Now showing items 21-40 of 84

  • Læknablaðið 100 ára. Rannsóknarstöð Hjartaverndar, fortíð og nútíð

   Vilmundur Guðnason; Nikulás Sigfússon; Gunnar Sigurðsson; Rannsóknarstöð Hjartaverndar (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2014-09)
   Rannsóknarstöð Hjartaverndar tók til starfa haustið 1967. Megintilgangur hennar var að kanna algengi hjarta- og æðasjúkdóma á Íslandi sem þá voru í miklum vexti og finna helstu áhættuþætti þeirra svo unnt yrði að beita árangursríkum forvörnum. Reykjavíkurrannsókn Hjartaverndar var sett af stað í þessum tilgangi sama ár og náði til allra karla og kvenna fæddra 1907-1935 sem bjuggu á stór-Reykjavíkursvæðinu. Alls tóku þátt í rannsókninni tæplega 20 þúsund manns, eða rúmlega 70% þeirra sem boðin var þátttaka. Eftirlifandi hópur, tæplega 6000 einstaklingar, er uppistaðan í Öldrunarrannsókn Hjartaverndar sem framkvæmd var 2002-2011. Niðurstöður úr rannsóknum Hjartaverndar hafa lagt grunninn að þekkingu á helstu áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma á Íslandi og verið undirstaða markvissra forvarna gegn þessum sjúkdómum. Öldrunarrannsóknin hefur einnig gefið möguleika á ítarlegum rannsóknum á öðrum langvinnum sjúkdómum meðal aldraðra. Í grein þessari verður einungis farið yfir helstu niðurstöður hjarta- og æðasjúkdóma Reykjavíkur- og Öldrunarrannsóknarinnar frá upphafi.
  • Stöndum vörð um eðlilegar fæðingar og veljum það besta hverju sinni Bætt þjónusta á fæðingar- og sængurlegudeildum Landspítala

   Anna Sigríður Vernharðsdóttir; Helga Sigurðardóttir; Fæðingarvak Landspítala, Meðgöngu- og sængurlegudeild Landspítala. (Ljósmæðrafélag Íslands, 2014)
  • Hjúkrunarstýrð þjónusta fyrir einstaklinga með húðsýkingu: Þróun göngudeildar

   Berglind Guðrún Chu; Smitsjúkdómadeild Landspítali. (Lyflækningasvið Landspítali, 2013)
  • Sárameðferð – hreinsun sára

   Guðbjörg Pálsdóttir (Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, 2014)
  • Hótandi fyrirburafæðing: fæðingasaga

   Sigrún Ingvarsdóttir (Ljósmæðrafélag Íslands, 2012)
  • Þarfir og upplifun lesbía af barneignarferlinu ásamt viðhorfum ljósmæðra

   Ingunn Vattnes Jónasdóttir; Meðgöngu- og sængurkvennadeild, Landspítali (Ljósmæðrafélag Íslands, 2012)
  • Áhugaverðir þættir úr bók Michels Odents, Childbirth in the age of plastics

   Steina Þórey Ragnarsdóttir; Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (Ljósmæðrafélag Íslands, 2013)
  • HypnoBirthing: Nálgumst heim fæðinga með ró

   Kristbjörg Magnúsdóttir (Ljósmæðrafélag Íslands, 2013)
  • Jafningjastuðningur fyrir krabbameinssjúka og aðstandendur skiptir máli : stuðningsnet Krafts

   Gyða Eyjólfsdóttir (Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, 2011-04-14)
   Frá stofnun Krafts árið 1999 hefur félagið beitt sér fyrir jafningjastuðningi fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra. Undanfarið ár hefur orðið tæplega þreföldun á beiðnum um stuðning en sálfræðingur heldur utan um allar beiðnir, þjálfun og handleiðslu stuðningsfulltrúanna. Þeir sem nýta sér þjónustuna eru þakklátir og rannsóknir sýna að ávinningur af jafningjastuðningi getur verið margvíslegur auk þess sem hann getur lengt lífdaga sjúklinga.
  • Samantekt um flúor

   Hólmfríður Guðmundsdóttir (Tannlæknafélag Íslands, 2002)
   Umræða um gagnsemi flúors í tannvernd er ekki ný af nálinni en virkni flúors gegn tannátu hefur verið þekkt í rúma hálfa öld. Þótt enn sé ekki að fullu ljóst hvernig flúor virkar eru áhrifin óumdeild og ekki þekkist neitt annað efni er dregur úr tannátu sem flúor. Talið er að lágur en stöðugur flúorstyrkur í munnholi sé nauðsynlegur til viðhalds heilbrigði tanna. Tannburstun með flúortannkremi að styrkleika a.m.k 0,1% F-, tvisvar sinnum á dag, viðheldur lágmarksflúorstyrk í munnholi og er því afar áhrifamikill þáttur í daglegri vörn gegn tannátu, hjá öllum aldurshópum. Flúor er þátttakandi í því viðgerðarferli sem stöðugt er í gangi við tannyfirborð auk þess sem hann hefur truflandi áhrif á starfsemi þeirra baktería sem valda tannátu. Verkun hans er staðbundin á yfirborði tanna - og varnandi áhrif þau sömu hjá öllum aldurshópum.
  • Heimafæðingar : hagnýtar upplýsingar og hugleiðingar

   Halla Hersteinsdóttir; Jenný Inga Eiðsdóttir (Ljósmæðrafélag Íslands, 2000-11)
   Sú ánægjulega þróun hefur átt sér stað að sífellt fleiri konur velja þann kost að fæða börn sín heima. Hagstofa Íslands heldur skrá yfir fæðingastaði á Íslandi, þar sem fæðingastöðum er skipt niður í fæðingar á stofnun annars vegar og utan stofnunar hins vegar. Þær fæðingar sem eiga „sér stað utan stofnunar eru fæðingar í heimahúsum bæði skipulagðar og óvæntar sem og fæðingar í sjúkra- eða einkabíl. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni fæddu 5 konur utan stofnunar árið 1996, árið 1997 voru það 12 konur, 1998 fæddu 7 konur utan stofnunar, árið 1999 fæddu 18 konur utan stofnunar, en í ár stefnir í að um og yfir 30 konur fæði heima. Viðhorf til fæðinga í heimahúsi er orðið jákvæðara bæði meðal almennings og fagfólks. Þar kemur trúlega margt til, umræðan í þjóðfélaginu er orðin opnari, ljósmæður í mæðravernd nefna gjarnan þcnnan valkost við barnshafandi konur og stofnað hefur verið Félag áhugafólks um heimafæðingar. Hugsanlega eru verðandi foreldrar betur upplýstir og hræðsla við sársauka og kvíði fyrir fæðingunni því á undanhaldi. Þar sem ljósmæður líta á fæðingu sem náttúrulegan atburð hlýtur það að vera fagnaðarefni að almenningur er í auknum mæli farinn að líta fæðingar sömu augum. Það eru ekki eingöngu fleiri konur sem óska eftir að fæða heima heldur eru fleiri ljósmæður sem gefa kost á sér í heimafæðingar. Allar ljósmæður hafa leyfi til að starfa sjálfstætt og mega því taka á móti börnum í heimahúsum. Þær ljósmæður sem starfa sjálfstætt þurfa að tilkynna það til héraðslæknis á þar til gerðum eyðublöðum. Mik-ilvægt er að sjálfstætt starfandi ljósmæður séu vel tryggðar, tryggingin sem í boði er kallast ábyrgðartrygging atvinnureksturs. Ljósmæður sem taka 1-2 heimafæðingar á ári þurfa ekki að kaupa fulla tryggingu, en þetta er nokkuð sem þarf að semja við viðkomandi tryggingafélag.
  • Eiga ljósmæður að ómskoða á meðgöngu?

   Kristín Rut Haraldsdóttir (Ljósmæðrafélag Íslands, 2009-11)
   Það er mjög breytilegt eftir löndum hver ómskoðar þungaðar konur. Víðast hvar á Norðurlöndunum eru það ljósmæður sem sinna því. Í Bretlandi eru það jöfnum höndum ljósmæður, læknar og ómtæknar. Kosturinn við að hafa ljósmóður er að hún getur útskýrt skoðunina janfnóðum og hún fer fram fyrir hinum verðandi foreldum. Hún þekkir líka væntingar hinna verðandi foreldra vegna reynslu sinnar úr starfi. Ef ómtæknir framkvæmir ómskoðun þarf lækni til að lesa úr og þannig fá foreldrar ekki strax niðurstöður og skýringar á þeim. Ómskoðun á meðgöngu er víðast hvar hluti af nútíma mæðravernd. Hún er lækn is fræðileg rannsókn bæði fósturskimun og fósturgreining. Frá árinu 1986 hefur öllum konum á Íslandi verið boðin ómskoðun við 18-20 vikur og langflestar hafa þegið það eða allt að 99%. Markmið þeirra rannsóknar er að ákvarða meðgöngulengd, fjölda fóstra, fylgjustaðsetningu og meta fósturútlit með tilliti til heilbrigðis. Frá árinu 2004 hefur öllum konum staðið til boða að fara í 11-14 vikna skoðun þar sem hægt er að meta líkur á litningagöllum, hjartagöllum og finna ýmsa líffæragalla og hefur stór hluti kvenna nýtt sér það. ...
  • Þarf ég að bíða lengi? : innleiðing fimm flokka forgangsröðunarkerfis á slysa- og bráðadeild Landspítala

   Ágústa Hjördís Kristinsdóttir; Ingibjörg Sigurþórsdóttir (Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, 2010-02)
   Við erum stödd á biðstofu bráðamóttöku. Þar sitja 25 manns á öllum aldri. Einn er með blóðugar umbúðir á höfði, annar gengur órólegur um gólf og úti í horni situr kona sem er föl og veikindaleg útlits. Allir hafa beðið í einhvern tíma eftir að komast inn á deildina. Þeir sem hafa beðið lengst eru búnir að bíða í tvo klukkutíma. Áhyggjufull kona er að tala við móttökuritarann og segir eiginmann sinn mjög veikan og hann verði að komast næst að. Vitað er af sjúkrabílum á leiðinni með tvo einstaklinga úr bílslysi. Læknavaktin hringir inn tilkynningu um sjúkling með háan hita og hugsanlega lungnabólgu.
  • Mikilvæg ráðgjöf : HPV-veirur leghálskrabbamein, kynfæravörtusmit og bólusetning

   Ragnheiður Alfreðsdóttir (Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, 2008-02)
   Leghálskrabbamein er næstalgengasta krabbamein meðal kvenna ef litið er til heimsins alls. Á Íslandi var leghálskrabbamein ellefta algengasta krabbameinið hjá konum á árunum 2002-2006 og dánartíðni af völdum þess hvað lægst á heimsvísu. Þessi einstaki árangur á Íslandi er að þakka skipulagðri leit sem framkvæmd er með leghálsskoðun.
  • Mál í myndum : tilraunaverkefni í sjúklingafræðslu á Landspítala

   Inga Teitsdóttir; Sigríður Sigurðardóttir; Sigríður Magnúsdóttir; Ágústa Benný Herbertsdóttir (Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, 2007-12)
   Vorið 2006 kom upp sú hugmynd á kennslu- og fræðasviði Landspítala að gera tilraun með myndræn boðskiptaspjöld til samskipta við sjúklinga sem eiga erfitt með að tjá sig eða skilja talað mál. Tilgangurinn með þessu tilraunaverkefni var að auðvelda sjúklingnum að gera sig skiljanlegan og biðja um aðstoð og starfsfólki að fullnægja þörfum sjúklingsins, draga úr kvíða, auka öryggi og koma í veg fyrir misskilning.
  • Geta þeir meðtekið fræðslu?

   Þórgunnur Jóhannsdóttir; Margrét Marín Arnardóttir (Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, 2005-10)
   Flestir vita hve miklu máli skiptir að fræða sjúklinga um aðgerðir af ýmsu tagi, ekki síst skurðaðgerðir. Þær Þórgunnur Jóhannsdóttir og Margrét Marín Arnardóttir gerðu rannsókn undir leiðsögn Lauru Scheving Thorsteinsson á þeirri fræðslu sem sjúklingar frá bráðamóttöku Landspítala – háskólasjúkrahúss við Hringbraut fá og hvaða upplýsingar þeir hefðu viljað fá.
  • Hugleiðing um mátt bænarinnar

   Margrét Hákonardóttir (Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, 2003-12)
   „Að biðja er að anda,“ sagði Sören Kirkegaard og Páll postuli skrifaði: „Biðjið án afláts.“ Er þetta mögulegt og hvernig förum við flá að því að taka á móti þessari hvatningu og fylgja henni eftir? Mig langar til þess að vera opinská í þessari hugleiðingu minni um mátt bænarinnar og segja ykkur lesendur, kæru hjúkrunarfræðingar og aðrir, frá því hvernig ég skynja þessa hvatningu og hvað ég hef notað sem verkfæri á minni lífsgöngu. Tilvitnanir, sem ég nota, vil ég gera að mínum orðum, frá djúpi hjarta míns.
  • Vaktavinna : að mörgu er að hyggja

   Eiríkur Örn Arnarson (Krabbameinsfélag Íslands, 1997)
   Vaktavinna er talin geta haft langvarandi neikvæð áhrif á heilsu. Aukin þekking á áhrifum vaktavinnu og betra skipulag á vöktum getur aukið öryggi í starfi, bætt heilsu og líðan og lagt grunn að forvörnum. Þeir sem vinna vaktavinnu hér á landi eru einkum við ýmis þjónustustörf svo sem löggæslu, öryggisvörslu og heilsugæslu. Slys eru algengari meðal vaktavinnufólks en hinna sem aðeins vinna á daginn. Röskun á svefni er ein afleiðing vaktavinnu. Sá sem vinnur um nætur þarf að hvílast á daginn, þegar bjart er og flestir aðrir eru að vinna. Þá er meiri hávaði frá umhverfinu og lofthiti meiri, svo að dæmi séu nefnd. Margt raskar þá ró hins þreytta.
  • Flughræðsla : þegar háloftin heilla ekki

   Eiríkur Örn Arnarson (Krabbameinsfélag Íslands, 1999)
   Flughræðsla er ein algengasta tegund fælni. Erlendar kannanir sýna að fimmti til tíundi hver fullorðinn er flughræddur og mun fleirum er ekkert vel við þennan ferðamáta – þó að þeir láti sig hafa það. Konur eru frekar flughræddar en karlar og algengast er þetta ástand á aldrinum frá tvítugu til fertugs. Hefur það verið tengt ábyrgðartilfinningu foreldra sem eru á þessu aldursskeiði þegar börnin þurfa mest á þeim að halda. Flughrætt fólk er oft vel gefið, hefur náð árangri í lífinu og vill gera allt vel.
  • Slökun til að vinna gegn spennu

   Eiríkur Örn Arnarson (Krabbameinsfélag Íslands, 2007)
   Frásagnir af slökun eða hugrækt eru í elstu rituðum heimildum. Slökun þekkist í öllum menningarsamfélögum heims og öllum trúarbrögðum. Ef til vill er bænin slökunarform hins kristna manns. Hugrækt eða slökun hefur þótt sjálfsögð frá örófi alda en á tíma hraðans virðist takmarkaður tími til að láta líða úr sér.