Gæði tannlæknisþjónustu á Íslandi : póstkönnun árið 2000 : erratum
dc.contributor.author | Guðjón Axelsson | |
dc.contributor.author | Elín Sigurgeirsdóttir | |
dc.contributor.author | Sigrún Helgadóttir | |
dc.date.accessioned | 2010-12-03T11:32:51Z | |
dc.date.available | 2010-12-03T11:32:51Z | |
dc.date.issued | 2003 | |
dc.date.submitted | 2010-12-03 | |
dc.identifier.citation | Tannlæknablaðið 2003, 21(1):46-50 | en |
dc.identifier.issn | 1018-7138 | |
dc.identifier.uri | http://hdl.handle.net/2336/117084 | |
dc.description | Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open) | en |
dc.description.abstract | Upplýsingar um viðhorf fólks til þjónustu tannlækna eru gagnlegar jafnt fyrir tannlækna sem heilbrigðisyfirvöld. Til þess að unnt sé að bæta þjónustuna er nauðsynlegt að vita hvað betur má fara. Í febrúar 1985 fór fram símakönnun á vegum Landlæknisembættisins á heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Valið var 1000 manns slembiúrtak úr þjóðskrá úr aldurshópnum 18-70 ára og var svarhlutfallið 83%. Spurt var meðal annars um mat þátttakenda á fyrirkomulagi og framkvæmd þeirrar tannlæknisþjónustu sem þeir höfðu notið síðastliðna þrjá mánuði. 63,2% töldu tannlæknisþjónustuna mjög góða, 27,5% góða, 2,9% sæmilega, 3,4% sögðu henni ábótavant og 1,7% mjög ábótavant. Hlutfall þeirra sem voru ánægðir með tannlæknisþjónustuna var því mjög hátt eða yfir 90% (1). Landlæknisembættið gerði svipaðar kannanir 1990 og 1995 en niðurstöður hafa ekki verið birtar. Árið 1984 var gerð könnun á slembiúrtaki ellilífeyrisþega sem voru annað hvort vistmenn á dvalarheimilum fyrir aldraða eða langlegusjúklingar á sjúkrahúsum í Reykjavik. Úrtaki og vali á úrtaki hefur þegar verið lýst (2). Spurt var m.a. um hvort þátttakendur væru ánægðir með þá tannlæknisþjónustu sem þeir höfðu fengið al. 5-10 ár og ef þeir voru það ekki, um ástæðu óánægjunnar. 79,6% þátttakenda, 81,1 % karla og 78,7% kvenna, voru ánægð með þá tannlæknisþjónustu sem þeir höfðu notið. Hlutfall þeirra sem voru ánægðir með tannlæknisþjónustuna var hærra (83,0%) hjá þeim sem voru áttræðir og eldri heldur en hjá þeim sem voru 65-79 ára (75,6%). Flestir þeirra sem voru óánægðir voru það vegna þess að þeir töldu tannlæknisþjónustuna of dýra. Árið 1985 var kannað viðhorf þeirra sem voru 18 ára, 35-44 ára og 65 ára og eldri til tannlæknisþjónustu sl. 10 ár (3) og 1995 var kannað viðhorf fólks í sjö aldurshópum 18 ára og eldri Íslendinga til tannlæknisþjónustu sl. 10 ára (4-10). Tilgangur könnunarinnar árið 2000 var að athuga 1) viðhorf fólks til þeirrar tannlæknisþjónustu sem það hafði fengið sl. 10 ár; 2) hvaða þættir höfðu áhrif á viðhorf þess; 3) hvaða þætti það var óánægt með; 4) hvort viðhorf folks til þjónustu tannlækna hafi breyst frá 1985. Könnunin er hluti af fjórða og síðasta áfanga stærra rannsóknarverkefnis, Breytingar á tannheilsu Íslendinga 1985-2000. | |
dc.language.iso | is | en |
dc.publisher | Tannlæknafélag Íslands | en |
dc.relation.url | http://www.tannsi.is | en |
dc.subject | Tannheilsa | en |
dc.subject | Tannlækningar | en |
dc.subject | Viðhorfskannanir | en |
dc.title | Gæði tannlæknisþjónustu á Íslandi : póstkönnun árið 2000 : erratum | is |
dc.type | Article | en |
dc.identifier.journal | Tannlæknablaðið | en |
refterms.dateFOA | 2018-09-12T10:43:55Z | |
html.description.abstract | Upplýsingar um viðhorf fólks til þjónustu tannlækna eru gagnlegar jafnt fyrir tannlækna sem heilbrigðisyfirvöld. Til þess að unnt sé að bæta þjónustuna er nauðsynlegt að vita hvað betur má fara. Í febrúar 1985 fór fram símakönnun á vegum Landlæknisembættisins á heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Valið var 1000 manns slembiúrtak úr þjóðskrá úr aldurshópnum 18-70 ára og var svarhlutfallið 83%. Spurt var meðal annars um mat þátttakenda á fyrirkomulagi og framkvæmd þeirrar tannlæknisþjónustu sem þeir höfðu notið síðastliðna þrjá mánuði. 63,2% töldu tannlæknisþjónustuna mjög góða, 27,5% góða, 2,9% sæmilega, 3,4% sögðu henni ábótavant og 1,7% mjög ábótavant. Hlutfall þeirra sem voru ánægðir með tannlæknisþjónustuna var því mjög hátt eða yfir 90% (1). Landlæknisembættið gerði svipaðar kannanir 1990 og 1995 en niðurstöður hafa ekki verið birtar. Árið 1984 var gerð könnun á slembiúrtaki ellilífeyrisþega sem voru annað hvort vistmenn á dvalarheimilum fyrir aldraða eða langlegusjúklingar á sjúkrahúsum í Reykjavik. Úrtaki og vali á úrtaki hefur þegar verið lýst (2). Spurt var m.a. um hvort þátttakendur væru ánægðir með þá tannlæknisþjónustu sem þeir höfðu fengið al. 5-10 ár og ef þeir voru það ekki, um ástæðu óánægjunnar. 79,6% þátttakenda, 81,1 % karla og 78,7% kvenna, voru ánægð með þá tannlæknisþjónustu sem þeir höfðu notið. Hlutfall þeirra sem voru ánægðir með tannlæknisþjónustuna var hærra (83,0%) hjá þeim sem voru áttræðir og eldri heldur en hjá þeim sem voru 65-79 ára (75,6%). Flestir þeirra sem voru óánægðir voru það vegna þess að þeir töldu tannlæknisþjónustuna of dýra. Árið 1985 var kannað viðhorf þeirra sem voru 18 ára, 35-44 ára og 65 ára og eldri til tannlæknisþjónustu sl. 10 ár (3) og 1995 var kannað viðhorf fólks í sjö aldurshópum 18 ára og eldri Íslendinga til tannlæknisþjónustu sl. 10 ára (4-10). Tilgangur könnunarinnar árið 2000 var að athuga 1) viðhorf fólks til þeirrar tannlæknisþjónustu sem það hafði fengið sl. 10 ár; 2) hvaða þættir höfðu áhrif á viðhorf þess; 3) hvaða þætti það var óánægt með; 4) hvort viðhorf folks til þjónustu tannlækna hafi breyst frá 1985. Könnunin er hluti af fjórða og síðasta áfanga stærra rannsóknarverkefnis, Breytingar á tannheilsu Íslendinga 1985-2000. |