Average rating
Cast your vote
You can rate an item by clicking the amount of stars they wish to award to this item.
When enough users have cast their vote on this item, the average rating will also be shown.
Star rating
Your vote was cast
Thank you for your feedback
Thank you for your feedback
Authors
Anna Sigríður VernharðsdóttirIssue Date
2007-06-01
Metadata
Show full item recordCitation
Ljósmæðrablaðið 2007, 85(1):38-9Abstract
Í dreifibréfi Landlæknisembættisins nr. 4 (2001) er minnt á mikilvægi þess að bjóða öllum verðandi mæðrum rannsókn á HIV mótefnum, m.a. vegna þess að flestir þeirra sem greinast með HIV smit nú á dögum eru ungt gagnkynhneigt fólk. Í starfi mínu sem ljósmóðir leita ég eftir upplýsingum um niðurstöður rannsókna í mæðraskrám þeirra kvenna sem ég er að sinna. Það hefur vakið athygli mína hve stór hluti kvenna hefur ekki þegið mælingu á HIV mótefnum en undantekningalaust er rannsakað hvort kona hafi sýfilis. Ég velti því fyrir mér hvort skimun fyrir HIV á Íslandi sé tilviljanakennd eða hvort öllum konum sé boðið markvisst upp á slíka rannsókn. Getur verið að allar konur þiggi rannsókn á sýfilis en afþakki rannsókn á HIV mótefnum? Kona nokkur sem sendi okkur fyrirspurn á www.ljosmodir. is hefur a.m.k. ekki meðtekið eða fengið upplýsingar um þær rannsóknir sem hún fór í, því hún spyr: „Ég er komin 20 vikur á leið og fór í blóðprufu fyrir nokkrum vikum, en gleymdi að spyrja ljósmóðurina hvað væri verið að taka og af hverju“. Í þessari grein ætla ég að fjalla um skimun fyrir HIV á meðgöngu og hlutverk ljósmæðra í því sambandi. Ég mun fjalla um ávinning þess fyrir hina verðandi móður og fjölskyldu hennar að þiggja slíka rannsókn og gildi þess fyrir samfélagið að bjóða öllum barnshafandi konum upp á slíka rannsókn.Description
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenAdditional Links
http://ljosmodir.isCollections