Tvíburafæðingar á Íslandi fyrr og nú : ljósmóðurskráning lykilatriði fyrir þjónusturýni og rannsóknir í ljósmóðurfræði
Average rating
Cast your vote
You can rate an item by clicking the amount of stars they wish to award to this item.
When enough users have cast their vote on this item, the average rating will also be shown.
Star rating
Your vote was cast
Thank you for your feedback
Thank you for your feedback
Issue Date
2003-12
Metadata
Show full item recordCitation
Ljósmæðrablaðið 2003; 81(1):16-27Abstract
Grein þessi byggir á af hluta af rannsóknarverkefni til meistaraprófs í ljósmóður- og hjúktunarfræði sem unnið var af Ingibjörgu Eiríksdóttur undir leiðsögn Hildar Harðardóttur, læknis og lektors við Læknadeild Háskóla Íslands og Ólafar Ástu Ólafsdóttur, lektors og námsstjóra í Ljósmóðurfræði. Rannsóknin er um tvíburameðgöngur og fæðingar á Landspítala- Háskólasjúkrahúsi þar sem útkoma með tilliti til heilsiifars mœðra og barna á 10 ára tímabili á árunum 1991-2000 var skoðuð út frá skráningu ljósmæðra og lækna í mœðra- og sjúkraskrám. Tilgangur rannsóknarinnar var að safna grunnupplýsingnm og skoða útkomu úr tvíburameðgöngum, legu tvíbura í móðurkviði og fæðingarhjálp með tilliti til heilsufars móður og barna. Þróaður var skráningarlisti fyrir söfnun gagna og unnið út frá gæðahugmynd urn þjónusturýni. Rannsóknarsnið var megindlegt og afturskyggnt og lýsandi tölfræði notuð til ad kanna tengsl milli breytna. Einnig var skoðuð skráning Þórunnar Ástríðar Björnsdóttur ljósmóður á 71 tvíburafæðingu á 30 ára tímabili, árin 1897-1929, sem kom út í bókinni Nokkrar sjúkrasögur úr fæðingabók sem hún gaf út árið 1929. Það eru mörg samtvinnuð atriði sem hafa áhrif á heilsufarsútkomu tvíburabarna og mæðra þeirra. Þar má nefna þróun tvíbura í móðurkviði, lífsmynstur mæðra, t. d. hvað varðar næringu og reykingar á meðgöngu, meðgöngulengd, eftirlit á meðgöngu og tegund fæðingar eða fæðingarmáta. Miklum grunnupplýsingum var safnað sem ekki hafa verið fyrir hendi á Íslandi um tvíburameðgöngur og fæðingar. Hægt er að nota þennan grunn til að þróa klínískar leiðbeiningar og til frekari rannsókna til að stuðla að sem bestri heilsufarsútkomu tvíburabarna og mæðra þeirra.Description
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)Additional Links
http://www.ljosmodir.isCollections