Áhrif lýsisríks fæðis á lifun músa eftir sýkingu með Klebsiella pneumoniae eða Streptococcus pneumoniae
Average rating
Cast your vote
You can rate an item by clicking the amount of stars they wish to award to this item.
When enough users have cast their vote on this item, the average rating will also be shown.
Star rating
Your vote was cast
Thank you for your feedback
Thank you for your feedback
Authors
Valtýr Stefánsson ThorsAuður Þórisdóttir
Helga Erlendsdóttir
Ingibjörg Harðardóttir
Ingólfur Einarsson
Sigurður Guðmundsson
Eggert Gunnarsson
Ásgeir Haraldsson
Útgáfudagur
2002-02-01
Metadata
Show full item recordÖnnur málmynd
Effect of dietary fish-oil on survival of experimental animals after infection with Streptococcus pneumoniae or Klebsiella pneumoniaeCitation
Læknablaðið 2002, 88(2):120-4Útdráttur
Markmið: Áhrif lýsisneyslu á lifun eftir sýkingar og á sjálfnæmissjúkdóma hefur verið staðfest af ýmsum rannsóknarhópum. Talið er að áhrifin megi rekja til breytinga á ónæmissvari líkamans. Flestar rannsóknanna hafa verið gerðar með Gram neikvæðu bakteríunni Klebsiella pneumoniae. Ónæmissvarið gegn Gram jákvæðum bakteríum er nokkuð frábrugðið svari gegn Gram neikvæðum bakteríum. Þá er Gram jákvæða bakterían Streptococcus pneumoniae mjög algengur sýkingavaldur, einkum í börnum. Til að kanna hvort verndandi áhrif lýsisneyslu séu mismunandi eftir því hvort sýkt er með Gram jákvæðum eða Gram neikvæðum bakteríum rannsökuðum við áhrif lýsisríks fæðis á lifun músa eftir sýkingar með Klebsiella pneumoniae eða Streptococcus pneumoniae. Efniviður og aðferðir: 120 NMRI músum var skipt í fjóra hópa og voru aldar á fæði bættu með lýsi (tveir hópar, 30 mýs í hvorum hópi) eða á fæði bættu með kornolíu (tveir hópar, 30 mýs í hvorum hópi). Eftir sex vikur voru mýsnar sýktar með Klebsiella pneumoniae (lýsishópur og kornolíuhópur) eða með Streptococcus pneumoniae hjúpgerð 3 (lýsishópur og kornolíuhópur). Fylgst var með lifun músanna. Tilraunin var síðan endurtekin á sama hátt. Niðurstöður: Lifun músa sem sýktar voru með Klebsiella pneumoniae var marktækt betri hjá hópunum sem fengu lýsisríkt fæði samanborið við hópana sem fengu kornolíubætt fæði (p=0,0001 og 0,0013). Ekki var tölfræðilega marktækur munur á lifun músa sem sýktar voru með Streptococcus pneumoniae hjúpgerð 3 hvort heldur þær fengu lýsisríkt eða kornolíuríkt fæði (p=0,74 og p=0,15). Ályktanir: Niðurstöður okkar benda til þess að áhrif lýsisríks fæðis tilraunadýra séu greinileg þegar sýkt er með Gram neikvæðu bakteríunni Klebsiella pneumoniae en ekki í sýkingum með Streptococcus pneumoniae hjúpgerð 3.Lu00FDsing
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenCollections