Geðklofahópurinn : samstarfsverkefni geðhjúkrunarfræðinga og fólks með geðklofa
Average rating
Cast your vote
You can rate an item by clicking the amount of stars they wish to award to this item.
When enough users have cast their vote on this item, the average rating will also be shown.
Star rating
Your vote was cast
Thank you for your feedback
Thank you for your feedback
Issue Date
2010
Metadata
Show full item recordCitation
Geðvernd 2010, 39(1):15-8Abstract
Almennt er álitið að geðklofi sé einhver alvarlegasti geðsjúkdómurinn og jafnframt er hann tiltölulega algengur miðað við aðra geðsjúkdóma. Talið er að u.þ.b. 1% mannkyns þjáist af geðklofa. Margir þeirra sem eru öryrkjar vegna geðraskana eru það vegna geðklofa. Fyrir tæpum 5 árum ákváðu 2 notendur geðheilbrigðisþjónustunnar vegna geðklofa að reyna að koma á fót sjálfshjálpar- eða stuðningshópi fyrir fólk með þessa fötlun. Annað þeirra tók málið upp á aðalfundi Geðhjálpar. Fundurinn fól þáverandi sálfræðingi Geðhjálpar að hefja slíka starfsemi í samvinnu við málshefjandi. Síðan þá hefur sjálfshjálpar- og stuðningshópur fyrir fólk með geðklofa: Geðklofahópurinn verið starfandi í húsnæði Geðhjálpar á Túngötu 7. Fundir hópsins eru öllum opnir sem hafa fengið geðklofa. Fundað er einu sinni í viku kl. 13.30 til 14.30 á föstudögum. Hópnum til stuðnings eru 2 geðhjúkrunarfræðingar sem starfa við heimageðhjúkrun á vegum geðsviðs Landspítalans. Það sem sagt er á fundunum er trúnaðarmál. Fundarmenn ræða það ekki annarstaðar né heldur hverjir sækja fundina. Markmið fundanna er að auka samkennd og lífsgæði þátttakenda með því að skiptast á reynslusögum og þiggja ráð og stuðning hver hjá öðrum. Einnig að vinna gegn fordómum en eigin fordómar eru oft verstir af því að þeir hitta bæði viðkomandi sjálfan fyrir og þjáningarsystkini hans. Það er einfaldlega órökrétt að skammast sín fyrir eitthvað sem viðkomandi getur ekkert gert að og fær ekki breytt. Að koma á fund með lífsverkefni sín og veikindi og blanda geði við aðra með sömu reynslu bætir sjálfsmyndina og eflir heilsuna. Notendur og hjúkrunarfræðingar sem hafa starfað saman í Geðklofahópnum vilja með þessari grein miðla til annarra sem málið varðar af jákvæðri reynslu sinni af samstarfinu í hópnum. Í greininni eru færð rök fyrir og lýst notagildi og gagnsemi sjálfshjálpar- og stuðningshópa fyrir fólk með langvinna geðsjúkdóma. Umfjöllunin er byggð á því sem notendur hafa skrifað um málefnið og fræðilegum forsendum heilbrigðisvísinda. Þá er fjallað um hvernig stuðningur við slíka hópa fellur að starfssviði og hlutverki geðhjúkrunarfræðinga. Það er gert út frá reynslu hjúkrunarfræðinga og út frá fræðilegri þekkingu. Loks er fjallað sérstaklega um reynslu af starfi Geðklofahópsins og sagðar dæmisögur úr starfi hópsins.Description
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)Collections