• Heilbrigðistæknisvið Landspítala - háskólasjúkrahús [myndefni]

   Karólína Guðmundsdóttir; Jón Baldvin Halldórsson; Ásvaldur Kristjánsson (Landspítali - háskólasjúkrahús, 2005-02-02)
   Kynning á starfsemi Heilbrigðistæknisviðs. Sviðið skiptist í Verkfræði og ráðgjafadeild, Rannsókna- og þróunardeild og Heilbrigðistæknideild. - Þulur: Jón Baldvin Halldórsson og Margrét A. Ríkharðsdóttir - Handrit: Ásvaldur Kristjánsson- Myndgerð: Ásvaldur Kristjánsson - Lengd:12. mínútur og 32. sekúndur
  • Helstu einkenni og hjúkrunarþarfir sjúklinga í líknarþjónustu [myndefni]

   Bryndís Gestsdóttir (Landspítali - háskólasjúkrahús, 2010-10-13)
   Í fyrirlestri sínum kynnir Bryndís Gestsdóttir masterrannsókn sína. Rannsóknin er megindleg langtíma rannsókn með mælingu á þremur tímapunktum, við komu í líknarþjónstu, eftir 14 daga frá innlögn og við útskrift úr þjónustunni. Tilgangur rannsóknar var að fá lýsandi mynd af einkennum og hjúkrunarþörfum sjúklinga við innlögn í sérhæfða líknarþjónustu og kanna hvort breyting verði á einkennum og þörfum þann tíma sem sjúklingar voru í þjónustunni. Líknarmælitækið inter-RAI PC assessment tool var notað við gagnasöfnun. Helstu niðurstöður eru þær að sjúklingar í sérhæfðri líknarþjónustu höfðu mikla einkennabyrði og margvíslegar hjúkrunarþarfir. - Lengd: 34 mínútur
  • Hjúkrun sjúklinga í flýtibata :nýjung í hjúkrun aðgerðarsjúklinga [myndefni]

   Jóhanna Elísdóttir (Landspítali - háskólasjúkrahús, 2009-01-04)
   Jóhanna Elísdóttir, hjúkrunarfræðingur flytur fyrirlestur um hjúkrun sjúklinga í flýtibata. - Lengd: 40. mínútur
  • Hlutverk minninga og frásagna [myndefni]

   Sigrún Huld Þorgrímsdóttir (Landspítali - háskólasjúkrahús, 2009-02-18)
   Sigrún Huld Þorgrímsdóttir hjúkrunarfræðingur fjallar í fyrirlestri sínum um geðhjúkrun aldraðra og notkun minningarvinnu sem hjálpartæki til að sinna andlegum þáttum í heilsufari aldraðra. - Lengd: 49 Mínútur
  • Hlutverk staðlaðs hjúkrunarfagmáls til að endurspegla hjúkrun og styðja við þekkingarvinnu hjúkrunarfræðinga [myndefni]

   Ásta Thoroddsen (Landspítali - háskólasjúkarhús, 2011-01-26)
   Markmið rannsóknarinnar var að kanna notagildi, innihald, nákvæmni, umfang og samkvæmni gagna í hjúkrun sem skráð eru með stöðluðu fagmáli í sjúkraskrár. Ályktað er að bæta megi klíníska skráningu á vettvangi þegar uppbygging hjúkrunarferlisins er notuð ásamt stöðluðu hjúkrunarfagmáli og þekkingu komið á framfæri með upplýsingatækni til að styðja við klíníska ákvarðanatöku í hjúkrun. Auka þarf vitund meðal hjúkrunarfræðinga um mikilvægi gæða og nákvæmni í hjúkrunarskráningu og að skráningin endurspegli raunverulegt ástand sjúklinga - Lengd: 53 Mínútur
  • Hvert stefnir í aðgengi að læknisfræðitímaritum? [myndefni]

   Reynir Tómas Geirsson; Sólveig Þorsteinsdóttir (Landspítali - háskólasjúkrahús, 2011-04-08)
   Í fyrirlestrum sínum fjalla Sólveig og Reynir um aðgang vísindamanna að vísindaefni
  • Jarðskjálftinn á Haiti [myndefni]

   Friðbjörn R. Sigurðsson (Landspítali - háskólasjúkarhús, 2010-05-14)
   Friðbjörn fór viku eftir skjálftann til Haiti og vann þar í fimm vikur á vegum Rauða krossins. Hér segir hann frá því hjálparstarfi sem unnið var að á Haití.
  • Kviðarholsspeglun um leggöng [myndefni]

   Kristín Jónsdóttir (Landspítali - háskólasjúkrahús, 2007-11-02)
   Kristín Jónsdóttir, sérfræðilæknir fallar í fyrirlestri sínum um kviðarholsspeglun um leggöng - Lengd:58 Mínútur
  • Kynstur ráðgjafarstofa : kynverund og hlutverk heilbrigðisstétta [myndefni]

   Jóna Ingibjörg Jónsdóttir (Landspítali - háskólasjúkrahús, 2010-01-20)
   Í fyrirlestri sínum fjallar Jóna Ingibjörg Jónsdóttir hjúkrunar- og kynfræðingur um kynheilbrigði, kynverund og hlutverk heilbrigðisstétta. Auk þess fjallar hún um ráðgjafaþjónustu sína, Kynstur ráðgjafarstofa. - Lengd 30 mínútur
  • Langvinn fótasár á Íslandi : algengi, orsakir og meðferð [myndefni]

   Guðbjörg Pálsdóttir (Landspítali - háskólasjúkrahús, 2010-02-03)
   Rannsókn á algengi, orsökum og meðferð langvinnra fótasára á Íslandi sýnir að algengi er með því lægsta sem þekkist. Dreifing orsakaþátta er svipuð því sem þekkist erlendis. Aðferðir við greiningu undirliggjandi orsakaþátta og meðferð er mjög breytileg. Þörf er á innleiðingu gagnreyndra starfshátta, bæði innan þjónustustiga og milli þjónustustiga. Á Landspítala hefur nú verið opnuð þverfagleg sáramiðstöð til greiningar og ráðgjafar við meðferð langvinnra sára, þar á meðal fótasára. Markmið Sáramiðstöðvar er bætt þjónusta við einstaklinga á með langvinn sár, meðal annars með innleiðingu gagnreyndra starfshátta í sárameðferð í íslensku heilbrigðiskerfi. - Lengd 46. mínútur
  • Leiðsögn í verklegu námi [myndefni]

   Margrét Sigmundsdóttir (Landspítali - háskólasjúkrahús, 2010-04-14)
   Margrét fjallar um rannsókn sem gerð var á hjúkrunarfræðingum á LSH, um mikilvægi leiðsagnar í verklegu námi hjúkrunarfræðinema og viðhorf hjúkrunarfræðinga. Í rannsókninni voru kannaðar hugmyndir þeirra um leiðbeinendahlutverkið, hvað telja þeir að felist í því að vera með nema, telja þeir sig hafa fengið nægilegan undirbúning undir hlutverkið og stuðning til þess? Helstu niðurstöður voru þær að hjúkrunarfræðingar á LSH eru almennt jákvæðir í garð nemenda og menntunar þeirra, telja að það sé gefandi að sinna nemum, áskorun og faglega hvetjandi, en jafnframt að talsverð ábyrgð felist í hlutverkinu, það sé tímafrekt og geti oft verið mjög erfitt. Einnig telja þeir að standa þurfi betur að undirbúningi undir það hlutverk að vera með nema. - Lengd 47. mínútur
  • Lífslokameðferð og meðferðarferli fyrir deyjandi [myndefni]

   Svandís Íris Hálfdánardóttir (Landspítali - háskólasjúkrahús, 2010-02-17)
   Í fyrirlestri sínum fjallar Svandís um lífslokameðferð og meðferðarferli fyrir deyjandi - Lengd 44. mínútur
  • Líknarmeðferð [myndefni]

   Kristín Lára Ólafsdóttir; Valgerður Sigurðardóttir (Landspítali - háskólasjúkrahús, 2010-01-21)
   Kynning á nýjum klínískum leiðbeiningum um ákvörðun meðferðar og meðferðarúrræði hjá sjúklingum með lífshættulega og/eða versnandi langvinna sjúkdóma. Kynninguna annast líknarráðgjafateymi Landspítala, Kristín Lára Ólafsdóttir og Valgerður Sigurðardóttir - Lengd: 63 mínútur
  • Meðferð geðsjúkra á Kleppi 1907 - 1957 [myndefni]

   Óttar Guðmundsson (Landspítali - háskólasjúkrahús, 2007-09-14)
   Í þessum fyrirlestri fjallar Óttar Guðmundsson geðlæknir um meðferð geðsjúkra á Kleppi árin 1907 - 1957 - Lengd: 1. klst og 17. mínútur.
  • Meðfætt þindarslit [myndefni]

   Jón Hilmar Friðriksson (Landspítali - háskólasjúkrahús, 2007-09-28)
   Jón Hilmar Friðriksson nýburalæknir fjallar í fyrirlestri sínum um meðfætt þindarslit - Lengd: 57 mínútur
  • Mundu að ég er enn á lífi : reynsla af því að lifa með ólæknandi, lífsógnandi sjúkdóm og hvað hefur jákvæð og neikvæð áhrif á lífsgæðin [myndefni]

   Kristín S. Bjarnadóttir (Landspítali - háskólasjúkrahús, 2008-10-08)
   Í þessum fyrirlestri fjallar Kristín S. Bjarnadóttir hjúkrunarfræðingur um líknandi meðferð. - Lengd: 46 mínútur
  • Nóruveirusýkingar, smitleiðir og varnir [myndefni]

   Ásdís Elfarsdóttir; Landspítali - háskólasjúkrahús (2009-01-21)
   Ásdís Elfarsdóttir fjallar í fyrirlestri sínum um nóróveirusýkingar, smitleiðir og varnir. - Lengd: 49 Mínútur
  • Rannsóknir á einhverfu á Íslandi [myndefni]

   Evald Sæmundsen (Landspítali - háskólasjúkrahús, 2008-02-08)
   Í þessum fyrirlestri fjallar Evald Sæmundsen sálfræðingur um rannsóknir á einhverfu á Íslandi. - Lengd: 55 mínútur
  • Samfella í lyfjameðferð aldraðra sjúklinga sem útskrifuðust af LSH [myndefni]

   Ásdís María Franklín (Landspítali - háskólasjúkrahús, 2007-11-23)
   Í þessum fyrirlestri kynnir Ásdís María Franklín niðurstöður úr lokaverkefni sínu : Samfella í lyfjameðferð aldraðra sjúklinga sem útskrifuðust af LSH - Lengd: 54 mínútur
  • Samþykki fyrirlesara [eyðublað]

   Landspítali - háskólasjúkrahús (Landspítali - háskólasjúkrahús, 2008-09-01)
   Samþykki fyrirlesara. Samþykkiseyðublað fyrir vefvarpsupptökur.