Average rating
Cast your vote
You can rate an item by clicking the amount of stars they wish to award to this item.
When enough users have cast their vote on this item, the average rating will also be shown.
Star rating
Your vote was cast
Thank you for your feedback
Thank you for your feedback
Authors
Guðmundur ViggóssonIssue Date
2002
Metadata
Show full item recordCitation
Öldrun 2002, 20(1):17-20Abstract
Langalgengasta orsök sjóndepru hérlendis er aldurstengd rýrnun í miðgróf sjónu (gulablettinum), sem á enska tungu er nefnd Age-related Macular Degeneration (AMD). Í daglegu tali gengur hún oft undir nafninu kölkun í augnbotni, sem er raunar rangnefni. Þeir sem henni eru haldnir eru alls ekki að kalka, hvorki andlega né líkamlega. Láta mun nærri að annar hver Íslendingur finni fyrir sjóndepru af hennar völdum eftir áttrætt. Af öllum skjólstæðingum Sjónstöðvar Íslands bæði blindum og sjónskertum, 1.250 að tölu, eru 700 (54%) sjónskertir af hennar völdum. Tveir þriðju hlutar þeirra eru komnir yfir sjötugt og enginn er alblindur. Langflestir eru reyndar í besta sjónskerðingarflokki, blinduflokki 1, þar sem sjónin er á bilinu 6/18 - 6/60 en með slíka sjón getur fólk yfirleitt lesið venjulegt letur með sérútbúnum sjónhjálpartækjum. Næstalgengasta orsök sjónskerðingar meðal Íslendinga er arfgeng sjónuhrörnun eða Retinitis Pigmentosa (RP) en með hana sem frumorsök blindu eða sjónskerðingar eru þó aðeins 70 manns eða tæp 6%. Í þriðja sæti kemur svo gláka með 5,2% og sjóntaugarrýrnun í því fjórða, 3,8%.Description
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open