Average rating
Cast your vote
You can rate an item by clicking the amount of stars they wish to award to this item.
When enough users have cast their vote on this item, the average rating will also be shown.
Star rating
Your vote was cast
Thank you for your feedback
Thank you for your feedback
Authors
Jónína S. JónasdóttirIssue Date
2004-11-01
Metadata
Show full item recordCitation
Ljósmæðrablaðið 2004, 82(2):28-33Abstract
Inngangur Ég var í verknámi á Sængurkvennagangi í 4 vikur s.l. sumar. Næstum því á hverri vakt voru þar einhverjar blóðsykursmælingar gerðar á nýburum. Það var miðað við ákveðin blóðsykursgildi og ef að þau voru metin of lág þá fengu börnin þurrmjólkurábót í því augnamiði að hækka blóðsykursstyrkinn. Ég spurði mig stundum, var þetta nauðsynlegt vegna heilsu barnsins eða vorum við að gera skaða. Enginn efast lengur um gildi fullrar brjóstamjólkurgjafar fyrir barnið og í náminu okkar var lögð rík áhersla á að koma í veg fyrir truflun í upphafi því að rannsóknir hafa sýnt að velgengni í upphafi hefur áhrif á lengd brjóstagjafar. Ég vildi ræða þetta við barnalækni sem var með nýburaskoðun á Sængurkvennagangi en eitthvað kom ég illa frá mér því sem ég ætlaði að segja, því hann sagði „það er greinilegt að þér er sama þó börnin skaðist vegna sykurskorts og eigi við námsörðugleika að stríða seinna meir. Veistu ekki að heilinn þarf sykur til þess að geta starfað“? Nú er mér alls ekki sama um hvernig börnunum reiðir af en var ekki nægilega vel að mér til að rökstyðja hvorki eitt né neitt og svara honum. Ég ákvað því að lesa mér til um blóðsykursmælingar og hypoglykemiu nýbura. Fyrst mun ég segja frá nokkrum dæmum þar sem nýburar fengu þurrmjólkurgjöf eftir að hafa mælst með of lágan blóðsykur stuttu eftir fæðingu. Síðan kemur fræðilegur kafli þar sem fjallað verður um aðlögun nýburans að blóðsykursstjórnun, við hvaða gildi á að miða, klínísk einkenni og áhrif hypoglykemiu á taugaþroska, áhættuhópa, skimanir og áhrif þeirra á brjóstagjöf og hlutverk ljósmóður í fyrirbyggingu hypoglykemiu.Description
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenAdditional Links
http://www.ljosmodir.isCollections