Recent Submissions

 • Hvert stefnir í aðgengi að læknisfræðitímaritum? [myndefni]

  Reynir Tómas Geirsson; Sólveig Þorsteinsdóttir (Landspítali - háskólasjúkrahús, 2011-04-08)
  Í fyrirlestrum sínum fjalla Sólveig og Reynir um aðgang vísindamanna að vísindaefni
 • Hjúkrun sjúklinga í flýtibata :nýjung í hjúkrun aðgerðarsjúklinga [myndefni]

  Jóhanna Elísdóttir (Landspítali - háskólasjúkrahús, 2009-01-04)
  Jóhanna Elísdóttir, hjúkrunarfræðingur flytur fyrirlestur um hjúkrun sjúklinga í flýtibata. - Lengd: 40. mínútur
 • Líknarmeðferð [myndefni]

  Kristín Lára Ólafsdóttir; Valgerður Sigurðardóttir (Landspítali - háskólasjúkrahús, 2010-01-21)
  Kynning á nýjum klínískum leiðbeiningum um ákvörðun meðferðar og meðferðarúrræði hjá sjúklingum með lífshættulega og/eða versnandi langvinna sjúkdóma. Kynninguna annast líknarráðgjafateymi Landspítala, Kristín Lára Ólafsdóttir og Valgerður Sigurðardóttir - Lengd: 63 mínútur
 • Jarðskjálftinn á Haiti [myndefni]

  Friðbjörn R. Sigurðsson (Landspítali - háskólasjúkarhús, 2010-05-14)
  Friðbjörn fór viku eftir skjálftann til Haiti og vann þar í fimm vikur á vegum Rauða krossins. Hér segir hann frá því hjálparstarfi sem unnið var að á Haití.
 • Leiðsögn í verklegu námi [myndefni]

  Margrét Sigmundsdóttir (Landspítali - háskólasjúkrahús, 2010-04-14)
  Margrét fjallar um rannsókn sem gerð var á hjúkrunarfræðingum á LSH, um mikilvægi leiðsagnar í verklegu námi hjúkrunarfræðinema og viðhorf hjúkrunarfræðinga. Í rannsókninni voru kannaðar hugmyndir þeirra um leiðbeinendahlutverkið, hvað telja þeir að felist í því að vera með nema, telja þeir sig hafa fengið nægilegan undirbúning undir hlutverkið og stuðning til þess? Helstu niðurstöður voru þær að hjúkrunarfræðingar á LSH eru almennt jákvæðir í garð nemenda og menntunar þeirra, telja að það sé gefandi að sinna nemum, áskorun og faglega hvetjandi, en jafnframt að talsverð ábyrgð felist í hlutverkinu, það sé tímafrekt og geti oft verið mjög erfitt. Einnig telja þeir að standa þurfi betur að undirbúningi undir það hlutverk að vera með nema. - Lengd 47. mínútur
 • Vitleysingar og þjóðin : fordómar á liðinni öld [myndefni]

  Óttar Guðmundsson (Landspítali - háskólasjúkrahús, 2009-10-02)
  Óttar Guðmundsson geðlæknir flytur erindi sem hann nefnir „Vitleysingar og þjóðin. Fordómar á liðinni öld“. Saga Kleppspítalans og geðlækningar þess tíma er rakin í fyrirlestrinum. - Lengd 54. mínútur
 • Færni við athafnir daglegs lífs (ADL) [myndefni]

  Pálmi V. Jónsson (Landspítali - háskólasjúkrahús, 2009-03-27)
  Pálmi fjallar í fyrirlestri sínu um ADL meðferðarleiðbeiningar, en um er að ræða vandaðar, praktiskar og nýlegar leiðbeiningar frá 2008 um helstu atriði við meðferð aldraðra og tengjast niðurstöðum RAI mats. - Lengd 45. mínútur
 • VON : félag til styrktar skjólstæðingum á gjörgæsludeild LSH í Fossvogi

  Sesselja H. Friðþjófsdóttir (Landspítali - háskólasjúkrahús, 2009-11-25)
  Sesselja H. Friðþjófsdóttir, hjúkrunarfræðingur kynnir í fyrirlestri sínum styrktarfélagið VON sem stofnað var af hjúkrunarfræðingum gjörgæsludeildar LSH í Fossvogi sumarið 2007.
 • Þrýstingssár, algengi, áhættumat og forvarnir [myndefni]

  Guðrún Sigurjónsdóttir (Landspítali - háskólasjúkrahús, 2009-10-30)
  Í fyrirlestri sínum fjallar Guðrún um þrýstingssár, algengi, áhættumat og forvarnir. Þrýstingssár eru staðbundin vefjaskemmd í húð og/eða undirliggjandi vef, sem orsakast af þrýstingi, núningi, togi eða samblandi af öllu þessu, en þrýstingssár myndast oftast yfir útstæðum beinum og eru stiguð eftir alvarleika vefjaskemmdar. - Lengd 40. mínútur
 • Kynstur ráðgjafarstofa : kynverund og hlutverk heilbrigðisstétta [myndefni]

  Jóna Ingibjörg Jónsdóttir (Landspítali - háskólasjúkrahús, 2010-01-20)
  Í fyrirlestri sínum fjallar Jóna Ingibjörg Jónsdóttir hjúkrunar- og kynfræðingur um kynheilbrigði, kynverund og hlutverk heilbrigðisstétta. Auk þess fjallar hún um ráðgjafaþjónustu sína, Kynstur ráðgjafarstofa. - Lengd 30 mínútur
 • Langvinn fótasár á Íslandi : algengi, orsakir og meðferð [myndefni]

  Guðbjörg Pálsdóttir (Landspítali - háskólasjúkrahús, 2010-02-03)
  Rannsókn á algengi, orsökum og meðferð langvinnra fótasára á Íslandi sýnir að algengi er með því lægsta sem þekkist. Dreifing orsakaþátta er svipuð því sem þekkist erlendis. Aðferðir við greiningu undirliggjandi orsakaþátta og meðferð er mjög breytileg. Þörf er á innleiðingu gagnreyndra starfshátta, bæði innan þjónustustiga og milli þjónustustiga. Á Landspítala hefur nú verið opnuð þverfagleg sáramiðstöð til greiningar og ráðgjafar við meðferð langvinnra sára, þar á meðal fótasára. Markmið Sáramiðstöðvar er bætt þjónusta við einstaklinga á með langvinn sár, meðal annars með innleiðingu gagnreyndra starfshátta í sárameðferð í íslensku heilbrigðiskerfi. - Lengd 46. mínútur
 • Stofnfrumur - tækifæri eða tálsýn? [myndefni]

  Sveinn Guðmundsson; Ólafur E. Sigurjónsson (Landspítali - háskólasjúkrahús, 2011-01-14)
  Sveinn Guðmundsson, yfirlæknir Blóðbankans og Dr. Ólafur E. Sigurjónsson, forstöðumaður stofnfrumuvinnslu Blóðbankans og lektor við H.R. fjalla um hvað stofnfrumur eru og hvernig má nota þær, klínískar tilraunir og samstarfsverkefni við Blóðlækningadeild LSH. Sveinn ræðir um hverning þetta málefni horfir við almenningi og hvaða vonir og væntingar gera vart við sig þegar málefni um stofnfrumur ber á góma. Heilbrigðisyfirvöld þurfa framtíðarsýn á þessu sviði. Stofnfrumumeðferð opnar leið fyrir aðra framþróun í framtíðinni. - Lengd: 62 mínútur
 • Lífslokameðferð og meðferðarferli fyrir deyjandi [myndefni]

  Svandís Íris Hálfdánardóttir (Landspítali - háskólasjúkrahús, 2010-02-17)
  Í fyrirlestri sínum fjallar Svandís um lífslokameðferð og meðferðarferli fyrir deyjandi - Lengd 44. mínútur
 • Helstu einkenni og hjúkrunarþarfir sjúklinga í líknarþjónustu [myndefni]

  Bryndís Gestsdóttir (Landspítali - háskólasjúkrahús, 2010-10-13)
  Í fyrirlestri sínum kynnir Bryndís Gestsdóttir masterrannsókn sína. Rannsóknin er megindleg langtíma rannsókn með mælingu á þremur tímapunktum, við komu í líknarþjónstu, eftir 14 daga frá innlögn og við útskrift úr þjónustunni. Tilgangur rannsóknar var að fá lýsandi mynd af einkennum og hjúkrunarþörfum sjúklinga við innlögn í sérhæfða líknarþjónustu og kanna hvort breyting verði á einkennum og þörfum þann tíma sem sjúklingar voru í þjónustunni. Líknarmælitækið inter-RAI PC assessment tool var notað við gagnasöfnun. Helstu niðurstöður eru þær að sjúklingar í sérhæfðri líknarþjónustu höfðu mikla einkennabyrði og margvíslegar hjúkrunarþarfir. - Lengd: 34 mínútur
 • Þegar geðlæknar vildu vera taugalæknar (og vilja það kannski enn) [myndefni]

  Sigurjón Stefánsson (Landspítali - háskólasjúkrahús, 2010-10-08)
  Sigurjón fjallar í fyrirlestri sínum um söguleg tengsl geðlæknisfræðinnar og taugalæknisfræðinnar. - Lengd: 47 mínútur
 • Fjölskylduhjúkrun : meðferðarrannsókn á LSH, framtíðarsýn [myndefni]

  Bryndís Halldórsdóttir (Landspítali - háskólasjúkarhús, 2010-11-24)
  Í fyrirlestri sínum fjallar Bryndís Halldórsdóttir hjúkrunarfræðingur um fjölskylduhjúkrun - Lengd: 37 mínútur
 • Skaðsemi hreyfingarleysis [myndefni]

  Ólöf Ragna Ámundadóttir (Landspítali - háskólasjúkarhús, 2010-02-04)
  Fjallað er um ávinning reglubundinnar hreyfingar, skaðsemi hreyfingarleysis. Sagt frá áhrifum hreyfinga á fólk með ýmsa sjúkdóma auk þess sem Ólöf talar um daglega hreyfingu á deildum. - Lengd: 35 mínútur
 • Hlutverk staðlaðs hjúkrunarfagmáls til að endurspegla hjúkrun og styðja við þekkingarvinnu hjúkrunarfræðinga [myndefni]

  Ásta Thoroddsen (Landspítali - háskólasjúkarhús, 2011-01-26)
  Markmið rannsóknarinnar var að kanna notagildi, innihald, nákvæmni, umfang og samkvæmni gagna í hjúkrun sem skráð eru með stöðluðu fagmáli í sjúkraskrár. Ályktað er að bæta megi klíníska skráningu á vettvangi þegar uppbygging hjúkrunarferlisins er notuð ásamt stöðluðu hjúkrunarfagmáli og þekkingu komið á framfæri með upplýsingatækni til að styðja við klíníska ákvarðanatöku í hjúkrun. Auka þarf vitund meðal hjúkrunarfræðinga um mikilvægi gæða og nákvæmni í hjúkrunarskráningu og að skráningin endurspegli raunverulegt ástand sjúklinga - Lengd: 53 Mínútur
 • Nóruveirusýkingar, smitleiðir og varnir [myndefni]

  Ásdís Elfarsdóttir; Landspítali - háskólasjúkrahús (2009-01-21)
  Ásdís Elfarsdóttir fjallar í fyrirlestri sínum um nóróveirusýkingar, smitleiðir og varnir. - Lengd: 49 Mínútur
 • Einkenni og lífsgæði íslenskra krabbameinssjúklinga á ópíoíðum [myndefni]

  Sigríður Zoéga (Landspítali - háskólasjúkrahús, 2009-01-28)
  Í fyrirlestri sínum fjallar Sigríður Zoéga hjúkrunarfræðingur um rannsókn sína til meistaragráðu í hjúkrunarfræði - - ÚTDRÁTTUR --Krabbameinssjúklingar finna fyrir mörgum einkennum sem hafa áhrif á lífsgæði þeirra. Í þessari lýsandi, þversniðs, fylgnirannsókn á 150 krabbameinssjúklingum á ópíoíðum, reyndist meðalfjöldi (SF) vera 9,0 (3,3) síðastliðna viku en meðalstyrkur einkenna 0,9 (0,5). Algengustu einkenni voru þreyta, verkir og slappleiki. Fjöldi einkenna skýrði 25,8% af dreifingunni í heilsu/lífsgæðum, leiðrétt fyrir aldri og kyni, en verkir, þreyta, svefnleysi og depurð skýrðu 33,6% af drefingunni í heilsu/lífsgæðum. Niðurstöðurnar eru að mestu í samræmi við það sem annarsstaðar hefur komið fram. Fjöldi einkenna sem og verkir og þreyta voru tengd skertum lífsgæðum. Niðurstöðurnar benda til þess að hægt sé að bæta lífsgæði krabbameinssjúklinga með því að meta og meðhöndla krabbameinstengd einkenni. ------ Lengd:27 mínútur

View more