• Stofnfrumur - tækifæri eða tálsýn? [myndefni]

      Sveinn Guðmundsson; Ólafur E. Sigurjónsson (Landspítali - háskólasjúkrahús, 2011-01-14)
      Sveinn Guðmundsson, yfirlæknir Blóðbankans og Dr. Ólafur E. Sigurjónsson, forstöðumaður stofnfrumuvinnslu Blóðbankans og lektor við H.R. fjalla um hvað stofnfrumur eru og hvernig má nota þær, klínískar tilraunir og samstarfsverkefni við Blóðlækningadeild LSH. Sveinn ræðir um hverning þetta málefni horfir við almenningi og hvaða vonir og væntingar gera vart við sig þegar málefni um stofnfrumur ber á góma. Heilbrigðisyfirvöld þurfa framtíðarsýn á þessu sviði. Stofnfrumumeðferð opnar leið fyrir aðra framþróun í framtíðinni. - Lengd: 62 mínútur