Með flótta fær enginn sigur : reynsla erlendra hjúkrunarfræðinga af starfi á sjúkrahúsum á Íslandi
Average rating
Cast your vote
You can rate an item by clicking the amount of stars they wish to award to this item.
When enough users have cast their vote on this item, the average rating will also be shown.
Star rating
Your vote was cast
Thank you for your feedback
Thank you for your feedback
Authors
Hildur MagnúsdóttirIssue Date
2007-02-01
Metadata
Show full item recordCitation
Tímarit hjúkrunarfræðinga 2007, 83(1):32-7Abstract
Síðastliðin 10-15 ár hefur íslenskt samfélag þróast úr einsleitu samfélagi í fjölmenningarlegt. Hefur þessi þróun átt sér stað vegna skorts á vinnandi fólki og er hún greinileg á Landspítala-háskólasjúkrahúsi (LSH) og mörgum hjúkrunarheimilum. Í dag starfa 55 erlendir hjúkrunarfræðingar á LSH og hefur umsóknum fjölgað talsvert árið 2006. Rannsókn sú sem greint er frá hér er sú fyrsta þar sem athuguð er reynsla erlends fagfólks í heilbrigðisþjónustunni á Íslandi. Markmiðið með ritun þessarar greinar er að gjöra kunnar niðurstöður rannsóknarinnar og þar með framfylgja markmiðinu með gerð hennar sem var að efla skilning á þessari reynslu til þess að stuðla að uppbyggilegu fjölmenningarlegu andrúmslofti og umræðu innan heilbrigðiskerfisins. Erlendir hjúkrunarfræðingar eru hluti af hópi innflytjenda á Íslandi. Umræðan í fjölmiðlum um stöðu og reynslu innflytjenda á Íslandi er oftar en ekki neikvæð þar sem t.d. er greint frá fólki sem ekki fær hér vinnu í því fagi sem það hefur menntað sig til. Erlendir hjúkrunarfræðingar eru fagfólk sem fær vinnu við sitt fag. Þess vegna er mikilvægt að rödd þeirra heyrist.Description
Neðst á síðunni er að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenAdditional Links
http://www.hjukrun.isCollections