkdómur er hrörnunarsjúkdómur í heila og er án þekktrar ástæðu í flestum tilfellum. Hann felur í sér að taugafrumur í heila rýrna smám saman og deyja svo ein af annarri. Sjúkdómurinn kemur ekki fram í öðrum líffærum. Fyrstu einkenni sjúkdómsins koma oftast fram á efri árum þótt þekkt séu tilvik fyrir miðjan aldur. Tíðni hans eykst með hækkandi aldri. Þrátt fyrir miklar rannsóknir á síðustu tveimur áratugum hefur ekki tekist að finna hvað veldur sjúkdómnum nema í sjaldgæfum tilvikum þar sem orsökin er tilteknar stökkbreytingar og er hann þá arfgengur með ríkjandi mynstri, þ.e. hafi einstaklingurinn gallann fær hann sjúkdóminn. Miklar vonir voru því bundnar við að frekari erfðarannsóknir myndu gefa svar við spurningunni en svo hefur ekki orðið. Hugmyndir um aðrar orsakir hafa ekki náð fótfestu en þó hefur vakið athygli að áhættuþættir Alzheimerssjúkdóms eru svipaðir áhættuþáttum fyrir heilaæðakölkun
  • Aromaþerapy – Hvað er það?

   Þorsteinn Guðmundsson (Öldrunarfræðifélag Íslands, 2004)
   Oft kemur það fyrir að ég er spurður að því hvað það sé eiginlega sem ég starfa við. Orðið „aromatherapy“ hljómar ekki kunnuglega í eyrum okkar og flestir hvá því þegar þeir heyra það. En hér er um að ræða aldagamla meðferð á sviði náttúrulækninga, sem aðlöguð hefur verið að þörfum nútímans og er oft stórlega vanmetin, að mati þeirra sem til þekkja. Aromaþerapy er skilgreind sem „markviss meðhöndlun með ilmkjarnaolíum undir eftirliti fagmanns, til að viðhalda og bæta líkamlega og andlega heilsu auk þess að vera fyrirbyggjandi“. Orðið er samsett úr aroma sem þýðir góð lykt og therapy sem þýðir meðferð. Aroma vísar til ilmkjarnaolíunnar sem alltaf er notuð við meðferð, en meðferðarform eru mismunandi eftir þörfum einstaklingsins og þarf að sérsníða fyrir hvern og einn.
  • Aðgengi í íbúðarhúsnæði fyrir 50 ára og eldri

   Anne G. Hansen; Anna Emilía Emma Pétursdóttir (Öldrunarfræðifélag Íslands, 2005)
   Þótt aðgengismál hafi í auknum mæli verið í brennidepli síðastliðin ár, hefur lítið verið rætt um aðgengi í húsnæði aldraðra og sárafáar rannsóknir hafa farið fram á því hér á landi. Iðjuþjálfarnir Anne G. Hansen og A. Emma Pétursdóttir gerðu rannsókn á aðgengi í íbúðum sem auglýstar eru fyrir 50 ára og eldri vorið 2005. Staðlað matstæki var notað til að meta aðgengi í íbúðarhúsnæðinu hlutlægt og spá fyrir um aðgengisvandamál sem gætu hugsanlega skapast. Niðurstöður bentu til þess að fólk með skerta líkamlega færni myndi rekast á aðgengisvandamál í öllum íbúðunum fimm sem metnar voru.
  • Aðlögun að stofnanalífi

   Hanna Lára Steinsson (Öldrunarfræðifélag Íslands, 2004)
   Það hefur lengi loðað við íslenska öldrunarþjónustu að biðtíminn eftir plássi á vist- og hjúkrunarheimilum í þéttbýli hefur verið allt of langur. Það er þó tilfinning okkar sem störfum í þessum geira að biðtíminn hafi verið að styttast á undanförnum misserum. Um þessar mundir eru um 75 manns á Landspítala-háskólasjúkrahúsi sem bíða eftir úrlausn á öldrunarstofnun, en mörg undanfarin ár hefur þessi hópur verið yfir 100 manns. Það hefur afar slæm áhrif á fólk, þegar meðferð og endurhæfingu er lokið, að þurfa að bíða mánuðum saman á sjúkrahúsi, án þess að vita fyrir víst á hvaða stað það endar.
  • Á að framkalla fæðingu vegna aldurs kvenna?

   Helga Valgerður Skúladóttir; Ólöf Ásta Ólafsdóttir; Birna Gerður Jónsdóttir; Landspítali, meðgöngu og sængurlegudeild 22A, landspítali, fæðingarvakt 23B, námsbraut í ljósmóðurfræði við Hjúkrunarfræðideild Háskóli Ísands, (Ljósmæðrafélag Íslands, 2016)
   Barneignaraldur hefur farið hækkandi í þróuðum löndum síðustu áratugi. Hækkaður aldur kvenna á meðgöngu hefur verið tengdur við aukna tíðni meðgöngukvilla, sjúkdóma og verri útkomu fæðingar. Víða hafa verið settar fram vinnureglur um framköllun fæðingar til þess að bæta útkomu fæðingar meðal eldri kvenna. Framköllun fæðingar er mikið inngrip í eðlilegt fæðingarferli og hefur verið tengt við ýmsa fylgikvilla, því er mikilvægt að skoða ávinning hennar vel. Eldri konur á meðgöngu eru konur 35 ára og eldri en áhrif aldurs á meðgöngu og fæðingu er mest hjá 40 ára og eldri. Aukin meðgöngulengd hjá þeim er talin tengjast hlutfallslega fleiri andvana fæðingum. Framköllun fæðingar virðist réttlætanlegt við 39‒40 vikna meðgöngu hjá konum 40 ára og eldri. Niðurstöður eru byggðar á fræðilegri samantekt á rannsóknum um efnið en þó skal árétta að þörf er á frekari rannsóknum. Ávallt gildir einstaklingsbundið og upplýst val kvenna um framköllun fæðingar vegna aldurs. Þörf er á almennri umræðu í samfélaginu um barneignaraldur. Mikilvægt er að ljósmæður og annað heilbrigðisfagfólk veiti ungu fólki fræðslu vegna ákvörðunar um barneignir, og áhrif þess að seinka barneignum.
  • Áhugaverðir þættir úr bók Michels Odents, Childbirth in the age of plastics

   Steina Þórey Ragnarsdóttir; Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (Ljósmæðrafélag Íslands, 2013)
  • Byltur og varnir á Sóltúni

   Júlíana Sigurveig Guðjónsdóttir; Anna Birna Jensdóttir; Guðrún Björg Guðmundsdóttir; Marta Jónsdóttir (Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, 2013)
  • Eiga ljósmæður að ómskoða á meðgöngu?

   Kristín Rut Haraldsdóttir (Ljósmæðrafélag Íslands, 2009-11)
   Það er mjög breytilegt eftir löndum hver ómskoðar þungaðar konur. Víðast hvar á Norðurlöndunum eru það ljósmæður sem sinna því. Í Bretlandi eru það jöfnum höndum ljósmæður, læknar og ómtæknar. Kosturinn við að hafa ljósmóður er að hún getur útskýrt skoðunina janfnóðum og hún fer fram fyrir hinum verðandi foreldum. Hún þekkir líka væntingar hinna verðandi foreldra vegna reynslu sinnar úr starfi. Ef ómtæknir framkvæmir ómskoðun þarf lækni til að lesa úr og þannig fá foreldrar ekki strax niðurstöður og skýringar á þeim. Ómskoðun á meðgöngu er víðast hvar hluti af nútíma mæðravernd. Hún er lækn is fræðileg rannsókn bæði fósturskimun og fósturgreining. Frá árinu 1986 hefur öllum konum á Íslandi verið boðin ómskoðun við 18-20 vikur og langflestar hafa þegið það eða allt að 99%. Markmið þeirra rannsóknar er að ákvarða meðgöngulengd, fjölda fóstra, fylgjustaðsetningu og meta fósturútlit með tilliti til heilbrigðis. Frá árinu 2004 hefur öllum konum staðið til boða að fara í 11-14 vikna skoðun þar sem hægt er að meta líkur á litningagöllum, hjartagöllum og finna ýmsa líffæragalla og hefur stór hluti kvenna nýtt sér það. ...
  • Einelti á vinnustað : skilgreiningar, aðgerðir og forvarnir

   Helga Birna Ingimundardóttir (Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, 2005-02-01)
  • Eiturlyf og munnhol

   Ingibjörg S. Benediktsdóttir (Tannlæknafélag Íslands, 2006)
   Ritstjóri hefur á undanförnum árum séð nokkur tilfelli af gríðarlegri tannátu og tannholdsbólgum hjá sjúklingum sem hafa lent útaf hinum gullna meðalvegi í lífinu. Oft er um að ræða unga einstaklinga sem ekki hafa verið lengi í neyslu en koma til okkar að lokinni afeitrunarmeðferð afskaplega illa farin tannlega séð. Eftir samræður við nokkur starfssystkin, var ljóst að fleiri höfðu orðið varir við þetta vandamál. Það er eins og fólk geti verið í áfengisóreglu lengi án þess að það bitni svo mikið á tönnunum en það sem við í daglegu tali köllum „dóp“ virðist fara afskaplega illa með tennurnar. Einstaklingarnir sjálfir segja okkur að þetta og hitt dópið éti tennurnar upp að innan og miklar sögur fara af þessu í dópheiminum. Lítið hefur verið fjallað um þessi mál hér á Íslandi og engin svör fengust frá Lýðheilsustofnun þegar spurt var hvort þeir kynnu einhverjar skýringar á þessum vanda. Hins vegar klikka PubMed, Google og Wikipedia ekki. Ekki þurfti að leita lengi til að finna upplýsingar sem mér sem almennum tannlækni voru algjörlega huldar. Hér á eftir kemur hluti af því sem til er á netinu um þessi mál. Sumt af þessu er væntanlega ýkt en reynt var að vinsa úr það sem líklegast þótti að væri rétt og satt. Auðvitað er helsta ástæða þess að eiturlyfjaneytendur eru með svo slæmt ástand í munnholi einfalda sú að lífstíll þessa fólks er þannig að almenn munnhirða er ekki ofarlega á forgangslistanum.
  • Endurhæfing eftir ísetningu gerviliðar í mjöðm

   Harpa Hrönn Sigurðardóttir (Öldrunarfræðifélag Íslands, 2005)
   Endurhæfingin Niðurstöður rannsókna sýna að helstu vöðvahópar sem eru slappir hjá einstaklingum bæði fyrir og eftir gerviliðsaðgerð á mjöðm eru réttivöðvar mjaðmar (extensorar), beygjuvöðvar mjaðmar (flexorar), fráfærsluvöðvar mjaðmar (abductorar) og beygju- og réttivöðvar í hné. Einnig geta verið styttingar í vöðvum kringum mjöðm og hné (Shih, Du, Lin, og Wu, 1994). Hreyfingarleysi samfara stórum aðgerðum og sjúkrahúslegu veldur m.a. vöðvarýrnun (Suetta, o.fl., 2004). Þá hafa verkir einnig áhrif á að hreyfigeta minnkar og vöðvarýrnun eykst.
  • Endurskipulagning náms við sjúkraþjálfunarskor Háskóla Íslands

   Árni Árnason (Félag íslenskra sjúkraþjálfara, 2005)
   Árið 1976 hófst kennsla í sjúkraþjálfun við Háskóla Íslands. Þó kennslan tæki nokkrum breytingum þegar árin liðu, var kennsluskráin lítið breytt. Á árunum 1994–1999 komu oft upp hugmyndir um að endurskipuleggja þyrfti námið, með það að markmiði að tengja betur saman einstaka þætti námsins, samþætta námskeið í stærri heildir og þar með takmarka fjölda lítilla og oft einangraðra námskeiða á ýmsum stigum námsins. Fyrsti vinnufundur kennara um endurskipulagningu námsins var haldinn í janúar árið 2000. Eftir það voru haldnir kennarafundir nær vikulega um einstaka málefni endurskipulagningarinnar ásamt stærri vinnufundum. Haustið 2002 hófst svo kennsla á fyrsta ári samkvæmt nýrri námsskrá. Þar sem um miklar breytingar og tilfærslur námskeiða milli ára var að ræða, var ákveðið að nemendur á öðru til fjórða ári lykju námi í gamla kerfinu.
  • Erum við föst í viðjum vanans : getum við veitt betri fjölskylduhjúkrun?

   Arna Skúladóttir; Auður Ragnarsdóttir; Elísabet Konráðsdóttir (Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, 2005-12-01)
   Undanfarin ár hefur umræða um fjölskylduhjúkrun aukist og hafa íslenskir hjúkrunarfræðingar tekið þátt í þeirri umræðu. Höfundar þessarar greinar hafa allir starfað í áratugi við barnahjúkrun. Á þeim tíma hafa orðið miklar breytingar á þátttöku foreldra í umönnun veikra barna. Árið 1975 var heimsóknartími foreldra á barnadeildum 2 klukkustundir á dag en nú líta allir á sólarhringsviðveru foreldra sem sjálfsagðan hlut. Við höfum séð og horft upp á hvað þessi breyting tók oft á og hvað það var erfitt að breyta venjum á skipulagi og hefðum í daglegu starfi. Í dag er umræðan um hlutverk og samstarf við foreldra í öllu ferlinu talin bæði nauðsynleg og eðlileg, bæði innan sjúkrahúss og utan. Margar rannsóknir hafa sýnt mikilvægi samstarfs heilbrigðisstarfsmanna, ekki síst við foreldra langveikra barna því í þeirra tilviki eru það vissulega foreldrarnir sem eru sérfræðingar í líðan og umönnun barna sinna (Ray, 2002). Heilbrigðisstarfsfólk er orðið meðvitaðra en áður var um áhrif hinna ýmsu heilbrigðisvandamála á fjölskylduna. Þekkt eru áhrif svefnvandamála barna á líðan systkina og foreldra og áhrif geðröskunar fullorðinna á líðan maka og barna.
  • Flughræðsla : þegar háloftin heilla ekki

   Eiríkur Örn Arnarson (Krabbameinsfélag Íslands, 1999)
   Flughræðsla er ein algengasta tegund fælni. Erlendar kannanir sýna að fimmti til tíundi hver fullorðinn er flughræddur og mun fleirum er ekkert vel við þennan ferðamáta – þó að þeir láti sig hafa það. Konur eru frekar flughræddar en karlar og algengast er þetta ástand á aldrinum frá tvítugu til fertugs. Hefur það verið tengt ábyrgðartilfinningu foreldra sem eru á þessu aldursskeiði þegar börnin þurfa mest á þeim að halda. Flughrætt fólk er oft vel gefið, hefur náð árangri í lífinu og vill gera allt vel.
  • Fyrst manneskja þar á eftir sjúklingur : ákvarðanir um meðferðarúrræði

   Sigríður Jónsdóttir; Hafdís Skúladóttir (Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, 2005-10-01)
   Tilgangurinn að baki skrifa um „fyrst manneskja þar á eftir sjúklingur“ er að opna umræðu um meðferðarmöguleika í ljósi laga um réttindi sjúklinga. Það er ekki unnt að skoða meðferðarmöguleika án þess að hugleiða jafnhliða mannleg samskipti innan heilbrigðiskerfisins.
  • Gerviliðsaðgerðir á mjöðm

   Þorvaldur Ingvarsson (Öldrunarfræðifélag Íslands, 2005)
   Algengasta orsök þess að settur er gerviliður í mjöðm er vegna slitgigtar, þó kemur fyrir að settur er gerviliður vegna annarra sjúkdóma svo sem liðagigtar eða vegna afleiðinga brota. Mjaðmarslitgigt er algengur sjúkdómur á Íslandi sem og í öðrum vestrænum löndum. Tíðni eykst með aldri og er talið að tíundi hver Íslendingur sem er 70 ára eða eldri hafi slitgigt. Orsakir þessa sjúkdóms eru óþekktar en þó er vitað að erfðir eiga stóran þátt í þróun sjúkdómsins, en atvinna og álag á liðinn svo og umhverfisþættir skipta máli. Þegar liðurinn slitnar, springur brjóskið sem klæðir liðinn að innan og molnar. Við það eyðist brjóskið og liðurinn aflagast. Fyrstu einkennin sem fólk finnur fyrir eru stirðleiki og verkur í nára sem oft leiðir fram lærið, niður í hné eða aftur í rasskinn. Fólk verður vart við það að það á erfitt með að klæða sig í skó og sokka. Eftir því sem brjóskið eyðist stirðnar liðurinn og verkir aukast og breytast. Í byrjun sjúkdómsins eru verkir oft verstir fyrst á morgnana en lagast þegar fólk gengur nokkur skref. Síðan aukast verkirnir við alla hreyfingu og loks fær fólk mikil óþægindi í hvíld svo sem á nóttunni og missir svefn vegna þessa. Í dag eru engin lyf þekkt sem hafa áhrif á gang sjúkdómsins, en þau lyf sem gefin eru slá á verki og óþægindi. Fyrsta meðferð við sjúkdómnum eru æfingar, verkjalyf og bólgueyðandi lyf. Smám saman getur dregið úr hreyfifærni og þrátt fyrir hjálpartæki á fólk erfitt með að bera sig um. Þegar lyfjameðferð dugar ekki lengur til að halda sjúkdómseinkennum niðri og sjúkdómurinn hefur orðið mikil áhrif á lífsgæði fólks er yfirleitt valið að gera gerviliðsaðgerð.
  • Geta þeir meðtekið fræðslu?

   Þórgunnur Jóhannsdóttir; Margrét Marín Arnardóttir (Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, 2005-10)
   Flestir vita hve miklu máli skiptir að fræða sjúklinga um aðgerðir af ýmsu tagi, ekki síst skurðaðgerðir. Þær Þórgunnur Jóhannsdóttir og Margrét Marín Arnardóttir gerðu rannsókn undir leiðsögn Lauru Scheving Thorsteinsson á þeirri fræðslu sem sjúklingar frá bráðamóttöku Landspítala – háskólasjúkrahúss við Hringbraut fá og hvaða upplýsingar þeir hefðu viljað fá.
  • Geðhjúkrun í 100 ár : samantekt úr bók Óttars Guðmundssonar „Kleppur í 100 ár“

   Eydís K. Sveinbjarnardóttir; Páll Biering; Óttar Guðmundsson (Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, 2008-12-01)
   Í maí 2007 fagnaði geðsvið Landspítala aldarafmæli Klepps. Eins og sæmir við slík tækifæri var haldin afmælisráðstefna undir heitinu „Kleppur er víða“ – sjúkrahús í heila öld, þar sem horft var yfir farin veg og rýnt í framtíðina. Þar sem formleg geðhjúkrun á Íslandi átti einnig aldarafmæli var frumkvöðlanna í hjúkrun á Kleppi minnst og gaumgæft hvað framtíðin gæti borið í skauti sér fyrir þróun geðhjúkrunarstarfsins.