Athugun á próffræðilegum eiginleikum Spurninga um styrk og vanda í hópi 5 ára barna á Íslandi
Average rating
Cast your vote
You can rate an item by clicking the amount of stars they wish to award to this item.
When enough users have cast their vote on this item, the average rating will also be shown.
Star rating
Your vote was cast
Thank you for your feedback
Thank you for your feedback
Authors
Agnes Huld HrafnsdóttirIssue Date
2006
Metadata
Show full item recordCitation
Sálfræðiritið 2006, 10-11:71-82Abstract
Í þessari rannsókn var spurningalistinn Spurningar um styrk og vanda (The Strengths and Difficulties Questionnaire) sem Robert Goodman (Goodman, 1997) hefur þróað og þýddur hefur verið á íslensku, lagður fyrir foreldra 318 fimm ára barna og leikskólakennara 272 þeirra í Reykjavík. Listanum er ætlað að meta hegðun, tilfinningalega líðan og félagshæfni barna og unglinga á aldrinum 4 til 16 ára. Rannsóknin var gerð í þeim tilgangi að athuga próffræðilega eiginleika íslenskrar útgáfu listans. Framkvæmd var leitandi þáttagreining á svörum foreldra og kennara og sýndu niðurstöður í báðum tilvikum fimm þætti (ofvirkni, hegðunarerfiðleikar, tilfinningavandi, vandi í samskiptum við jafnaldra og félagshæfni) sem voru að hluta til sambærilegir niðurstöðum erlendra rannsókna. Innri áreiðanleiki þáttanna var ófullnægjandi í flestum tilvikum, bæði hjá foreldrum (α=0,41 til 0,74) og kennurum (α=0,65 til 0,84). Fylgni á milli svara foreldra og kennara var frekar lág á öllum þáttunum fimm (r=0,17 til 0,38) sem þó er í samræmi við niðurstöður erlendra rannsókna. Niðurstöðurnar benda því til að próffræðilegir eiginleikar íslenskrar gerðar Spurninga um styrk og vanda séu ekki nægjanlega góðir í hópi fimm ára barna. Faglega var staðið að þýðingu listans hér á landi svo ólíklegt þykir að eiginleikar þýðingarinnar skýri niðurstöðurnar. Mögulega hefur aldur barnanna áhrif en engar erlendar rannsóknir eru til fyrir þennan aldurshóp sérstaklega. Rannsaka þarf próffræðilega eiginleika spurningalistans á Íslandi nánar í úrtökum með meiri aldursdreifingu.Description
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenAdditional Links
http://www.sal.isCollections