Average rating
Cast your vote
You can rate an item by clicking the amount of stars they wish to award to this item.
When enough users have cast their vote on this item, the average rating will also be shown.
Star rating
Your vote was cast
Thank you for your feedback
Thank you for your feedback
Issue Date
2002
Metadata
Show full item recordCitation
Tannlæknablaðið 2002, 20(1):45-7Abstract
Tannheilsudeild heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins hefur staðið fyrir tannfræðslu í grunnskólum frá því árið 1988. Tannfræðslan hefur farið fram með þeim hætti að tannfræðingar kynna fræðsluefni í grunnskólum. Eru það að jafnaði sömu tannfræðingar sem sinna tilteknum svæðum ár eftir ár. Öll skipulagning og hönnun á fjölbreyttu kennsluefni fyrir ólíka aldurshópa hefur farið fram hjá tannheilsudeild HTR. Með því hefur verið tryggt að öll fræðsla er sambærileg. Stefnt hefur verið að því að hvert barn fengi að jafnaði tannfræðslu annað hvert ár. Helstu þættir í þessari fræðslu eru; form og uppbygging tanna, hlutverk tanna, tannskiptin, tannskemmdir, glerungseyðing, tannholdsbólga, góðar og slæmar matarvenjur, munnhirða og heilbrigðar tennur. Á vorönn 2002 var ákveðið að gera kannanir samhliða tannfræðslu tannfræðinga í grunnskólum. Markmið þeirra var að skoða ýmsar daglegar venjur hjá börnunum er varða tannvernd og jafnframt þekkingu þeirra á því efni sem gert var skil í tannfræðslunni. Annað markmið var að auka áhuga og athygli nemenda á efninu sem kynnt var. Þrenns konar spurningablöð voru gerð fyrir mismunandi aldurshópa. Yngstu börnin (6-8 ára) svöruðu með handauppréttingu, en eldri börnin merktu við á svarblöð.Description
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)Additional Links
http://www.tannsi.isCollections