Average rating
Cast your vote
You can rate an item by clicking the amount of stars they wish to award to this item.
When enough users have cast their vote on this item, the average rating will also be shown.
Star rating
Your vote was cast
Thank you for your feedback
Thank you for your feedback
Authors
Eiríkur Örn ArnarsonIssue Date
2010
Metadata
Show full item recordCitation
Geðvernd 2010, 39(1):30-4Abstract
Þunglyndi er samkvæmt alþjóðlegri flokkun hið fjórða í röð heilsufarsvandamála sem draga þrótt úr mönnum (1) og nær 20% 18 ára unglinga hafa greinst með klíniskt þunglyndi (2). Því er spáð að kostnaður og fötlun vegna þunglyndis verði komin fram úr kostnaði og fötlun sem tengist hjarta- og æðasjúkdómum um 2020, en þá er reiknað með að sálfélagslegir kvillar verði orðnir sá vandi mannsins sem dregur hvað mestan mátt úr honum. Erfiðar efnahagsaðstæður hafa aukið neikvæð áhrif sálfélagslegra kvilla og þar með hefur almenn líðan versnað frá því sem var þegar betur áraði. Það er almennt álitið að alvarlegar efnahagslægðir geri unglingum erfiðara fyrir að ná stjórn á eigin lífi og hafi neikvæð áhrif á líðan þeirra. Finnland er dæmi um land þar sem alvarleg efnahagskreppa þjóðar gerði heilli kynslóð unglinga meira og minna erfitt að verða fullgildir og skapandi þátttakendur í samfélaginu. Hún hefur jafnvel verið nefnd „glataða kynslóðin“ vegna þess að unglingarnir hafa aldrei náð sér fullkomlega eftir reynslu þessara ára (3). Rannsóknir á áhrifum fjárhagsþrenginga á foreldra hafa leitt í ljós aukið þunglyndi og kvíða og neikvæð áhrif á barnauppeldi (4).Description
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)Collections