Er systkinum Alzheimerssjúklinga hættara við minnistruflunum en öðrun
Average rating
Cast your vote
You can rate an item by clicking the amount of stars they wish to award to this item.
When enough users have cast their vote on this item, the average rating will also be shown.
Star rating
Your vote was cast
Thank you for your feedback
Thank you for your feedback
Issue Date
2001-02
Metadata
Show full item recordCitation
Öldrun 2001, 19(1):5-8Abstract
Nú er í gangi rannsókn á erfðum minnissjúkdóma á vegum öldrunarlækna á Landspítala Háskólasjúkrahúsi og Íslenskrar erfðagreiningar. Rannsóknin er mjög viðamikil og beinist að því að finna það eða þau gen sem valda minnissjúkdómum eins og Alzheimerssjúkdómi. Alzheimerssjúkdómur er hrörnunarsjúkdómur sem leggst á heilann og veldur ýmiskonar vitrænni skerðingu, þar sem minnistap er mest áberandi. Sjúkdómnum er gjarnan skipt upp í tvö megin form. Annarsvegar svokallaður snemmkominn Alzheimerssjúkdómur (early-onset) sem miðast við að byrji fyrir eða um 65 ára aldur og hinsvegar síðkominn Alzheimerssjúkdómur (late-onset) sem byrjar eftir 65 ára aldur (American Psychiatric Association, 1994). Snemmkominn Alzheimerssjúkdómur er mun sjaldgæfari eða u.þ.b. 10% tilfella og sum afbrigði hans finnast aðeins í afmörkuðum ættum í tengslum við ákveðin gen (u.þ.b. 1-2%; t.d. Swartz o.fl., 1999). Rannsókn þessi miðast aðallega við algengara form sjúkdómsins, síðkominn Alzheimerssjúkdóm, og er átt við hann þegar talað er um Alzheimerssjúkdóm hér eftir.Description
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenCollections