Þyngdaraukning á meðgöngu hjá konum í kjörþyngd fyrir þungun : áhrif á útkomu meðgöngu og heilsu móður
Average rating
Cast your vote
You can rate an item by clicking the amount of stars they wish to award to this item.
When enough users have cast their vote on this item, the average rating will also be shown.
Star rating
Your vote was cast
Thank you for your feedback
Thank you for your feedback
Authors
Jóhanna Eyrún TorfadóttirIssue Date
2002-11
Metadata
Show full item recordCitation
Ljósmæðrablaðið 2002; 80(2):25-8Abstract
Meðganga veldur í langflestum tilvikum þyngdaraukningu hjá hinni verðandi móður. Rannsóknir undanfarinna ára benda til að ráðleggingar um þyngdaraukningu á meðgöngu hafi verið of strangar m.t.t. hættu á offitu og fylgikvillum. Bandarískar ráðleggingarnar sem Institut of Medicine (IOM) setti árið 1990 mæla með þyngdaraukningu á bilinu 11.5 til 16.0 kg fyrir konur sem eru í kjörþyngd fyrir þungun. Á Íslandi var oft miðað við töluna 12.5 kg en það var meðalþyngdaraukning í skoskri rannsókn sem gerð var á árunum 1950-65. Þar sem ofþyngd og offita er vaxandi áhyggjuefhi, þá var gerð rannsókn á þyngd eftir meðgöngu á Íslandi, til að rannsaka líkur á ofþyngd eða offitu meðal kvenna sem voru í kjörþyngd fyrir þungun. Rannsóknin sýndi að 89% kvennanna höfðu náð kjörþyngd aftur einu og hálfu til tveimur árum eftir fæðingu, óháð hversu mikið þær þyngdust á sjálfri meðgöngunni (sem var allt að 24 kg).Description
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)Additional Links
www.ljosmaedrafelag.isCollections