Average rating
Cast your vote
You can rate an item by clicking the amount of stars they wish to award to this item.
When enough users have cast their vote on this item, the average rating will also be shown.
Star rating
Your vote was cast
Thank you for your feedback
Thank you for your feedback
Authors
Júlíana Sigurveig GuðjónsdóttirIssue Date
2007
Metadata
Show full item recordCitation
Öldrun 2007, 25(2):20-4Abstract
Heilsufar þeirra einstaklinga sem flytjast á hjúkrunarheimili er almennt mjög bágborið. Samkvæmt RAI-mati hefur meirihluti íbúa á hjúkrunar- og dvalarheimilum, eða 74%, einkenni vitrænnar skerðingar. Stór hluti íbúanna (80%) glímir auk þess við einhverja líkamlega fötlun/ sjúkdóma. Mikill meirihluti þeirra þarfnast þar af leiðandi mikillar aðstoðar við athafnir daglegs lífs og má geta þess að yfir 60% íbúanna notar níu eða fleiri lyf að staðaldri. Á Íslandi búa u.þ.b. 3500 aldraðir einstaklingar á hjúkrunarog vistheimilum. Meðalaldur þeirra er 85 ár og meðaldvalartími er um fjögur ár (Heilbrigðisráðuneytið, 2006). Fyrir þann sem flyst frá heimili sínu á hjúkrunarheimili eru umskiptin mikil og hafa rannsóknir sýnt að það getur tekið þrjá til sex mánuði að jafna sig eftir slíkan flutning (Brooke, 1989). Rannsóknir sýna jafnframt að álag á aðstandendur er mikið. Í sumum tilfellum er stofnanavistun jafnvel erfiðari fyrir þá en einstaklinginn sem flytur á stofnunina (Júlíana Sigurveig Guðjónsdóttir, 2005).Description
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenCollections