Average rating
Cast your vote
You can rate an item by clicking the amount of stars they wish to award to this item.
When enough users have cast their vote on this item, the average rating will also be shown.
Star rating
Your vote was cast
Thank you for your feedback
Thank you for your feedback
Authors
Anna GunnarsdóttirDrífa Freysdóttir
Guðmundur Bjarnason
Þráinn Rósmundsson
Jónas Magnússon
Tómas Guðbjartsson
Issue Date
2003-02-01
Metadata
Show full item recordOther Titles
The results of surgical treatment for cryptorchidism at Landspitalinn, 1970-1993Citation
Læknablaðið 2003, 89(2):119-23Abstract
Objective: Cryptorchidism is a common congenital genito-urological anomali in males with increased risk of infertility and testicular cancer. In this retrospective study the results of operations for undescended testis at Landspitalinn University Hospital were reviewed with special emphasis on patients diagnosed with testicular cancer later in life. Material and methods: The study includes 593 males with undescended testis who were operated on between 1970 and 1993. Information was gathered from hospital records, including birth-weight, age at diagnosis and operation, localization of the testes and complications to surgery. Information on patients diagnosed with testicular cancer was aquired from the Icelandic Cancer Registry. Results: The average birth-weight was 3461 g, including 58 boys (10%) with low birth-weight (Inngangur: Launeista er algengur meðfæddur galli hjá drengjum og eru helstu fylgikvillar ófrjósemi og krabbamein í eistum. Tilgangur þessarar rannsóknar var annars vegar að kanna árangur aðgerða vegna launeista og hins vegar hverjir sjúklinganna hafa greinst með krabbamein í eistum. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturvirk og náði til 593 sjúklinga sem greindust með launeista eða gengust undir launeistaaðgerð á Barnaspítala Hringsins á tímabilinu 1. janúar 1970 til 31. desember 1993. Upplýsingar fengust úr sjúkraskrám, meðal annars um fæðingarþyngd, aldur við greiningu og aðgerð, staðsetningu eistans og fylgikvilla við aðgerðina. Með upplýsingum úr krabbameinsskrá Krabbameinsfélags Íslands var athugað hverjir þessara sjúklinga höfðu greinst með eistnakrabbamein fram til 31. desember 2000. Niðurstöður: Meðalfæðingarþyngd var 3461 g, þar af 58 drengir (10%) með fæðingarþyngd 2500 g. Meðalaldur við greiningu var 3,0 ár (bil 0-14 ár) og við aðgerð 7,5 ár (bil 0-51 ár). Launeista var algengara hægra megin (61%) (p<0,01) en 18% drengjanna voru með launeista beggja vegna. Við aðgerð var eistað í náragangi í 50% tilvika, í kviðarholi hjá 10% sjúklinga og í 34% tilvika utan leiðar (ectopic). Fylgikvillar sáust eftir 29 aðgerðir (5%) þar sem blóðgúll (2,7%) og skurðsýking (1,2%) voru algengastar. Rúmur helmingur (52%) drengjanna reyndist einnig hafa nárakviðslit. Af þessum 593 sjúklingum hafa tveir greinst með krabbamein í eistum, báðir með fósturvísiskrabbamein, 13 og 14 árum eftir launeistaaðgerð. Ályktanir: Árangur launeistaaðgerða er góður í þessari rannsókn. Greiningaraldur er tiltölulega hár (3,0 ár) en fer lækkandi. Aðgerðaraldur er sömuleiðis hár (7,5 ár) og töf á meðferð (4,5 ár) er óþarflega löng. Í þessari rannsókn var hlutfall þeirra sem greindust með eistnakrabbamein mjög lágt, eða 0,3%. Upplýsingar um ófrjósemi liggja ekki fyrir í þessari rannsókn.
Description
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenAdditional Links
http://www.laeknabladid.isCollections
Related articles
- [Previous testicular position in boys who underwent orchidopexy due to undescended testis at the Alkmaar Medical Center, the Netherlands, during the period 1986-1999].
- Authors: Hack WW, van der Voort-Doedens LM, de Kok ME, Meijer RW, Bos SD, Hobbelt-Stoker JM
- Issue date: 2002 Mar 23
- Comparison of diagnostic and treatment guidelines for undescended testis.
- Authors: Shin J, Jeon GW
- Issue date: 2020 Nov
- Cryptorchidism and testicular neoplasia.
- Authors: Bani-Hani KE, Matani YS, Bani-Hani IH
- Issue date: 2003 Feb
- Surgical management of the nonpalpable testis: the Children's Hospital of Philadelphia experience.
- Authors: Kirsch AJ, Escala J, Duckett JW, Smith GH, Zderic SA, Canning DA, Snyder HM 3rd
- Issue date: 1998 Apr
- Occurrence of testicular cancer in patients operated on for cryptorchidism and inguinal hernia.
- Authors: Pinczowski D, McLaughlin JK, Läckgren G, Adami HO, Persson I
- Issue date: 1991 Nov