Average rating
Cast your vote
You can rate an item by clicking the amount of stars they wish to award to this item.
When enough users have cast their vote on this item, the average rating will also be shown.
Star rating
Your vote was cast
Thank you for your feedback
Thank you for your feedback
Issue Date
2012-06
Metadata
Show full item recordCitation
Tímarit lífeindafræðinga 2012, 6(1):6-14Abstract
Inngangur: Glúkósi lækkar í blóðsýnaglösum vegna glýkólýsu sem er einn helsti skekkjuvaldur í forgreiningarfasa glúkósamælinga. Klínískar rannsóknarstofur hafa notað ýmis verndunarefni í blóðsýnaglösum til að reyna að koma í veg fyrir glýkólýsu. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (World Health Organisation, WHO) hefur gefið út alþjóð legar leiðbeiningar um glúkósamælingar og greiningu á sykursýki. Forsenda fyrir réttri sjúkdómsgreiningu á sykursýki er að mælingar á glúkósa í blóði séu stöðugar og nákvæmar. Markmið: Að kanna stöðugleika glúkósa í mismunandi tegundum blóðsýnaglasa og leggja mat á hvort æskilegt væri að breyta vali á blóðsýnaglösum á klínískri lífefnafræðideild (KL) á Landspítala háskólasjúkrahúsi (LSH) út frá vitneskju um óstöðugleika glúkósa fyrir mælingu. Efni og aðferðir: Úrtak rannsóknarinnar samanstóð af 30 heilbrigðum einstaklingum og 20 einstaklingum með sykursýki sem voru í eftirliti á göngudeild sykursjúkra á LSH. Blóðsýni voru tekin í mismunandi blóðsýnaglös úr hverjum þátttakanda: Glös með lithíum heparíni (Li-Hep), glös með geli, glös með natríum flúoríði (NaF) og glös með sítrati (FcMix). Blóðsýnaglös voru geymd við stofuhita í 2, 4 og 24 klukkustundir áður en þau voru skilin niður og glúkósi mældur. Glúkósastyrkur úr mismunandi blóðsýnaglösum var borinn saman við glúkósastyrk í viðkomandi viðmiðunarsýni. Viðmiðunarsýni voru tekin í Li-Hep glös sem voru sett í ísvatn strax eftir blóðtöku og skilin niður innan 10 mínútna. Niðurstöður: Rannsóknin leiddi í ljós að stöðugleiki glúkósa er mismikill í mismunandi blóðsýnaglösum. Glös sem innihalda FcMix virðast vera bestu glösin til að minnka áhrif glýkólýsu á niðurstöður glúkósamælinga. Æskilegt væri að skoða breytingu á vali á blóðsýnaglösum á Landspítalanum. Samkvæmt niðurstöðum þessara rannsóknar væru FcMix glösin besti kosturinn þar sem glúkósi helst stöðugri í þeim samanborið við aðrar tegundir blóðsýnaglasa sem rannsakaðar voru.Description
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open Allur texti - Full textCollections