Líkamleg færni og stuðningur frá formlegum og óformlegum stuðningsaðilum hjá 90 ára og eldri á Íslandi
Average rating
Cast your vote
You can rate an item by clicking the amount of stars they wish to award to this item.
When enough users have cast their vote on this item, the average rating will also be shown.
Star rating
Your vote was cast
Thank you for your feedback
Thank you for your feedback
Issue Date
2004
Metadata
Show full item recordCitation
Öldrun 2004, 22(2):10-15Abstract
Vorið 2003 lauk greinarhöfundur meistararannsókn við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Tilgangurinn með þessu rannsóknarverkefni var að kanna sjálfsbjargargetu langlífra Íslendinga sem búa á eigin heimilum, hvaða stuðning þeir fá frá aðstandendum og hinu opinbera og hvaða þættir hafa áhrif á þann stuðning sem veittur er. Í þessari grein verða kynntar helstu lýsandi niðurstöður rannsóknarinnar. Gögnin í þessari rannsókn voru unnin upp úr gagnasafni um heilsufar og hjúkrunarþarfir 90 ára og eldri á Íslandi, sem safnað var í tengslum við rannsókn á erfðum langlífis í samstarfi Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE)og Rannsóknarstofu Háskóla Íslands og Landspítala-háskólasjúkrahúss í öldrunarfræðum (RHLÖ). Rannsóknin fór fram á tímabilinu frá mars árið 2000 til september árið 2002. Í rannsóknarhópnum voru ásamt greinarhöfundi Pálmi V. Jónsson, Helga Sæunn Sveinbjörnsdóttir, Hulda Jóhannesdóttir, Hjalti Guðmundsson og Kristleifur Kristleifsson. Leiðbeinendur í meistaranámi voru Kristín Björnsdóttir og Ragnar Friðrik Ólafsson.Description
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenCollections