Tengsl félags- og efnahagslegrar stöðu og tannheilsu barna í 1., 7. og 10. bekk
Average rating
Cast your vote
You can rate an item by clicking the amount of stars they wish to award to this item.
When enough users have cast their vote on this item, the average rating will also be shown.
Star rating
Your vote was cast
Thank you for your feedback
Thank you for your feedback
Issue Date
2014
Metadata
Show full item recordOther Titles
The relationship between socioeconomic status and dental health of children in 1., 7. and 10. gradeCitation
Tannlæknablaðið 2014; 32: 7-18Abstract
Tannáta er á meðal algengustu sjúkdóma hjá börnum. Tengsl á milli félags- og efnahagslegrar stöðu barna og tannheilsu þeirra eru þekkt úr erlendum rannsóknum. Hollar neysluvenjur og góð tannhirða barna eru taldar tengjast menntunarstigi foreldra þeirra. Rannsóknir sýna einnig að börn sem koma frá tekjuháum heimilum búa við betri tannheilsu en börn sem koma frá tekjulágum heimilum. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna tengsl félags- og efnahagslegrar stöðu íslenskra barna í 1., 7. og 10. bekk við tannheilsu þeirra. Einnig var skoðað að hve miklu leiti tengslin eru tilkomin vegna mismunandi tíðni sælgætisneyslu, forvarna heima (tannhirða) og hjá tannlækni (skorufyllingar). Í greininguna voru notuð þversniðsgögn úr MUNNÍS-rannsókninni sem fram fór árið 2005. Úrtakið var slembið og lagskipt klasaúrtak og náði til 20% einstaklinga í 1., 7. og 10. bekk. Alls samþykktu 82% úrtaksins þátttöku en skoðaðir voru 2.251 einstaklingur. Tengslin voru metin með línulegri aðhvarfsgreiningu, þar sem tekið var tillit til úrtaksaðferðar með því að flokka skóla sem klasa. Háða breytan heilar fullorðinstennur (HFT) var notuð sem mælikvarði á tannheilsu barna í 7. og 10. bekk en heilar barnatennur (HBT) í 1. bekk. Til þess að meta félags- og efnahagslega stöðu barnanna voru notaðar breyturnar menntun móður og heimilistekjur. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að marktæk jákvæð tengsl eru á milli tannheilsu barna og menntunar móður og heimilistekna í öllum aldurshópum þegar tengslin eru metin fyrir bæði kynin saman. Í 1. bekk er forspárgildi fyrir börn háskólamenntaðra mæðra í hæsta tekjuhópi 2,5 HBT (p <0,05) hærra en fyrir börn mæðra með grunnskólapróf sem lokamenntun í lægsta tekjuhópi. Í 7. bekk er munurinn 5,6 HFT (p <0,01) og einnig 5,6 HFT (p <0,05) í 10. bekk. Tannheilsuójöfnuðurinn lækkar um 10,2% í 1. bekk þegar leiðrétt er fyrir áhrifum forvarna heima og hjá tannlækni auk tíðni sælgætisneyslu en lækkar um 15,7% hjá 7. bekk og 11,6% hjá 10. bekk. Tannheilsuójöfnuður er til staðar hjá börnum á Íslandi en rannsóknin sýnir þó ekki fram á orsakasamband.Caries is among the most common diseases in children. An association between the socioeconomic status of children and their dental health is known from previous studies. Healthier eating habits and better oral hygiene of children are considered to be associated with the educational level of their parents. Studies also show that children from highincome households enjoy better dental health than children from low-income households. The aim of this study was to explore the association between the socioeconomic status of Icelandic children in the 1st, 7th and 10th grades with their dental health. The association was also examined independently of any influence due to the frequency of sweets consumption, prevention at home (oral hygiene) and at the dentist (sealants). Tengsl félags- og efnahagslegrar stöðu og tannheilsu barna Tannlæknablaðið 1. tbl. 32. árg. 2014 The analysis used cross-sectional data from the MUNNÍS study conducted in 2005. The sample was a random and stratified cluster sample that encompassed 20% of the individuals in the 1st, 7th and 10th grades. In total, 82% of the sample approved to participate; 2.251 individuals were examined. The association was evaluated by linear regression analysis, taking the sampling method into account by treating the schools as clusters. The dependent variable intact permanent teeth (IPT) was used as a measure of the dental health of children in the 7th and 10th grades, and intact deciduous teeth (IDT) in the 1st grade. To assess the socioeconomic status of the children, the variables maternal education and household income were used. The results of the study show a significant positive association between the dental health of children and maternal education and household income in all age groups when the association is assessed
Description
Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinnAdditional Links
http://www.tannsi.isCollections