Hvað er starfsþróun og fyrir hverja er hún? : að huga að starfsþróun hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra
Average rating
Cast your vote
You can rate an item by clicking the amount of stars they wish to award to this item.
When enough users have cast their vote on this item, the average rating will also be shown.
Star rating
Your vote was cast
Thank you for your feedback
Thank you for your feedback
Issue Date
2007-12-01
Metadata
Show full item recordCitation
Tímarit hjúkrunarfræðinga 2007, 83(5):14-17Abstract
Á árinu 2005 vann hópur hjúkrunarfræðinga á Landspítala-háskólasjúkrahúsi (LSH) að stefnu um starfsþróun hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra á sjúkrahúsinu. Vinnuhópurinn leitaði upplýsinga í fræðilegum heimildum, rýnt var í fyrri skýrslur, greinargerðir og verkefni sem tengjast starfsþróun hjúkrunarfræðinga á LSH. Tekið var mið af niðurstöðum nýlegrar rannsóknar á starfsumhverfi og starfsánægju hjúkrunarfræðinga á LSH og mati þeirra á gæðum þjónustunnar. Vinnuhópurinn leitaði til hjúkrunarfræðinga á LSH um reynslu og viðhorf þeirra til starfsþróunar. Niðurstöður vinnuhópsins leiddu til þess að sýn og stefna um starfsþróun hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra á LSH var sett fram. Í framhaldi af settri stefnu ákvað hjúkrunarstjórn LSH að framfylgja stefnunni og var gerð áætlun um það. Markmið þessarar greinar er að varpa ljósi á það hvað starfsþróun hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra felur í sér og benda á árangursríkar leiðir til starfsþróunar. Greinin byggist á fræðilegri umfjöllun um starfsþróun og þeirri hugsun sem beitt var við gerð stefnu um starfsþróun fyrir hjúkrunarfræðinga og ljósmæður á LSH. Til einföldunar í skrifum þessum er orðið hjúkrunarfræðingur notað yfir bæði hjúkrunarfræðinga og ljósmæður.Description
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenAdditional Links
http://www.hjukrun.isCollections