Reglugerðir og not S-merktra lyfja á sjúkrahúsum [ritstjórnargrein]
Average rating
Cast your vote
You can rate an item by clicking the amount of stars they wish to award to this item.
When enough users have cast their vote on this item, the average rating will also be shown.
Star rating
Your vote was cast
Thank you for your feedback
Thank you for your feedback
Authors
Sigurður BöðvarssonIssue Date
2007-04-01
Metadata
Show full item recordOther Titles
Regulation of the use of hospital-restricted drugs [editorial]Citation
Læknablaðið 2007, 93(4):271Abstract
Árið 2001 tók gildi ný reglugerð varðandi svokölluð S-merkt lyf. Þau voru skilgreind sem lyf er eingöngu ætti að nota á eða í tengslum við sjúkrahús vegna sérhæfðrar meðferðar sjúklinga sem krefðist sérfræðiþekkingar eða sérstaks eftirlits sérfræðinga á sjúkrahúsum. Einnig voru í flokkinn sett ný og dýr lyf sem kröfðust fyrrnefndar sérfræðiþekkingar og loks var þess getið að um notkun þessara lyfja skyldi fara samkvæmt klínískum leiðbeiningum. Við breytinguna var flutt til fjármagn frá Tryggingastofnun ríkisins (TR) til Landspítala og Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri vegna kostnaðar við notkun lyfjanna. Ýmsir vöktu á því athygli á þessum tíma að með þessari ráðstöfun væri sjúklingum mismunað eftir sjúkdómum. Ákveðnir sjúklingahópar fengju lyf sín greidd eftir sem áður af TR en eftir breytinguna ættu aðrir sjúklingahópar það undir fjárhagsgetu spítalanna hverju sinni hvort og þá hvaða lyf stæðu þeim til boða. Langvarandi fjárhagsvandi og niðurskurður á sjúkrahúsum var mönnum ekki að ástæðulausu áhyggjuefni í þessu tilliti. Þá var vakin athygli á því að í fæstum tilvikum ættu hlut að máli sjúklingar sem væru inniliggjandi á sjúkrahúsunum, heldur væri hér um göngudeilda- eða svokallaða ferli-sjúklinga að ræða sem þyrftu ekki endilega að sækja læknismeðferð sína til sjúkrahúsa.Description
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenAdditional Links
http://www.laeknabladid.isCollections
Related articles
- Controlled substances registration for nonlicensed physicians.
- Authors: Alexander V, Lazarus H, McGovern H
- Issue date: 1978 Oct 1
- Congress prepares laws to halt drug diversion.
- Authors: Wilkinson R
- Issue date: 1986 Feb 5
- Should a registered pharmacist sign P.O. for a controlled drug?
- Authors: Decker R
- Issue date: 1981 Aug
- ASHP congressional testimony on the "gray market" in pharmaceuticals.
- Issue date: 1986 Feb
- Are your controlled substances controlled?
- Authors: Gardner JR
- Issue date: 1985 Apr