Gabb(?) [ritstjórnargrein]
dc.contributor.author | Emil L. Sigurðsson | |
dc.date.accessioned | 2007-08-29T15:37:58Z | |
dc.date.available | 2007-08-29T15:37:58Z | |
dc.date.issued | 2005-11-01 | |
dc.date.submitted | 2007-08-29 | |
dc.identifier.citation | Læknablaðið 2004, 91(11):808-9 | en |
dc.identifier.issn | 0023-7213 | |
dc.identifier.uri | http://hdl.handle.net/2336/13422 | |
dc.description | Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open | en |
dc.description.abstract | Fyrir nákvæmlega þremur árum síðan stóðu heimilislæknar í baráttu fyrir frelsi og jafnrétti til starfa á sömu forsendum og aðrir sérmenntaðir læknar hafa. Rétt er að rifja upp að ekki var verið að fara fram á hærri laun, ekki var verið að tala um hærri greiðslur fyrir vaktir, það var ekki tekist á um krónur og aura heldur snerist baráttan einfaldlega um að heimilislæknar fengju sömu réttindi og aðrir sérgreinalæknar. Hvorki meira né minna. Fjöldi heimilislækna hafði horfið til annarra starfa og heimilislæknar á Suðurnesjum og í Hafnarfirði höfðu sagt upp störfum sínum og það leit út fyrir að þessi tvö stóru svæði yrðu heimilislæknalaus. Reyndar höfðu heimilislæknar í Hafnarfirði áform um að opna eigin stofur á þessum tíma. Á síðustu stundu ákváðu læknarnir að slíðra sverðin og hætta, eða að minnsta kosti fresta frekari aðgerðum og sýna á þann hátt ábyrga afstöðu til skjólstæðinga sinna og jafnframt mikinn trúnað við heilbrigðisráðherra. Það sem olli því að viðkomandi heimilislæknar ákváðu að draga uppsagnir sínar til baka og fresta aðgerðum var svokölluð viljayfirlýsing heilbrigðisráðherra 27. nóvember 2002 en nokkur atriði í henni gerðu það að verkum að heimilislæknar gáfu ráðherranum tækifæri til að sýna vilja sinn í verki, en þau sneru að því að veita heimilislæknum meira valfrelsi til starfa eða eins og segir í viljayfirlýsingunni: Jafnframt mun heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra þá beita sér fyrir því að sérfræðingar í heimilislækningum geti annaðhvort starfað á heilsugæslustöðvum eða á læknastofum utan heilsugæslustöðva. Gerður verði nýr samningur um störf á læknastofum sem byggi á gildandi samningum sjálfstætt starfandi heimilislækna og verði lögð áhersla á afkastahvetjandi launakerfi, sbr. 2. mgr. Samningurinn verði gerður við samninganefnd heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. Ráðherra mun meta þörf fyrir heimilislækna með hliðsjón af fjölda heilsugæslulækna og heimilislækna á viðkomandi svæði. Sérfræðingar í heimilislækningum fái aðgang að umræddum samningi í samræmi við fjárlög meðan skortur er á heimilislæknum skv. fyrrgreindu mati. | |
dc.format.extent | 142402 bytes | |
dc.format.mimetype | application/pdf | |
dc.language.iso | is | en |
dc.publisher | Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur | en |
dc.relation.url | http://www.laeknabladid.is | en |
dc.subject | Heimilislæknar | en |
dc.subject | Heilbrigðisþjónusta | en |
dc.subject | Starfsréttindi | en |
dc.subject.classification | LBL12 | en |
dc.title | Gabb(?) [ritstjórnargrein] | en |
dc.title.alternative | Bluff (?) [editorial] | en |
dc.type | Article | en |
dc.identifier.journal | Læknablaðið | is |
refterms.dateFOA | 2018-09-12T11:26:25Z | |
html.description.abstract | Fyrir nákvæmlega þremur árum síðan stóðu heimilislæknar í baráttu fyrir frelsi og jafnrétti til starfa á sömu forsendum og aðrir sérmenntaðir læknar hafa. Rétt er að rifja upp að ekki var verið að fara fram á hærri laun, ekki var verið að tala um hærri greiðslur fyrir vaktir, það var ekki tekist á um krónur og aura heldur snerist baráttan einfaldlega um að heimilislæknar fengju sömu réttindi og aðrir sérgreinalæknar. Hvorki meira né minna. Fjöldi heimilislækna hafði horfið til annarra starfa og heimilislæknar á Suðurnesjum og í Hafnarfirði höfðu sagt upp störfum sínum og það leit út fyrir að þessi tvö stóru svæði yrðu heimilislæknalaus. Reyndar höfðu heimilislæknar í Hafnarfirði áform um að opna eigin stofur á þessum tíma. Á síðustu stundu ákváðu læknarnir að slíðra sverðin og hætta, eða að minnsta kosti fresta frekari aðgerðum og sýna á þann hátt ábyrga afstöðu til skjólstæðinga sinna og jafnframt mikinn trúnað við heilbrigðisráðherra. Það sem olli því að viðkomandi heimilislæknar ákváðu að draga uppsagnir sínar til baka og fresta aðgerðum var svokölluð viljayfirlýsing heilbrigðisráðherra 27. nóvember 2002 en nokkur atriði í henni gerðu það að verkum að heimilislæknar gáfu ráðherranum tækifæri til að sýna vilja sinn í verki, en þau sneru að því að veita heimilislæknum meira valfrelsi til starfa eða eins og segir í viljayfirlýsingunni: Jafnframt mun heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra þá beita sér fyrir því að sérfræðingar í heimilislækningum geti annaðhvort starfað á heilsugæslustöðvum eða á læknastofum utan heilsugæslustöðva. Gerður verði nýr samningur um störf á læknastofum sem byggi á gildandi samningum sjálfstætt starfandi heimilislækna og verði lögð áhersla á afkastahvetjandi launakerfi, sbr. 2. mgr. Samningurinn verði gerður við samninganefnd heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. Ráðherra mun meta þörf fyrir heimilislækna með hliðsjón af fjölda heilsugæslulækna og heimilislækna á viðkomandi svæði. Sérfræðingar í heimilislækningum fái aðgang að umræddum samningi í samræmi við fjárlög meðan skortur er á heimilislæknum skv. fyrrgreindu mati. |