Tóbaksvandi geðsjúkra og viðbrögð við honum : Reykleysismiðstöðin á Kleppi
Average rating
Cast your vote
You can rate an item by clicking the amount of stars they wish to award to this item.
When enough users have cast their vote on this item, the average rating will also be shown.
Star rating
Your vote was cast
Thank you for your feedback
Thank you for your feedback
Issue Date
2010
Metadata
Show full item recordCitation
Geðvernd 2010, 39(1):19-23Abstract
Það er alkunna að tóbaksreykingar eru mjög algengar meðal þeirra sem takast á við geðræn veikindi. Þó hefur lítið verið fjallað um tóbaksvanda geðsjúkra á Íslandi. Þessari grein er ætlað að bæta að einhverju leyti úr því og vekja upp umræðu um tóbaksvanda geðsjúkra og viðbrögð við honum. Í greininni er fjallað um áhrif tóbaksreykinga á líkamlegt heilsufar og því lýst hvernig reykingafaraldurinn hefur borist um samfélagið líkt og félagslegt smit. Þær forvarnir sem hafa dregið úr reykingum almennt í samfélaginu virðast ekki hafa náð til geðsjúkra reykingamanna. Nikótín er mjög ávanabindandi. Heilbrigðisstarfsmenn hafa sérstöku hlutverki að gegna við að aðstoða tóbaksfíkla til reykbindindis. Geðsjúkir reykingamenn þurfa sérstaklega á aðstoð að halda vegna þess hve reykingar eru almennar meðal þeirra. Einnig virðist þörf á róttækri breytingu á viðhorfum gagnvart tóbaksreykingum geðsjúkra. Það eru sjálfsögð mannréttindi þeirra að njóta reykleysismeðferðar og hvatningar til reykleysis sem sniðin er að þörfum þeirra. Reykleysismiðstöðinni á Kleppi er ætlað að mæta þessum þörfum geðsjúkra að einhverju marki. Í lok greinarinnar er greint frá starfsemi miðstöðvarinnar.Description
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)Collections