Now showing items 41-60 of 84

  • Nýgengi krabbameina og dánartíðni krabbameinssjúklinga á Íslandi síðustu 35 árin

   Jón Hrafnkelsson; Helgi Sigvaldason; Hrafn Tulinius (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1993-05-01)
   The objective was to investigate the changes in incidence and mortality from malignant diseases over the period from 1955 to 1989 in Iceland. The results are presented as number of cases and incidence rates in five age groups and seven time periods, males and females. The same is presented for mortality. There was an increase in incidence rates in all age groups except the youngest (0-19 years). Overall there was a decrease in mortality rate, ten per cent for females and five per cent for males. In the youngest age group this decrease in mortality was more than fifty per cent for both sexes.
  • Hjúkrun gigtarsjúklinga á Íslandi

   Ingibjörg E. Ingimarsdóttir (Öldrunarfræðifélag Íslands, 2008)
   Gigtarsjúkdómar eru meðal algengustu sjúkdóma hér á landi. Talið er að einn af hverjum fimm landsmönnum fái gigt af einhverju tagi. Hér er því um mjög stóran sjúklingahóp að ræða og vegna þessa þurfa flestir hjúkrunarfræðingar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn að sinna gigtarsjúklingum með einhverjum hætti - ekki síst þeir sem tengjast öldrunarmálum. Í þessari grein eru kynntar sérhæfðar deildir hér á landi þar sem hjúkrunarfræðingar sinna gigtarsjúklingum auk þess sem fjallað verður stuttlega um áhrif gigtarsjúkdómsins á sjúklinginn og gefin innsýn í þá hjúkrunarmeðferð sem notuð er hér á landi
  • Iðjuþjálfun og gigt

   Guðbjörg Guðmundsdóttir (Öldrunarfræðifélag Íslands, 2008)
   Tilgangurinn með þessari grein er að kynna stuttlega þá þjónustu sem iðjuþjálfi Gigtarfélags Íslands (GÍ) býður upp á. Fjallað verður almennt um færniskerðingu, iðjuþjálfun Gigtarfélags Íslands, liðverndarfræðslu, hjálpartæki og spelkur. Fólk á öllum aldri fær gigtsjúkdóma og eru slitgigt, vöðva- og vefjagigt og iktsýki algengastir. Slitgigt er algengasti sjúkdómur í liðum og eykst tíðni hans með aldrinum. Þó nokkuð margir greinast með slitbreytingar í hrygg eða útlimaliðum á röntgenmyndum eða um 20% einstaklinga þó allur sá fjöldi beri ekki mikil einkenni slitgigtar. Um það bil 1% Íslendinga er með iktsýki
  • Heimameðferð með gammaglóbúlíni við ónæmisgalla

   Ásta Karlsdóttir (Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, 2008-10-01)
   Meðfæddur ónæmisgalli er sjaldgæfur en erfiður sjúkdómur. Það er mikið framfaraspor að flestir sjúklingar geta nú meðhöndlað sig sjálfir heima. Hér verður fjallað um aðdraganda heimameðferðar og hvernig hún fer fram. Einnig er hér að finna ráðleggingar til hjúkrunarfræðinga um hvernig má finna ógreinda einstaklinga með þennan sjúkdóm. Lyfjadælan er mjög fyrirferðarlítil og handhæg.
  • Geðhjúkrun í 100 ár : samantekt úr bók Óttars Guðmundssonar „Kleppur í 100 ár“

   Eydís K. Sveinbjarnardóttir; Páll Biering; Óttar Guðmundsson (Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, 2008-12-01)
   Í maí 2007 fagnaði geðsvið Landspítala aldarafmæli Klepps. Eins og sæmir við slík tækifæri var haldin afmælisráðstefna undir heitinu „Kleppur er víða“ – sjúkrahús í heila öld, þar sem horft var yfir farin veg og rýnt í framtíðina. Þar sem formleg geðhjúkrun á Íslandi átti einnig aldarafmæli var frumkvöðlanna í hjúkrun á Kleppi minnst og gaumgæft hvað framtíðin gæti borið í skauti sér fyrir þróun geðhjúkrunarstarfsins.
  • Nám í lífeindafræði við Háskóla Íslands

   Martha Á. Hjálmarsdóttir (Félag lífeindafræðinga, 2008-07)
   Nám í lífeindafræði við Háskóla Íslands hófst haustið 2005 og byrjuðu þá fyrstu nemendurnir á fyrsta ári í nýrri skor innan læknadeildar, geisla- og lífeindafræðiskor. ...
  • Polycystic Ovarian Syndrome (PCOS)

   Auður G. Ragnarsdóttir (Félag lífeindafræðinga, 2008-07)
   Polycystic Ovary Syndrome (PCOS) eða fjölblöðrueggjastokka heilkenni þýðir að konur mynda margar blöðrur á eggjastokka í stað þess að fá egglos. ...
  • Svefnvenjur aldraðra

   Björn Einarsson (Öldrunarfræðifélag Íslands, 2001-02-01)
   Þýðing svefnsins Víst er að við verðum að sofa til þess að geta vakað og liðið vel. Hitt er ekki eins ljóst hvers vegna. Líklegast er að líkaminn noti svefntíman til einhvers konar uppbyggingar og endurnýjunar. Alla vega myndast vaxtarhormonið að mestu leyti meðan við sofum. Það stjórnar ekki aðeins vexti barna og unglinga heldur tekur þátt í margvíslegri efnaskiptastarfsemi. Svefnþörfin Svefnþörf manna er mjög misjöfn, allt frá 4-10 klukkustundum á dag, en flestir þurfa 6-8 klukkustundir. Holdugir einstaklingar hafa yfirleytt meiri svefnþörf en grannir. Þeir sem hafa litla svefnþörf reynast vera þolinmóðari og félagslyndari en aðrir. Hægt er að venjast stuttum svefni, ef svefntíminn er styttur hægt og bítandi, en skyndileg truflun á svefni veldur önuglyndi, skertri athygli, sinnuleysi, áhugaleysi, dómgreindarskerðingu, vöðvabólgu og úthaldið skerðist. Svefnleysi í marga daga í röð veldur ruglástandi meðal aldraðra.
  • Taugasálfræðilegt mat aldraðra

   Smári Pálsson (Iðjuþjálfafélag Íslands, 2004)
   Taugasálfræði sem slík er frekar ungt fag, þó svo að langt sé síðan að menn fóru að staðsetja hina ýmsu virkni í ákveðnum stöðvum í heilanum. Gögn benda til þess að fyrir um 5000 árum hafi menn áttað sig á því að heilastöðvar hafi nokkra sérhæfingu. Síðan þá hafa menn velt fyrir sér virkni heilans og mismunandi heilastöðva. Vitneskja um sérhæfingu heilastöðva er aðallega tilkomin með rannsóknum á einstaklingum með afmarkaða heilaáverka sem leiddu af sér ákveðnar vitrænar truflanir t.d. á máli og minni. Út frá slíkum rannsóknum þróaðist svo taugasálfræðin, en vitneskja um virkni og sérhæfingu heilans hefur aukist mjög mikið í seinni tíð með hjálp nýrra mæli- og myndgreiningatækja.
  • Akstur og aldraðir : mat á færni við akstur

   Linda E. Pehrsson (Iðjuþjálfafélag Íslands, 2004)
   Við innlögn á sjúkrahús þarf aldraður einstaklingur að fara í fjölmargar rannsóknir og sömuleiðis er færni hans og aðstæður metnar almennt. Iðjuþjálfi metur færni einstaklings við eigin umsjá, störf og tómstundaiðju. Samkvæmt Íðorðum iðjuþjálfa flokkast akstur bifreiðar undir eigin umsjá líkt og lyfjataka, kynlíf ofl.
  • Vettvangsteymi Barna- og unglingageðdeildar LSH

   Kristjana Milla Snorradóttir (Iðjuþjálfafélag Íslands, 2006)
   Barna- og unglingageðdeild Landspít­ala háskólasjúkrahúss (BUGL) sér­hæf­ir sig í mati og meðferð barna og unglinga sem glíma við geðrask­anir. Vett­vangsteymi BUGL er þver­faglegt teymi sem veit­ir skjólstæðingum innl agnar­deilda eft­ir­fylgd eft­ir út­skrift. Hlut­verk teymis­ins er að aðstoða skjól­stæðing og fjöl­skyldu hans við að yf­ir­færa heim þá færni sem áunnist hef­ur á innlagnar­deild og aðlaga hana að daglegu lífi. Með mark­vissri eft­ir­fylgni tekst oft að koma í veg fyr­ir endur­innlögn, stytt a innlagnar­tíma og auka meðferðar­heldni. Eft­irfylgd hefst, meðan á innlögn stendur, með heimaþjónustu starfs­fólks deildar. Smám saman eft­ir út­skrift og í samvinnu við heimaþjónustu deildar tek­ur Vett­vangsteymið við þjónust­unni við skjól­stæðinginn. Lögð er áhersla á góða samvinnu heimaþjónustu deilda og Vett­vangsteymis og eru þarf­ir skjól­stæðings­ins ávallt hafðar að leiðar­ljósi. Gerð hef­ur ver­ið könnun á þjónustu teymis­ins og leiða niður­stöður hennar í ljós að þjónust­an hafi jákvæð áhrif á líðan skjól­stæðinganna.
  • Kynning á iðjuþjálfun á bráðasjúkrahúsi

   Kristín Einarsdóttir; Alís Inga Freygarðsdóttir (Iðjuþjálfafélag Íslands, 2006)
   Landspítali háskólasjúkrahús Fossvogi er bráðasjúkrahús sem þjónar öllu landinu. Iðjuþjálfunin tilheyrir endurhæfingasviði og er staðsett á endurhæfingaganginum á B-1 í návígi við sjúkraþjálfun. Iðjuþjálfun Fossvogi þjónar öllum sviðum spítalans, þau eru: Lyflæknissvið 1, skurðssvið, öldrunarsvið og endurhæfing eftir krabbamein. Verður fjallað sérstaklega um endurhæfingu eftir krabbamein Á lyflæknissviði er um að ræða, taugalækningadeild, lungnadeild, gigtlækningadeild, meltinga og smitsjúkdómadeild. Á skurðsviði eru 2 bæklunardeildir og heila og taugaskurðdeild, bruna og lýtalækningadeild. Á öldrunarsviði er bráðaöldrunardeild. Að auki sinna iðjuþjálfar gjörgæslu og gæsludeild, MND-, parkison og stroke teymi. Í iðjuþjálfun Fossvogi starf a 8 iðjuþjálfar og 3 aðstoðarmenn.
  • Sérhæfð heimaþjónusta fyrir veika aldraða

   Auður Hafsteinsdóttir (Iðjuþjálfafélag Íslands, 2007)
   Sérhæfð heimaþjónusta fyrir veika aldraða (SHVA) hófst í september 2006 og var hleypt af stokkunum fyrir tilstuðlan heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis sem svar við útskriftarvanda Landspítala Háskólasjúkrahúss (LSH) á veikburða öldruðum. Um er að ræða samstarfsverkefni LSH og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH) þar sem þverfaglegt teymi vinnur í samvinnu við skjólstæðinga og/ eða aðstandendur að sameiginlegu markmiði.
  • Gildi þjálfunar við langvarandi óskilgreindum mjóbaksbakvandamálum og önnur meðferðarúrræði

   Oddný Sigsteinsdóttir (Félag íslenskra sjúkraþjálfara, 2005)
   Stoðkerfisvandamálum frá mjóbaki er gjarnan skipt niður í bráðavandamál og langvarandi vandamál. Ástæðan er sú að orsök, einkenni og meðferðarúrræði eru ekki þau sömu. Langvarandi mjóbaksvandi er mjög algengur og hefur greining og meðferðarúrræði verið óljós. En greining er forsenda hnitmiðaðrar meðferðar. Einungis hjá 15–20% fólks með langvarandi mjóbaksvanda er möguleiki á að sýna sérstaka vefjaskemmd með myndgreiningu sem orsök einkenna eins og til dæmis hryggjarliðaskrið, þrengsli í mænugangi eða brjósklos. Í 80–85% tilfella er enga orsök að finna með myndgreiningu.
  • Endurskipulagning náms við sjúkraþjálfunarskor Háskóla Íslands

   Árni Árnason (Félag íslenskra sjúkraþjálfara, 2005)
   Árið 1976 hófst kennsla í sjúkraþjálfun við Háskóla Íslands. Þó kennslan tæki nokkrum breytingum þegar árin liðu, var kennsluskráin lítið breytt. Á árunum 1994–1999 komu oft upp hugmyndir um að endurskipuleggja þyrfti námið, með það að markmiði að tengja betur saman einstaka þætti námsins, samþætta námskeið í stærri heildir og þar með takmarka fjölda lítilla og oft einangraðra námskeiða á ýmsum stigum námsins. Fyrsti vinnufundur kennara um endurskipulagningu námsins var haldinn í janúar árið 2000. Eftir það voru haldnir kennarafundir nær vikulega um einstaka málefni endurskipulagningarinnar ásamt stærri vinnufundum. Haustið 2002 hófst svo kennsla á fyrsta ári samkvæmt nýrri námsskrá. Þar sem um miklar breytingar og tilfærslur námskeiða milli ára var að ræða, var ákveðið að nemendur á öðru til fjórða ári lykju námi í gamla kerfinu.
  • Um bótarétt þeirra sem verða fyrir slysum

   Eiríkur Elís Þorláksson; Heimir Örn Herbertsson (Félag íslenskra sjúkraþjálfara, 2006)
   Á ári hverju verða hátt í tvö þúsund slys á Íslandi sem leiða til varanlegrar örorku. Algengust eru umferðarslys, vinnuslys eða slys í frístundum manna. Bætur til slasaðra nema milljörðum króna á ári hverju. Hagsmunir þeirra sem slasast eru einatt mjög miklir um að fá skaðabætur, einkum til að mæta tekjuskerðingu sem slys kann að hafa í för með sér, tímabundið og til framtíðar. Margir hinna slösuðu þurfa að leita til sérhæfðra meðferðaraðila, svo sem sjúkraþjálfara áður en mál klárast. Þá er algengt að slasaðir leiti aðstoðar lögmanna við hagsmunagæslu gagnvart greiðsluskyldum aðilum. Er því ljóst að oft eiga lögmenn og sjúkraþjálfarar sameiginlega umbjóðendur þó aðkoma þessara sérfræðinga sé auðvitað ólík gagnvart viðskiptavininum. Áður en bótauppgjör til slasaðs einstaklings á sér stað fer fram mat á afleiðingum slyssins, svokallað örorkumat. Við slíkt mat fara læknar (stundum ásamt lögfræðingum) yfir gögn málsins og leggja mat á tímabil tímabundinnar örorku og hve mikil varanleg örorka og miski hefur hlotist af slysi. Við slíkt mat er mikilvægt að fyrir liggi ítarlegar upplýsingar meðferðaraðila á hinum slasaða, þar á meðal frá sjúkraþjálfara sem hefur komið að endurhæfingu viðkomandi. Með grein þessari er leitast við að skýra réttarstöðu fólks sem slasast. Þá er fjallað um hvaða bætur það eru sem slasaðir eiga almennt tilkall til. Loks er farið yfir þau atriði sem að mati greinarhöfunda skipta máli við vottorðagerð sjúkraþjálfara.
  • Heilabilunareining : þjónustukeðja fyrir aldraða með heilabilun og aðstandendur þeirra

   Hanna Lára Steinsson (Öldrunarfræðifélag Íslands, 2002)
   Þann 6. mars árið 1998 var formlega stofnuð sérstök heilabilunareining innan öldrunarsviðs Sjúkrahúss Reykjavíkur, síðar Landspítala háskólasjúkrahúss. Einingin er staðsett á Landakoti og skiptist hún í nokkra þætti sem nýtast sjúklingum og aðstandendum á mismunandi stigum sjúkdómsins. Má þar nefna minnismóttöku, tvær legudeildir, stuðningshópa fyrir aðstandendur og þjónustusamninga við þrjár dagvistanir og eitt stoðbýli. Þessi þjónustukeðja er hugsuð út frá því markmiði að veita sjúklingum og aðstandendum þeirra meðferð, stuðning og fræðslu frá sömu aðilum í gegnum allt sjúkdómsferlið, eða frá greiningu til stofnanavistunar.
  • Sjón á efri árum

   Guðmundur Viggósson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2002)
   Langalgengasta orsök sjóndepru hérlendis er aldurstengd rýrnun í miðgróf sjónu (gulablettinum), sem á enska tungu er nefnd Age-related Macular Degeneration (AMD). Í daglegu tali gengur hún oft undir nafninu kölkun í augnbotni, sem er raunar rangnefni. Þeir sem henni eru haldnir eru alls ekki að kalka, hvorki andlega né líkamlega. Láta mun nærri að annar hver Íslendingur finni fyrir sjóndepru af hennar völdum eftir áttrætt. Af öllum skjólstæðingum Sjónstöðvar Íslands bæði blindum og sjónskertum, 1.250 að tölu, eru 700 (54%) sjónskertir af hennar völdum. Tveir þriðju hlutar þeirra eru komnir yfir sjötugt og enginn er alblindur. Langflestir eru reyndar í besta sjónskerðingarflokki, blinduflokki 1, þar sem sjónin er á bilinu 6/18 - 6/60 en með slíka sjón getur fólk yfirleitt lesið venjulegt letur með sérútbúnum sjónhjálpartækjum. Næstalgengasta orsök sjónskerðingar meðal Íslendinga er arfgeng sjónuhrörnun eða Retinitis Pigmentosa (RP) en með hana sem frumorsök blindu eða sjónskerðingar eru þó aðeins 70 manns eða tæp 6%. Í þriðja sæti kemur svo gláka með 5,2% og sjóntaugarrýrnun í því fjórða, 3,8%.
  • „Vonleysið er verst“ : fátækt barna á Íslandi og áhrif á heilsufar

   Valgerður Katrín Jónsdóttir (Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, 2007-10-01)
   Tímarit hjúkrunarfræðinga er eitt af 235 vísinda- og heilbrigðistímaritum sem þátt taka í alþjóðlegu átaki gegn fátækt í heiminum á vegum The Council of Science Editors með því að birta efni sem tengist fátækt og heilsufari nú um stundir þetta ár. Tilgangur þessarar greinar er að varpa ljósi á stöðu fátækra barna á Íslandi og hvernig fátækt í uppvexti kemur til með að hafa áhrif á heilsufar þeirra til lengri tíma og er þar með líkleg til að þau börn þurfi fremur en önnur börn að nota heilbrigðisþjónustu til lengri eða skemmri tíma.
  • Hefur skipulag mæðraverndar verið að þróast í rétta átt

   Egill Ólafsson (Ljósmæðrafélag Íslands, 2007-06-01)
   Skipulag mæðraverndar hefur tekið talsverðum breytingum á undanförnum árum og það er því ekki óeðlilegt að spurt sé hvort þjónusta við verðandi mæður hafi verið að þróast í rétta átt. Sé horft 10-15 ár aftur í tímann þá var mæðravernd sinnt annars vegar af heilsugæslustöðvum og hins vegar af Kvennadeild Landspítalans. Á þessum tíma vantaði mikið upp á að ljósmæður væru starfandi á öllum heilsugæslustöðum, auk þess sem talsvert skorti á að búið væri að byggja upp heilsugæsluþjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Einnig voru menn sammála um að aðstaða fyrir mæðravernd á Kvennadeild þyrfti að vera betri. Meginhugsunin á bak við þetta skipulag var að heilsugæslan ætti að sinna almennri mæðravernd, en að Kvennadeildin ætti að sjá um konur í áhættumeðgöngu. Kvennadeildin sinnti hins vegar mun fleiri konum en þeim sem voru í áhættu og því varð sú þjónusta sem deildin veitti blanda af þjónustu vegna áhættumeðgöngu og almennri mæðravernd. Ein ástæða fyrir því að deildin hélt sig ekki eingöngu við áhættumeðgöngu var sú að Landspítalinn taldi nauðsynlegt að læknanemar kynntust líka konum í eðlilegri meðgöngu.