• Hirsla : varðveislusafn LSH

   Sólveig Þorsteinsdóttir (Upplýsing, Félag bókasafns- og upplýsingafræða, 2007-03-01)
   Með stóraukinni útgáfu tímarita á rafrænu formi hafa vaknað áleitnar spurningar um örugga varðveislu útgefinna vísindaniðurstaðna. Rafrænn aðgangur í dag er ekki trygging fyrir rafrænum aðgangi á næsta ári. Tímarit ganga kaupum og sölum milli útgefenda og standa bókasöfn jafnvel frammi fyrir því að þurfa að kaupa aftur aðgang að tímaritum sem þau hafa haft í áskrift. Þessum áhyggjum hafa vísindamenn, starfsmenn bókasafna og stjórnendur stofnana deilt. Um allan heim er reynt að bregðast við yfirvofandi vanda með uppbyggingu svokallaðra rafrænna varðveislusafna. - Hirsla - varðveislusafn Landspítala -háskólasjúkrahúss (LSH) var opnuð formlega þann 19. maí 2006 á „Vísindum á vordögum" sem er árlegur vísindadagur Landspítalans. Markmiðið með Hirslunni er að varðveita útgefið vísindaefni LSH og gera það aðgengilegt á heimsvísu, það er í opnum aðgangi, „open access", og á Varðveislusafnið á að endurspegla sem best vísinda-og fræðastarfsemi á LSH.
  • Hirsla varðveislusafnið þitt á netinu

   Ósvaldur Þorgrímsson; Landspítali University Hospital, Library department (Upplýsing, Félag bókasafns- og upplýsingafræða, 2009-03-01)
   Opið aðgengi (Open Access, OA) er nýtt útgáfuform. Rekja má upphaf þess til stöðugt hækkandi verðs á vísindatímaritum sem gefin eru út af hefðbundnum útgáfufyrirtækjum sem aftur leiðir af sér takmarkaðri útbreiðslu vísindaniðurstaðna. Aðalástæður þessara hækkana eru samruni útgáfufyrirtækjanna sem gefa út þessi tímarit. Grundvallarhugmynd OA-útgáfu er sú að allir hafi aðgang að vísindaniðurstöðum sem greiddar eru af opinberu fé. Hirsla, vísinda- og fræðsluefnissafn Landspítalans Bókasafn LSH hefur lagt sitt að mörkum og komið á fót rafrænu varðveislusafni. Safnið er hannað til að vista, varðveita og miðla vísinda- og fræðsluefni sem starfsmenn spítalans hafa gefið út samhliða vinnu sinni eða námi við spítalann. Auk vísindagreina eftir starfsmenn, varðveitir safnið einnig vísinda- og fræðslugreinar úr fjölmörgum íslenskum heilbrigðistímaritum.