Average rating
Cast your vote
You can rate an item by clicking the amount of stars they wish to award to this item.
When enough users have cast their vote on this item, the average rating will also be shown.
Star rating
Your vote was cast
Thank you for your feedback
Thank you for your feedback
Authors
Hrafn Óli SigurðssonIssue Date
2003-07-01
Metadata
Show full item recordCitation
Tímarit hjúkrunarfræðinga 2003, 97(3):6-9Abstract
Undanfarin ár hafa birst greinar í hjúkrunartímaritum í auknum mæli þar sem vitnað er í svokallað magnetsjúkrahús. Mörg ráðstefnuerindi hafa líka verið haldin um þetta efni þar sem rannsóknaniðurstöður eru kynntar og allar eru þær forvitnilegar. Í ljós kemur að það eru náin tengsl milli starfsumhverfis hjúkrunarfræðinga og þess árangurs sem næst í umönnun og meðferð sjúklinganna. Hvað er magnetfyrirbærið? Hugtakið magnetsjúkrahús, eða eðalsjúkrahús, varð til á níunda áratug 20. aldar í Bandaríkjunum þegar American Academy of Nursing, samtök sem veita hjúkrunarfræðingum viðurkenningu fyrir afburðaframlag til hjúkrunar, gekkst fyrir rannsókn meðal 165 sjúkrahúsa sem tilnefnd voru vegna góðs orðspors. Rannsóknin leiddi í ljós að 41 þeirra skar sig úr með góðum árangri í mönnun hjúkrunarfræðinga þrátt fyrir að önnur sjúkrahús á sama landssvæði væru undirmönnuð (McClure, Poulin, Sovie og Wandelt, 2002).Description
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenAdditional Links
http://www.hjukrun.isCollections