Average rating
Cast your vote
You can rate an item by clicking the amount of stars they wish to award to this item.
When enough users have cast their vote on this item, the average rating will also be shown.
Star rating
Your vote was cast
Thank you for your feedback
Thank you for your feedback
Authors
Dagný ZoëgaIssue Date
2000-11
Metadata
Show full item recordCitation
Ljósmæðrablaðið 2000; 78(1):31-3Abstract
Í starfi mínu við mæðravernd hef ég oft fengið fyrirspurnir frá barnshafandi konum um Bogfrymilssótt (Toxoplasmosis) og margar verið kvíðnar vegna þess að þær hafi verið í nánum samvistum við ketti. Margar hafa jafnvel talið að þær yrðu að láta lóga dýrunum til að vera öruggar. Í niðurstöðum rannsóknar Cook, Gilbert, Buffolano og fl. (2000) kemur fram að mikilvægt sé að bæta gæði og samfellu í þeim upplýsingum sem konur fá um Bogfrymilssótt á meðgöngu. Ekki hefur verið gerð nein könnun á tíðni Toxoplasmasmits í íslensku þjóðinni, þótt skoðuð hafi verið tíðni sníkjudýra í sandkössum í Reykjavik (Heiðdís Smáradóttir og Karl Skírnisson, 1996). Það væri for-vitnilegt að skoða tíðni sjúkdómsins nánar hér á landi og þá sérstaklega hversu algengt er að konur taki smit á meðgöngu. Þess má geta að í Danmörku er öllum nýburum boðið upp á skimun fyrir Bogfrymilssótt um leið og tekið er blóð íPKU rannsókn (Petersen, E. og Lebech, M., 1998). Í nóvemberhefti „Tidsskrift for Jordemodre" 108. árg. 1998, birtist grein um Bogfrymilssótt eftir Eskild Petersen og Morten Lebech, lækna á Statens Serum Institut í Danmörku. Við gerð þessarar greinar hef ég að miklu leiti stuðst við grein þeirra en get annarra heimilda eftir því sem við á.Description
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)Additional Links
http://www.ljosmaedrafelag.isCollections