Average rating
Cast your vote
You can rate an item by clicking the amount of stars they wish to award to this item.
When enough users have cast their vote on this item, the average rating will also be shown.
Star rating
Your vote was cast
Thank you for your feedback
Thank you for your feedback
Authors
Herdís SveinsdóttirIssue Date
2002-12-01
Metadata
Show full item recordCitation
Tímarit hjúkrunarfræðinga 2002, 78(5):265-71Abstract
Nokkur umræða hófst hér á landi í sumar og haust eftir að stjórnendur bandarískrar rannsóknar á áhrifum þess að nota tíðahvarahormón ákváðu að stöðva hluta rannsóknarinnar. Eftir fimm ár bentu niðurstöður rannsóknarinnar til þess að konur sem tóku inn samsett hormón (estrógen og prógesterón) voru í aukinni hættu á að fá hjarta- og æðasjúkdóma, heilaáfall, brjóstakrabbamein og blóðtappa miðað við konur sem tóku inn lyfleysu (Working Group for the Women´s Health Initiative, 2002). Þessi rannsókn hófst árið 1993 og er studd af bandarískum heilbrigðisyfirvöldum (the National Institute of Health (NIH)) og kallast rannsóknin the Women´s Health Initiative (WHI) sem mætti þýða sem frumkvöðull í heilbrigði kvenna. Þátttakendur í rannsókninni eru af mismunandi kynþáttum og var þeim skipt í hópa þar sem einn hópur tók hormónið estrógen eingöngu (ERT), annar hópur tók samsett hormón (HRT) og þriðji hópurinn fékk lyfleysu. Heildarmarkmið rannsóknarinnar er að skilgreina kosti og galla hinna ýmsu aðgerða sem hugsanlega geta dregið úr tíðni hjarta- og æðasjúkdóma, brjóstakrabbameins, ristilkrabbameins, beinþynningar og beinbrota o.fl. Miklar vonir hafa verið bundnar við þessa rannsókn þar sem um er að ræða viðamestu slembivöldu, tvíblindu rannsóknina til þessa á notkun tíðahvafahormóna. Sá hluti rannsóknarinnar, sem var stöðvaður, náði til tæplega 17 þúsund kvenna. Þær voru allar skilgreindar heilbrigðar og höfðu ekki farið í legnám. Um helmingur þeirra (8506 konur) tók inn samsett hormón en hinar lyfleysu. Niðurstöður voru, eins og að ofan greinir, þær að áhættan var greind það mikil að rannsóknin var stöðvuð. Sá hluti rannsóknarinnar, sem snýr að konum sem höfðu farið í legnám og tóku einungis inn estrógen, var ekki stöðvaður.Description
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenAdditional Links
http://www.hjukrun.isCollections