Recent Submissions

 • Users of hospital emergency department who are discharged home

  Oddný Sigurborg Gunnarsdóttir; Landspitali The National University Hospital, Reykjavík, Iceland. (2012-01-27)
  Aðalmarkmið rannsóknarinnar var að lýsa einkennum og afdrifum notenda bráðamóttöku, sem voru útskrifaðir heim. Önnur markmið voru að lýsa árlegum fjölda útskrifaðra heim af bráðamóttöku (BM); lýsa mynstri útskriftasjúkdómsgreininga; flokka notendur eftir aldri og kyni, kanna árlegan komufjölda þeirra og hvort hann hafi forspárgildi um dánartíðni; meta tengsl einkenna sjúkdómsgreininga við dánartíðni almennt og sérstaklega vegna dánarmeina af ytri orsökum, lyfjaeitrunum og sjálfsvígum; greina áhættuþætti sjálfsvíga og banvænna lyfjaeitrana; meta tengsl andláts innan átta daga eftir útskrift heim af BM við einkenna sjúkdómsgreiningar. Aðferðir: Efniviður var rafrænar skrár sjúklinga 18 ára og eldri, sem komu á BM Landspítala á árunum 1995 til 2001. Aðalsjúkdómsgreiningar voru skráðar samkvæmt Alþjóðlegri tölfræðiflokkun sjúkdóma og skyldra heilbrigðisvandamála. Til að meta árlega aukningu í komum voru þær bornar saman við mannfjölda á Stór- Reykjavíkursvæðinu, gerð var Poisson aðhvarfsgreining og 95% öryggismörk (ÖM) reiknuð. Breytingar á sjúkdómsgreiningum var metin með kí- kvarðaprófi fyrir línulega leitni (Mantel extension). Afdrif sjúklinga voru fengin með samkeyrslu við skrár Hagstofu Íslands. Dánartíðni hópsins var borin saman við dánartíðni þjóðarinnar með hefðbundnum aðferðum við útreikning á stöðluðu dánarhlutfalli (SMR) og 95% ÖM. Hættuhlutfall (HR) með 95% ÖM var reiknað fyrir öll dánarmein og valin dánarmein í tímaháðri margþátta aðhvarfsgreiningu að teknu tilliti til hversu oft sjúklingar komu á BM á almanaksári og þegar bornir voru saman hópar sjúklinga með mismunandi sjúkdómsgreiningar við útskrift. Í tilfella- viðmiðarannsóknum voru sjálfsvíg og banvænar eitranir athugaðar m.t.t. fimm sjúkdómsgreininga, það er að segja geðraskana, áfengisnotkunar, lyfjaeitrana, einkenna sjúkdómsgreininga og þátta sem hafa áhrif á heilbrigðisástand. Reiknað var margþátta lógístik aðhvarfsgreining með líkindahlutfalli (OR) og 95% ÖM. Dánartíðni innan átta daga meðal sjúklinga með einkenna sjúkdómsgreiningu var borin saman við dánartíðni annarra sem leituðu á BM. HR og 95% ÖM var reiknað fyrir öll dánarmein í tímaháðri greiningu. Niðurstöður: Komur á BM sem leiddu til útskriftar voru 2.888 árið 1995 eða 54.5% af öllum komum á BM og árið 2001 var fjöldinn 5.604 eða 72.5% af öllum komum. Komur sem leiddu til útskriftar voru 30.221 en fjöldi sjúklinga var 19.259 kynjaskipting var u.þ.b. jöfn. Hlutfall sjúklinga sem komu einu sinni á ári voru 84% en 1.5% sjúklinga komu fjórum sinnum eða oftar á ári. Árleg aukning var 7 – 14%, en hæst meðal eldri karla. Algengasta sjúkdómsgreiningin við útskrift eða 20% að meðaltali var einkenna sjúkdómsgreining (R00-R99) og hafði hún aukist yfir tímabilið. SMR vegna allra dánarmeina var 1.81 (95% CI, 1.71 til 1.92) hjá körlum og 1.93 (95% CI, 1.81 til 2.05) hjá konum. SMR sjúklinga með einkenna sjúkdómsgreiningu var 1.57 (95% CI, 1.39 til 1.77) hjá körlum og 1.83 (95% CI, 1.61 til 2.08) hjá konum, enn fremur var SMR 3.72 (95% CI, 2.72 til 4.98) hjá körlum með geðraskanir en 2.45 (95% CI, 1.76 til 3.36) hjá konum. Algengustu dánarmein voru illkynja æxli, blóðþurrðarhjartasjúkdómar, heilaæðasjúkdómar, langvinnir neðri öndunarfærasjúkdómar og að viðbættum flokknum ytri orsökum og töldust þau vera 73% þeirra 2.105 sem létust á fylgni tíma. HR allra dánarmeina var 1.4 (95% CI, 1.2 til 1.5) hjá þeim sem komu tvisvar á almanaksári og 1.7 (95% CI, 1.4 til 2.0) hjá þeim sem komu þrisvar eða oftar á almanaksári. Þeir sem fengu einkenna sjúkdómsgreiningu höfðu HR 0.84 (95% CI, 0.76 til 0.93) vegna allra dánarmeina samanborið við þá með líkamlegar sjúkdómsgreiningar. HR vegna ytri orsaka var 1.64 (95% CI, 1.07 til 2.52) og 2.08 (95% CI, 1.02 til 4.24), vegna sjálfsvíga að teknu tilliti til aldurs og kyns. Vegna sjálfsvíga hjá þeim sem greindir voru með geðraskanir var OR 7.84 (95% CI, 1.66 til 37.06), 96.89 (95% CI, 11.14 til 843) með áfengisnotkun, 24.51 (95% CI, 6.11 til 98.25) með lyfjaeitranir og 2.69 (95% CI, 1.04 til 6.95) með einkenna sjúkdómsgreiningar. Vegna banvænna eitrana var OR 12.26 (95% CI, 2.10 til 71.76) fyrir þá sem greindir voru með áfengisnotkun, 37.22 (95% CI, 3.57 til 388.29) með lyfjaeitranir, 5.76 (95% CI, 1.23 til 26.95), með sjúkdómsgreininguna þættir sem hafa áhrif á heilbrigðisástand. Þeir sem voru með einkenna sjúkdómsgreiningu voru með HR 0.44 (95% CI, 0.20 til 0.96) vegna allra dánarmeina innan átta daga þegar þeir voru bornir saman við þá sem fengu aðrar sjúkdómsgreiningar að teknu tilliti til kyns og aldurs. Ályktun: Aukning í heimsóknum var umfarm mannfjöldaaukningu á Stór- Reykjavíkursvæðinu, sem leiddi til aukins álags á BM. Einkenna sjúkdómsgreining var algengasta útskriftargreiningin. Fjöldi heimsókna hafði forspárgildi fyrir hærri dánartíðni. Algengustu dánarmein voru illkynja æxli, blóðþurrðarhjartasjúkdómar, heilaæðasjúkdómar, langvinnir neðri öndunarfærasjúkdómar og ytri orsakir. Dánartíðin sjúklinga sem voru með einkenna sjúkdómsgreiningar var hærri en dánartíðni annarra sjúklinga vegna ytri orsaka, óhappaeitrana og sjálfsvíga. Endurteknar komur á BM voru sterkir áhættuþættir sjálfsvíga og banvænna eitrana. Sjálfstæðir áhættuþættir sjálfsvíga voru geðraskanir, áfengisnotkun og lyfjaeitrun auk einkenna sjúkdómsgreiningar. Sjálfstæðir áhættuþættir fyrir banvænar eitranir voru áfengisnotkun, lyfjaeitranir og sjúkdómsgreiningin: þættir sem hafa áhrif á heilbrigðisástand. Starfsfólk BM ætti að vera vakandi fyrir sjúklingum sem koma oft á BM og eru útskrifaðir heim auk þeirra sem útskrifaðir eru með hina nýju áhættuþætti sjálfsvíga og banvænna eitrana. Tengsl einkenna sjúkdómsgreiningar við andlát innan átta daga eftir útskrift er hægt að nota til að meta skilvirkni BM.
 • Icelandic Nursing Home residents : Their mortality, health, functional profile, and care quality, using the Minimum Data Set over time

  Ingibjörg Hjaltadóttir; Landspitali The National University Hospital, Reykjavík, Iceland; Department of Health Sciences, Faculty of Medicine, Lund University, Sweden. (Lund University, Faculty of Medicine, 2012-01-27)
  The overall aim of this thesis was to investigate trends over time in residents‟ health status, functional profile and predictors of mortality at admission to Icelandic nursing homes and in addition to determine upper and lower thresholds for Minimum Data Set (MDS) Quality Indicators, to investigate the prevalence of quality indicators over time and their association with the health status and functional profile of residents in Icelandic nursing homes. Studies I and II included 2,206 persons assessed over 11 years (1996-2006). In study III a modified Delphi method and a panel of 12 members were used to determine the thresholds for Minimum Data Set Quality Indicators. Data from residents (N=2,247 representing 47 nursing homes) were analysed, applying the thresholds developed. In study IV the sample was 11,034 MDS assessments of 3,694 residents (2003-2009) and in the framework the sample was 11,912 MDS assessments of 3,704 residents (1999-2009). Study I showed that 28.6-61.4% of residents had intact cognitive performance and 42.5-68% were independent in ADL performance. A weak, but significant, linear trend over the eleven years was seen in residents' health becoming less stable, their cognitive performance improving, more pain being reported and greater participation in social activities. Study II showed that the median survival time was 31 months. No significant difference was detected in the mortality rate between cohorts. Age, gender (HR 1.52), place admitted from (HR 1.27), ADL functioning (HR 1.33-1.80), health stability (HR 1.61-16.12) and ability to engage in social activities (HR 1.51-1.65) were significant predictors of mortality. In study III upper and lower thresholds for 20 Minimum Data Set Quality Indicators were established. Residents not having a quality indicator present numbered from 32.5-99.3% depending on the indicator in question. The quality indicators with the median value above the upper threshold, indicating poor care, were: depression (49.4%); symptoms of depression without antidepressant (18.2%); use of 9 or more medications (63.8%); anti-anxiety or hypnotic drug use (69.2%); little or no activity (52.5%). Findings from study IV showed that 16 out of 20 quality indicators increased in prevalence, indicating a decline in quality of care (p< 0.05) over the study period. In 12 out of 20 indicators the prevalence was lower than 25%. One quality indicator showed improvement, i.e. „Bladder and bowel incontinence without a toileting plan‟ from 17.4% in 2003 decreasing to 11.5% in 2009 (p<0.001). Residents‟ health and functional status partially explained the increased prevalence of the quality indicators over time. At admittance many residents had a relatively high level of independence, the mortality rate did not change over the study period and health stability and ADL performance were strong predictors of mortality. More than 50% died within 3 years, and almost a third of the residents may have needed palliative care within a year of admission. Pain management, social engagement and palliative care are areas where more staff knowledge seems to be needed. The thresholds established aims for Icelandic nursing homes, uncovering areas of care requiring improvement. Icelandic nursing homes seem to be doing best in handling incontinence and nutritional care, and in several quality indicators the prevalence was quite low. The areas of care that indicated poor care and needed improvement included treatment of depression, number of medications and resident activity level. Quality Indicator results and trends over time can be used for improvement, planning of services and staff knowledge.
 • Symptoms and quality of life : a cross-sectional, descriptive, correlation study, evaluating the relationship between symptoms and quality of life in patients on opioids with advanced cancer [M.S. Thesis]

  Sigríður Gunnarsdóttir; Sigríður Zoëga (University of Iceland, Faculty of Nursing, 2008-10)
  B A K G R U N N U R: Sjúklingar með krabbamein finna fyrir mörgum einkennum sem hafa áhrif á lífsgæði þeirra. Krabbameinstengd einkenni orsakast ýmist af sjúkdómnum sjálfum eða meðferð hans, en þættir eins og aldur, kyn og aðrir sjúkdómar geta einnig haft áhrif á einkennamyndina. Einkenna-lífsgæðamódelið sýnir tengslin milli einkenna og lífsgæða hjá sjúklingum með krabbamein. T I L G A N G U R V E R K E F N I S: Að skoða hugtakið lífsgæði og einkennamynd krabbameinssjúklinga, að setja fram módel til að lýsa tengslunum milli einkenna og lífsgæða og að prófa ákveðna þætti módelsins. Þ Á T T T A K E N D U R: 150 krabbameinssjúklingar á ópíoíðum. Karlar voru 62 talsins (41%) en konur 88 (59%). Allir þátttakendur voru hvítir. Aldur þátttakenda var á bilinu 20-92 ár en meðalaldur (SF) var 64,7 (12,7) ár. R A N N S Ó K N A R S N I Ð: Lýsandi, þversniðs, fylgnirannsóknarsnið. Niðurstöður: Meðalfjöldi (SF) einkenna síðasta sólarhringinn var 6,2 (2,5) en 9,0 (3,3) síðastliðna viku. Algengustu einkenni voru þreyta, verkir og slappleiki. Meðalstyrkur (SF) einkenna var 0,7 (0,4) síðasta sólarhringinn en 0,9 (0,5) síðastliðna viku á skalanum 0-3. Fjöldi einkenna, styrkur þeirra og heilsu/lífsgæðaskor var ekki tengt kyni eða tilvist annarra sjúkdóma. Fjöldi einkenna og styrkur einkenna minnkaði hins vegar með hækkandi aldri þótt heilsu/lífsgæðaskor væri óháð aldri. Fjöldi einkenna skýrði 25,8% af dreifingunni í heilsu/lífsgæðum þegar leiðrétt hafði verið fyrir aldri og kyni. Annað aðhvarfsgreiningarmódel, einnig leiðrétt fyrir aldri og kyni, sýndi að verkir, þreyta, svefnleysi og depurð skýrðu 33,6% af drefingunni í heilsu/lífsgæðum. iv Á L Y K T A N I R: Einkennamynd íslenskra krabbameinssjúklinga á ópíoíðum svipar til krabbameinssjúklinga í öðrum löndum. Fjöldi einkenna sem og verkir, og einkum þreyta, eru tengd skertum lífsgæðum. Á óvart kom að svefnleysi og depurð höfðu ekki marktæk áhrif í aðhvarfsgreiningarmódeli. Niðurstöðurnar benda til þess að hægt sé að stuðla að bættum lífsgæðum krabbameinssjúklinga með því að meta og meðhöndla krabbameinstengd einkenni.
 • The efficiency of acupuncture for nulliparas in actuating cervical ripening and spontaneous labour after 41 weeks (± 2 days) of normal pregnancy: Pilot study [M.S. Thesis]

  Helga Gottfreðsdóttir; Anna Sigríður Vernharðsdóttir (University of Sheffield, 2008-06)
  B A C K G R O U N D - Acupuncture is an ideal treatment alternative during pregnancy labour and birth as there are no severe side effects. Many studies report benefits of the use of acupuncture in actuating cervical ripening and spontaneous labour but its effectiveness needs to be assessed further. - O B J E C T I V E - This study serves as a pilot study for a future clinical trial that will evaluate the efficiency of acupuncture in actuating cervical ripening and spontaneous labour after 41 weeks (± 2 days) of normal pregnancy. - M E T H O D S - Healthy nulliparous women at 41 weeks (± 2 days) with a singleton normal pregnancy were randomized to either an acupuncture or control group. The control group received no treatment. The acupuncture group received one or two sessions of treatment: the first treatment at 41 weeks (±2 days) and the second at 41 weeks and 5 days (± 2 days), if they were not yet in spontaneous labour. Each acupuncture treatment consisted of four needles applied to the bilateral points Hegu (LI4) and Sanyinjiao (SP6). Cervical status was assessed using the modified Bishop score. The primary outcomes were: (1) the mean time from randomization to onset of the active phase of labour; (2) the incidences of medical inductions; and (3) ripening of the cervix from 41 weeks (± 2 days) to 41 weeks and 5 days (± 2 days). Secondary 10 outcomes included rates of Caesarean section, duration of labour and use of oxytocin during labour. As this was a pilot study, it was considered sufficient to have 16 participants in the study, eight in the acupuncture group and eight in the control group. - R E S U L T S - Sixteen women were randomized and completed the study procedure. No statistical difference in primary or secondary outcome was noted. - C O N C L U S I O N - As a pilot study, the sample size is small and no statistically significant results are presented. Data collection tools were reliable and no major practical difficulties were encountered. Some changes in the research plan for a future study are suggested. According to the study data, the intervention is probably of small effect size and therefore a large sample will be required to test the effectiveness of this intervention in a future clinical trial.
 • Cognitive development in adult children of Alzheimer’s patients : a neuropsychological reassessment: 7 year follow up [M.S. Thesis]

  Gade, Anders; Magnús Jóhannsson; Landspítali University Hospital, Psychiatric department (2008-08)
  Previous studies on first-degree relatives of Alzheimer’s disease (AD) patients have revealed a higher risk of developing dementia, and that subtle cognitive impairment can be detected before overt clinical signs appear using neuropsychological tests. Findings on children of AD patients are very scarce within the literature. The main aim of this study was to explore the cognitive development of adult children (AC) of AD patients in Icelandic pedigrees selected from an ongoing genetic research, over a seven-year period. The subjects were 83 AC (age range 46-74) with a family history of AD and a control group (NC) constituting 30 individuals (age range 48-73) without any known first-degree relative with dementia. Cognitive abilities were assessed using neuropsychological tests of orientation, verbal and non-verbal memory, abstract reasoning, language, concentration, mental speed, and visuo-spatial and constructional abilities. Participants with known central or peripheral nervous disorders were excluded from the study. Primary results revealed no statistical difference between the two groups on any of the neuropsychological tests from time 1 to time 2, over a seven year period. These findings place the onset of subtle cognitive impairments in adult children of AD patients after the age of 60 years. When comparing the AC group to 76 AD patients and 92 siblings of AD patients, participating in the genetic study, one AC had stronger resemblance to the AD group than other AC on the neuropsychological measures. Furthermore, 10% of the AC group had stronger resemblance to the siblings of AD patient in the neuropsychological measures than the rest of the group, indicating a possible trend within the AC group.
 • A measure of cognitive vulnerability : development and validation of the Anxiety Attitude and Belief Scale [PhD Thesis]

  Solveig E. Jónsdóttir (2008-07)
  The cognitive model of emotional disorders has inspired considerable research effort, much of it self-report and questionnaire-based. This methodological focus has been criticized on several grounds and poses a challenge for those attempting to index relevant cognitive constructs. The aim of the study described here is to further develop and validate the Anxiety Attitude and Belief Scale-Revised (AABS-R). The measure was designed to index attitudes and beliefs that may represent a cognitive vulnerability to anxiety problems. The development of the scale involved an emphasis on avoiding confounding with affect, thus averting some of the criticisms of self-report cognitive measures. First, construct validation through cognitive interviewing was undertaken. Four undergraduate students completed 53 questions on the AABS-R while thinking aloud. The ensuing verbal protocols were coded by a blind rater according to the specific cognitive processes participants engaged in. Results indicated that items generally tap into cognitive rather than affective processes. Subsequently, the reliability, psychometric properties and validity of the scale were investigated in an online anxiety disorder support group and student sample. Participants (N = 346) completed an online battery of tests, which included the AABS-R as well as criterion measures. Exploratory factor analyses suggested the existence of five factors, which index domains of theoretical interest. The final 33-item measure total and factor scores demonstrated adequate internal consistency. A correlational analysis was consistent with convergent, but only partly with the discriminant validity of the AABS-33. As predicted, the AABS-33 appears to be a reliable, valid and potentially clinically useful index of anxiety vulnerability, which may overcome the shortcomings of well-established anxiety measures. The findings are discussed within the broader literature on cognitive theory and its’ operationalization, ‘transdiagnostic processes’ and notions of validity.
 • Respiratory movement measuring instrument : reliability, reference values and clinical utility [PhD Thesis]

  María Ragnarsdóttir (University of Iceland, Faculty of Medicine, 2008)
  Löng hefð er fyrir notkun ýmissa aðferða til skoðunar á starfsemi öndunarfæra. Má þar nefna þreifingu, málbandsmælingu á ummáli brjóstkassa, röntgenmyndatöku og mælingar á rúmtaki lofts í lungum. Á síðustu áratugum hafa ýmsar aðferðir bæst í hópinn til dæmis aðferðir til að mæla styrk öndunarvöðva og öndunarhreyfingar. Tæki sem mælir öndunarhreyfingar efri og neðri hluta brjóstkassa og kviðar á báðum líkamshelmingum samtímis, auk öndunartíðni og takts hefur ekki verið þróað áður. Markmið rannsóknanna voru að þróa tæki til mælinga á öndunarhreyfingum og kanna áreiðanleika þess. Tækið, öndunarhreyfingamælirinn ÖHM-Andri, var hannað á heilbrigðistæknideild Landspítalans samkvæmt hugmynd höfundar. Ennfremur að safna viðmiðunargildum og kanna notagildi ÖHM-Andra í daglegu starfi sjúkraþálfara. Öndunarhreyfingar tveggja hópa heilbrigðra einstaklinga voru mældar með ÖHMAndra í þeim tilgangi að safna viðmiðunargildum og prófa áreiðanleika tækisins. Öndunarhreyfingar minnkuðu ekki marktækt með hækkandi aldri frá 21 til 69 ára. Eini munurinn á öndunarhreyfingum karla og kvenna var að karlar höfðu marktækt meiri kviðarhreyfingar við djúpa öndun. Viðmiðunargildi eru því gefin upp sér fyrir karla og konur. Sterk fylgni var milli öndunarhreyfinga sem mældar voru tvo daga í röð bæði í hvíldar- og djúpri öndun. Til að kanna notagildi ÖHM-Andra voru öndunarhreyfingar sjúklinga með hryggikt mældar. Einnig voru lungnarúmmál og öndunarhreyfingar mældar og röntgenmyndir af lungum metnar hjá hjartasjúklingunum fyrir skurðaðgerð og einni, 12 og 52 vikum eftir aðgerð. Hárifja öndunarhreyfingar hryggiktarsjúklinga voru marktækt minni en hjá heilbrigðum einstaklingum, sem hefði líklega ekki komið í ljós við hefðbundna mæliaðferð með málbandi. Hjartaskurðsjúklingarnir voru með marktækt skert lungnarúmtak, lágrifja- og kviðar hreyfingar og röntgenmyndir af lungum sýndu eitt eða fleiri óeðlileg einkenni viku eftir skurðaðgerð. Kviðarhreyfingar voru enn marktækt skertar 12 vikum eftir aðgerð, en hárifja hreyfingar voru auknar. Ári eftir hjartaskurðaðgerð höfðu kviðarhreyfingar enn ekki náð sama hreyfiferli og fyrir skurðaðgerð, en hárifja hreyfingar voru marktækt auknar. Sjúklingum sem fóru í hjartaskurðaðgerð var skipt í tvo hópa. Median-haki var notaður í skurðaðgerðinni hjá öðrum hópnum (Median-hópur), en hjá hinum bæði Median- og Internal Mammary Artery-haki (IMA-hópur). Tólf vikum eftir skurðaðgerð voru kviðarhreyfingar marktækt minni hjá IMA-hópnum. Fyrir skurðaðgerð voru kviðarhreyfingar beggja hópa samhverfar, 12 vikum síðar voru þær ósamhverfar hjá IMA-hópnum, en samhverfar hjá báðum hópum ári eftir skurðaðgerð. Ári eftir hjartaskurðaðgerð voru kviðarhreyfingar hjá IMA-hópnum enn marktækt minni en fyrir aðgerð. ÖHM-Andri er áreiðanlegt tæki og auðvelt í notkun við daglega vinnu til mælinga á öndunarhreyfingum og munstri öndunarhreyfinga.
 • ADHD and its relationship to comorbidity and gender [PhD Thesis]

  Sólveig Jónsdóttir; Rijksuniversiteit Groningen, Groningen, The Netherlands (ÍslandsprentRijksuniversiteit Groningen, Groningen, The Netherlands, 2006)
  Athyglisbrestur með ofvirkni (attention-deficit/hyperactivity disorder, ADHD) er algengasta taugageðröskun barna og unglinga og greinist hjá um helmingi þeirra sem leita á barna- og unglingageðdeildir. Röskun þessi hefur neikvæð áhrif á fjölskyldulíf barna, námsárangur þeirra, starfshæfni og samskiptahæfileika. Einkenna gætir í mörgum tilfellum fram á fullorðinsár. Helstu einkenni röskunarinnar hjá börnum eru skert athygli, hreyfiofvirkni og hvatvísi. Orsakir eru enn óþekktar, en taugasálfræðilegar kenningar hafa verið settar fram um að ADHD einkennist helst af skertri stjórnunarfærni (executive function, EF). Greining á ADHD byggist yfirleitt á lýsingu foreldra og kennara á hegðun barnsins. Einnig er oftast stuðst við greindarpróf og/eða taugasálfræðileg próf. Mörgum spurningum er enn ósvarað hvað varðar fylgni ADHD við aðrar geð- og þroskaraskanir, kynjamun, taugasálfræðilega veikleika, greiningaraðferðir og meðferð.
 • Studies on child and adolescent mental health in Iceland [PhD Thesis]

  Helga Hannesdóttir (Turku : Turun Yliopiston, 2002)
  Epidemiology investigates the distribution of disease / physiological function in human populations and related factors (Lilienfeld 1976). The field of child psychiatric epidemiology has existed for over 42 years but for many years lacked generally accepted definitions of the various child disorders needed for epidemiological studies. Child psychiatric epidemiologic studies create a framework for the development of academic standards, the facilitation of research and monitoring of training. This information is important in order to be able to plan a national mental health program for children in Iceland and to increase the interest of the academic medical community in child and adolescent psychiatry. The first study in Iceland on the epidemiology of child mental health was undertaken in Reykjavík (Björnsson, 1974). The results of that study showed that the percentage of severely mentally disordered children ranged from 11.8%-30.8%, depending on their syndromes. No significant gender effects were found. Iceland is a Nordic country with a child population ages 0-18 of 82.188 (December 2000). This collection of papers has been compiled at a time of accelerating change for those working in the field of child mental health. No earlier studies on the prevalence of child psychiatric symptoms in the general population of the whole country has been carried out before. There has been little research in child and adolescent psychiatry and communication has mainly been within and between teams rather than with similarly trained colleagues. The taxonomy and methods of assessment have improved dramatically in the past decade (1990-2000) thus providing a possibility to study the prevalence of child and adolescent psychiatric symptoms in a valid and reliable way.
 • Use of antimicrobials and carriage of penicillin-resistant pneumococci in children : repeated cross-sectional studies covering 10 years [PhD Thesis]

  Vilhjálmur Ari Arason (Háskólaútgáfan, 2006-10-01)
  Tilgangur: Að athuga notkun sýklalyfja meðal forskólabarna á Íslandi og meta hugsanlegt samband slíkrar notkunar við beratíðni penicillín ónæmra pneumókokka í nefkoki þeirra. Efniviður og aðferðir: Upplýsingar voru fengnar hjá foreldrum og úr sjúkraskrám heilsugæslustöðva um sýklalyfjaávísanir 2.612 barna á aldrinum 1-6 ára sem bjuggu á mismunandi stöðum á landinu. Úr þessum hóp voru teknar nefkoksræktanir frá 2.486 börnum. Gerðar voru þrjár þversniðsrannsóknir á sömu svæðum á 10 ára tímabili (I. hluti 1993, II. hluti 1998 og III. hluti 2003). Þátttökuhlutfall var frá 75 til 88%. Einnig var unnið úr upplýsingum apóteka sömu svæða varðandi 22.132 ávísanir á sýklalyf til inntöku (utan spítala) fyrir alla aldurshópa árið 1993 og 15.153 ávísanir árið 1998. Aðal mælibreytur: Tíðni penicillín ónæmra pnemókokka í nefkoki og áhættuþættir berasmits, heildarnotkun sýklalyfja, notkun þeirra vegna bráðrar miðeyrnabólgu (acute otitis media), væntingar foreldra og notkun hljóðhimnuröra. Niðurstöður: • Sýklalyfjaávísunum heimilislækna til barna fækkaði um 1/3 á rannsóknartímabilinu. Munur var á ávísanavenjum lækna milli svæða, sérstaklega varðandi meðferð við bráðri miðeyrnabólgu. • Fylgni var á milli væntinga foreldra til sýklalyfjanotkunar og ávísana lækna á sýklalyf til barna eftir búsetu. • Yfir 30% barna á Íslandi fá hljóðhimnurör á fyrstu 6 aldursárunum. Á svæðum þar sem sýklalyfjanotkunin var mikil var meiri notkun á breiðvirkum sýklalyfjum borið saman við hin iv svæðin og notkun röra í hljóðhimnur fór vaxandi (upp í 44% allra barna). Á öðrum stöðum, þar sem sýklalyfjanotkunin hafði minnkað, var röranotkunin komin mest niður í 17%. • Sterkt samband var á milli sýklalyfjanokunar einstaklinga og tíðni penicillín ónæmra pneumókokka í nefkoki þeirra. • Fjölónæmir (ónæmir fyrir mörgum tegundum sýklalyfja) og jafnframt penicillín ónæmir pneumókokkar af sermisgerð 6B (með sömu svipgerð og Spain6B-2 stofninn) fundust á svæðunum. Tíðni þeirra náði vissu hámarki en minnkaði síðan aftur eða að þeir hurfu með öllu á þessu 10 ára tímabili, bæði á svæðum þar sem sýklalyfjanotkunin var mikil og eins þar sem hún var lítil. Ályktanir: Sterkt samband ríkir á milli sýklalyfjanotkunar og tíðni penicillín ónæmra pneumókokka í nefkoki barna. Eftir sýklalyfjanotkun er barnið næmara fyrir utanaðkomandi smiti svo sem í leikskólum. Líklegt er að faraldsfræðileg dreifing nýrra ónæmra pneumókokkastofna skýri megin sveiflur í beratíðninni. Hugsanlega er samband á milli (of)notkunar sýklalyfja við bráðri miðeyrnabólgu og endurtekinna eyrnabólgusýkinga síðar meir og ísetningu hljóðhimnuröra