Tungurótarskjaldkirtill (lingual thyroid):sjúkratilfelli : kona með fyrirferð í tungurót
Average rating
Cast your vote
You can rate an item by clicking the amount of stars they wish to award to this item.
When enough users have cast their vote on this item, the average rating will also be shown.
Star rating
Your vote was cast
Thank you for your feedback
Thank you for your feedback
Issue Date
2005-09-01
Metadata
Show full item recordOther Titles
Lingual thyroid - case report: a woman with a tumor at the base of the tongueCitation
Læknablaðið 2005, 91(9):661-3Abstract
Tungurótarskjaldkirtill er meðfæddur galli þar sem villtur (ectopic) skjaldkirtilsvefur finnst í tungurót. Skjaldkirtilsfrumur sem myndast í foramen cecum (botnristilsgati) fóstursins stansa nálægt uppruna sínum í tungurótinni í stað þess að halda áfram för sinni niður skjaldtungurásina (thyroglossal duct). Þannig komast þær aldrei á áfangastað sinn framan á barka. Þessar frumur geta einnig endað á öðrum stöðum á leið sinni, svo sem við tungubeinið, í vélinda, gollurshúsi, miðmæti og þind (1, 2, 3, 4). Villtan skjaldkirtilsvef er algengast að finna í tungurót og endar þar í 90% þeirra tilvika sem ferðalag skjaldkirtilsfrumnanna fer úrskeiðis (3). Ekki er ljóst hvað veldur því að frumurnar villast af leið en líklegar skýringar eru taldar vera sýkingar móður snemma á meðgöngu, mótefnamyndun gegn skjaldkirtilsfrumum í blóði móður og stökkbreytingar á genum (4, 5). Tungurótarskjaldkirtill er fjórfalt til sjöfalt algengari í konum en körlum og meðalaldur við greiningu er 40,5 ár (3, 4). Einkenna verður helst vart kringum kynþroska, við þungun og á breytingaskeiði. Talið er að hækkun á skjaldvakakveikja (TSH, thyroid stimulating hormone) á þessum tímabilum hvetji vöxt skjald-kirtilsvefs (6-8). Hægt er að hafa skjaldkirtilsvef á fleiri en einum stað en 75% einstaklinga með tungurótarskjaldkirtil hafa engan annan skjald-kirtilsvef (7,9).Description
Hægt er að lesa greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenAdditional Links
http://www.laeknabladid.is/2005/09/nr/2080Collections
Related articles
- [Disphagia caused by a lingual thyroid: report of one case].
- Authors: Rocha-Ruiz A, Beltrán C, Harris PR, Orellana P, García C, Martínez-Aguayo A
- Issue date: 2008 Jan
- [Dysphagia secondary to lingual thyroid].
- Authors: Luna-Ortiz K, Rascón-Ortiz MA, Tamez-Velarde M, Mosqueda-Taylor A
- Issue date: 2004 Jul-Sep
- Lithium-induced enlargement of a lingual thyroid.
- Authors: Talwar N, Mohan S, Ravi B, Andley M, Kumar A
- Issue date: 2008 Mar
- Ectopic lingual thyroid.
- Authors: Benhammou A, Bencheikh R, Benbouzid MA, Boulaich M, Essakali L, Kzadri M
- Issue date: 2006
- Medullary carcinoma in a lingual thyroid.
- Authors: Yaday S, Singh I, Singh J, Aggarwal N
- Issue date: 2008 Mar