• Líknarmeðferð [myndefni]

   Kristín Lára Ólafsdóttir; Valgerður Sigurðardóttir (Landspítali - háskólasjúkrahús, 2010-01-21)
   Kynning á nýjum klínískum leiðbeiningum um ákvörðun meðferðar og meðferðarúrræði hjá sjúklingum með lífshættulega og/eða versnandi langvinna sjúkdóma. Kynninguna annast líknarráðgjafateymi Landspítala, Kristín Lára Ólafsdóttir og Valgerður Sigurðardóttir - Lengd: 63 mínútur
  • Meðferð geðsjúkra á Kleppi 1907 - 1957 [myndefni]

   Óttar Guðmundsson (Landspítali - háskólasjúkrahús, 2007-09-14)
   Í þessum fyrirlestri fjallar Óttar Guðmundsson geðlæknir um meðferð geðsjúkra á Kleppi árin 1907 - 1957 - Lengd: 1. klst og 17. mínútur.
  • Meðfætt þindarslit [myndefni]

   Jón Hilmar Friðriksson (Landspítali - háskólasjúkrahús, 2007-09-28)
   Jón Hilmar Friðriksson nýburalæknir fjallar í fyrirlestri sínum um meðfætt þindarslit - Lengd: 57 mínútur
  • Mundu að ég er enn á lífi : reynsla af því að lifa með ólæknandi, lífsógnandi sjúkdóm og hvað hefur jákvæð og neikvæð áhrif á lífsgæðin [myndefni]

   Kristín S. Bjarnadóttir (Landspítali - háskólasjúkrahús, 2008-10-08)
   Í þessum fyrirlestri fjallar Kristín S. Bjarnadóttir hjúkrunarfræðingur um líknandi meðferð. - Lengd: 46 mínútur
  • Nóruveirusýkingar, smitleiðir og varnir [myndefni]

   Ásdís Elfarsdóttir; Landspítali - háskólasjúkrahús (2009-01-21)
   Ásdís Elfarsdóttir fjallar í fyrirlestri sínum um nóróveirusýkingar, smitleiðir og varnir. - Lengd: 49 Mínútur
  • Rannsóknir á einhverfu á Íslandi [myndefni]

   Evald Sæmundsen (Landspítali - háskólasjúkrahús, 2008-02-08)
   Í þessum fyrirlestri fjallar Evald Sæmundsen sálfræðingur um rannsóknir á einhverfu á Íslandi. - Lengd: 55 mínútur
  • Samfella í lyfjameðferð aldraðra sjúklinga sem útskrifuðust af LSH [myndefni]

   Ásdís María Franklín (Landspítali - háskólasjúkrahús, 2007-11-23)
   Í þessum fyrirlestri kynnir Ásdís María Franklín niðurstöður úr lokaverkefni sínu : Samfella í lyfjameðferð aldraðra sjúklinga sem útskrifuðust af LSH - Lengd: 54 mínútur
  • Samþykki fyrirlesara [eyðublað]

   Landspítali - háskólasjúkrahús (Landspítali - háskólasjúkrahús, 2008-09-01)
   Samþykki fyrirlesara. Samþykkiseyðublað fyrir vefvarpsupptökur.
  • Segulómun af hjarta [myndefni]

   Maríanna Garðarsdóttir (Landspítali - háskólasjúkrahús, 2007-10-05)
   Maríanna Garðarsdóttir röntgenlæknir fjallar í fyrirlestri sínum um segulómun af hjarta. Fjallað er stuttlega um sögu segulómunar af hjarta, helstu ábendingar og frábendingar og fjallað nánar um algengustu rannsóknina, þar sem leitað er að hjartadrepi. Síðar eru sýndar myndir af ýmsum sjúkdómum og fjallað um mismunagreiningar. - Lengd: 51 mínúta
  • Skaðsemi hreyfingarleysis [myndefni]

   Ólöf Ragna Ámundadóttir (Landspítali - háskólasjúkarhús, 2010-02-04)
   Fjallað er um ávinning reglubundinnar hreyfingar, skaðsemi hreyfingarleysis. Sagt frá áhrifum hreyfinga á fólk með ýmsa sjúkdóma auk þess sem Ólöf talar um daglega hreyfingu á deildum. - Lengd: 35 mínútur
  • Stofnfrumur - tækifæri eða tálsýn? [myndefni]

   Sveinn Guðmundsson; Ólafur E. Sigurjónsson (Landspítali - háskólasjúkrahús, 2011-01-14)
   Sveinn Guðmundsson, yfirlæknir Blóðbankans og Dr. Ólafur E. Sigurjónsson, forstöðumaður stofnfrumuvinnslu Blóðbankans og lektor við H.R. fjalla um hvað stofnfrumur eru og hvernig má nota þær, klínískar tilraunir og samstarfsverkefni við Blóðlækningadeild LSH. Sveinn ræðir um hverning þetta málefni horfir við almenningi og hvaða vonir og væntingar gera vart við sig þegar málefni um stofnfrumur ber á góma. Heilbrigðisyfirvöld þurfa framtíðarsýn á þessu sviði. Stofnfrumumeðferð opnar leið fyrir aðra framþróun í framtíðinni. - Lengd: 62 mínútur
  • Streita, kvíði og þunglyndi : áhættuþættir hjartasjúkdóma? [myndefni]

   Haukur Sigurðsson (Landspítali - háskólasjúkrahús, 2008-02-27)
   Haukur Sigurðsson sálfræðingur fjallar í fyrirlestri sínum um streitu, kvíða og þunglyndi, sem áhættuþætti hjartasjúkdóma? -Lengd: 57 mínútur
  • Umgengni við miðlæga bláæðaleggi (CVK) [myndefni]

   Ingunn Steingrímsdóttir (Landspítali - háskólasjúkrahús, 2007-10-10)
   Kynning á nýjum leiðbeiningum í gæðahandbók sýkingavarnadeildar - Lengd: 54 Mínútur 34 sekúndur
  • Vitleysingar og þjóðin : fordómar á liðinni öld [myndefni]

   Óttar Guðmundsson (Landspítali - háskólasjúkrahús, 2009-10-02)
   Óttar Guðmundsson geðlæknir flytur erindi sem hann nefnir „Vitleysingar og þjóðin. Fordómar á liðinni öld“. Saga Kleppspítalans og geðlækningar þess tíma er rakin í fyrirlestrinum. - Lengd 54. mínútur
  • VON : félag til styrktar skjólstæðingum á gjörgæsludeild LSH í Fossvogi

   Sesselja H. Friðþjófsdóttir (Landspítali - háskólasjúkrahús, 2009-11-25)
   Sesselja H. Friðþjófsdóttir, hjúkrunarfræðingur kynnir í fyrirlestri sínum styrktarfélagið VON sem stofnað var af hjúkrunarfræðingum gjörgæsludeildar LSH í Fossvogi sumarið 2007.
  • Vökudeild Barnaspítala Hringsins [myndefni]

   Ragnheiður Sigurðardóttir; Jón Baldvin Halldórsson; Ásvaldur Kristjánsson (Landspítali - háskólasjúkrahús, 2006)
   Kynning á starfseminni Vökudeildar, ásamt sögu nýburalækninga, í tilefni að 30 ára afmælis deildarinnar þann 2. feb. 2006 - Handrit: Ragnheiður Sigurðardóttir - Þulur: Jón Baldvin Halldórsson - Myndgerð: Ásvaldur Kristjánsson - Lengd: 10 mínútur og 14 sekúndur.
  • Þegar geðlæknar vildu vera taugalæknar (og vilja það kannski enn) [myndefni]

   Sigurjón Stefánsson (Landspítali - háskólasjúkrahús, 2010-10-08)
   Sigurjón fjallar í fyrirlestri sínum um söguleg tengsl geðlæknisfræðinnar og taugalæknisfræðinnar. - Lengd: 47 mínútur
  • Þindarraförvun [myndefni]

   Páll E. Ingvarsson (Landspítali - háskólasjúkrahús, 2008-02-22)
   Í fyrirlestri sínum fjallar Páll E. Ingvarsson læknir um raförvun sem er ný aðferð til að meðhöndla langtíma öndunarbilun við „himinháa“ hálsmænuskaða og MND. -- Raförvun er beitt á valda staði á þindarvöðva beggja vegna með rafskautum sem eru fest neðan frá í þindina í gegnum kviðsjá („laparoscopiu“).--Lengd: 45 mínútur
  • Þrýstingssár, algengi, áhættumat og forvarnir [myndefni]

   Guðrún Sigurjónsdóttir (Landspítali - háskólasjúkrahús, 2009-10-30)
   Í fyrirlestri sínum fjallar Guðrún um þrýstingssár, algengi, áhættumat og forvarnir. Þrýstingssár eru staðbundin vefjaskemmd í húð og/eða undirliggjandi vef, sem orsakast af þrýstingi, núningi, togi eða samblandi af öllu þessu, en þrýstingssár myndast oftast yfir útstæðum beinum og eru stiguð eftir alvarleika vefjaskemmdar. - Lengd 40. mínútur