Hvað er opinn aðgangur (Open Access, OA)?

Opið aðgengi (Open Access, OA) er nýtt útgáfuform. Upphaf þess má rekja til ráðstefnu sem haldin var í Búdapest í desember 2001. Þar var opinn aðgangur skilgreindur sem „aðgangur án endurgjalds á Interneti til að lesa, hlaða niður, afrita, dreifa, prenta, leita í eða tengja við heildartexta greina og leyfi til að nota textann löglega en án fjárhagslegra, tæknilegra eða lagalegra hindrana“. Eina skilyrði afritunar og dreifingar efnis í opnum aðgangi er að vitnað sé rétt í höfundinn og hann viðurkenndur sem slíkur.

Recent Submissions

 • Open Access to research articles published in Iceland in 2013

  Solveig Thorsteinsdottir; Landspitali University Hospital Iceland (Sciecom Info, 2014-05)
 • Opið aðgengi er framtíðin.

  Hávar Sigurjónsson; Læknablaðið (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2014-02)
 • Scholarly publishing at Landspitalinn the National University Hospital of Iceland

  Thorsteinsdottir, Solveig; Landspitali (Svenskt resurscentrum för vetenskaplig kommunikation, 2011-05)
  In this short overview I like to look at the publishing patterns of physicians at Landspitalinn, the National University Hospital of Iceland, which is one of the main research institutions in life sciences in Iceland. The trends that are identified are the citations to Icelandic publications, publication languages, international and local publishing affiliations, the number of articles published in open access and the coverage of Icelandic scholarly publications in international databases. The focus is on the period 2007 - 2010. The searches are done in Web of Science, PubMed and Scopus. I will also look at the cut in library budget during the recession and how it might affect research at the hospital.
 • Opinn aðgangur að vísindaþekkingu

  Njörður Sigurjónsson (365 prentmiðlar, 2010-04-09)
  Aðgangur almennings að vísindaþekkingu og nýjustu niðurstöðum rannsókna er mjög takmarkaður og þarf að greiða þarf háar fjárhæðir fyrir einstakar greinar eða tímarit sem geyma þessa þekkingu. Sem dæmi má taka að ef ég eða nákominn ættingi greinist með krabbamein, þarf ég að greiða hundruð dollara fyrir aðgang að vefsíðum sem geyma nýjustu rannsóknir vísindamanna á sjúkdómnum. Opinn aðgangur er hugtak sem merkir að útgefið efni sem er afrakstur vísindastarfs, og oftar en ekki er kostað af opinberu fé, háskólunum eða samkeppnissjóðum, er aðgengilegt öllum á rafrænu formi. Yfirleitt er um að ræða ritrýndar greinar ritaðar af háskólamenntuðum fræðimönnum sem þiggja laun eða styrki til þess að stunda rannsóknir sínar og fræðistörf, en síðan þarf að greiða sérstaklega fyrir að fá að lesa greinarnar í alþjóðlegum tímaritum. Með opnum aðgangi er reynt að tryggja að almenningur þurfi ekki að greiða þriðja aðila eða „aftur“ fyrir vinnuna.
 • OA mandates and the Nordic countries

  Thorsteinsdottir, Solveig (Svenskt resurscentrum för vetenskaplig kommunikation, 2010)
  Iceland has no OA mandates yet in 2010. The first repository, Hirslan, the Landspitali University Hospital Library repository, started in 2006. The second started in 2008, Skemman, the repository of the University of Iceland, University of Akureyri, University of Bifröst and the Iceland Academy of the Arts. The lack of mandates in Iceland might have had the effect that only a low percentage of submitted research literature is deposited in the repositories. In this article the focus is on the open access repositories and the need for mandates for the two repositories in Iceland; Skemman and Hirslan.
 • Starting an open access journal in Iceland

  Watson, Ian (Svenskt resurscentrum för vetenskaplig kommunikation, 2009)
  The Bifröst Journal of Social Science / Tímarit um félagsvísindi is one of Iceland’s first open access journals and the first to use Open Journal Systems software. This article summarizes lessons learned from the first three years of the journal’s operation, including issues connected to funding, staffing, peer review, printing, bibliographic formats, and the future of open access journal publishing in Iceland.
 • The University of Iceland joins Skemman

  Agnarsdottir, Aslaug (Svenskt resurscentrum för vetenskaplig kommunikation, 2009)
  Skemman (http://www.skemman.is) is an open-access repository serving four universities in Iceland. The project was originally started by the University of Akureyri library in 2002. In 2006 the library of the Iceland University of Education joined and a project group was formed to continue the development of the repository, which uses DSpace software. In February 2008 the University of Iceland's University Council voted to join Skemman and to collect electronic copies of students’ theses as well as the paper copies that had traditionally been preserved. On 1 July 2008 the Iceland University of Education was merged into the University of Iceland as one of its five schools. It was then decided that the management and technical administration of the system would be moved to the National and University Library (NULI) and that thesis collection would begin with the school year 2008-2009. In December 2008 Bifrost University and the Iceland Academy of the Arts joined Skemman, as did the University of Iceland as a whole. So far Skemman houses mainly student dissertations and theses. In the future the plan is to include articles and other material by university faculty and staff members.
 • Hljóðlát bylting : aukinn aðgangur Íslendinga að vísindaefni

  Guðrún Tryggvadóttir; Sólveig Þorsteinsdóttir (Skýrslutæknifélag Íslands, 2008-11-01)
  Þróun á sviði upplýsingatækni síðastliðin fimmtán ár hefur umbylt starfsemi bókasafna og upplýsingamiðstöðva og þeirra sem þar starfa. Umbyltingarinnar sér einkum stað í aukinni hagræðingu ýmissa verkþátta, betri nýtingu á fjármagni og stórbættu aðgengi notenda að upplýsingum um safnkost og að honum. Hérlendis á það einkum við um vísindatímarit á fjölmörgum fræðasviðum. Það má ekki síst þakka verkefninu um Landsaðgang að rafrænum gagnasöfnum og tímaritum. Landsaðgangurinn hófst þann 23. apríl 1999 þegar opnað var fyrir aðgang þjóðarinnar að alfræðiritinu Britannica. „Hvar.is er vefur landsaðgangs að rafrænum gagnasöfnum og tímaritum. Aðgangurinn er opinn og endurgjaldslaus hjá notendum á Íslandi sem eru tengdir íslenskum netveitum þar sem hið opinbera, bókasöfn, stofnanir og fyrirtæki hafa þegar greitt fyrir áskriftirnar”1. Aðgangur heillar þjóðar að upplýsingum með þessum hætti er einsdæmi í heiminum. Hvatann að verkefninu má rekja til málþings sem Félag bókavarða í rannsóknarbókasöfnum stóð fyrir árið 1997 undir yfirskriftinni, „Upplýsingar á Interneti, málþing um aðgang atvinnulífs og vísindasamfélags að upplýsingum og upplýsingastefnu ríkisstjórnarinnar frá 1996, Framtíðarsýn ríkisstjórnar Íslands um upplýsingasamfélagið.“
 • Two Icelandic open repositories

  Agnarsdottir, Aslaug; Sverrisdottir, Ingibjorg; Thorsteinsdottir, Solveig (Svenskt resurscentrum för vetenskaplig kommunikation, 2008)
  In Iceland there are now two Open Access repositories, Hirslan and Skemman. Skemman is developing into a cooperative project of the universities in Iceland, mostly housing dissertations and theses at the moment, and Hirslan is a subject based repository for medical and health science information and an institutional repository for Landspitali University Hospital. Both repositories use DSpace software, are listed in DOAR and ROAR and are searchable through Google Scholar. The material of both repositories is also linked to records in Gegnir, the union catalogue of Icelandic libraries
 • Open Access in Iceland : state-of-the-art report

  Thorsteinsdottir, Solveig; Medical and Health Information Centre, Landspitali University Hospital, Iceland (Svenskt resurscentrum för vetenskaplig kommunikation, 2008)
  “Resources to serve everyone” is the Icelandic government’s name for the Policy on the Information Society for the years 2004 – 2007. This policy emphasizes the part Icelandic libraries play regarding access for everyone. The Icelandic Ministry of Education, Science and Culture has also released a policy for education, culture and research for the years 2005 – 2008. It states that access to research results funded with governmental means should be made accessible.
 • Opinn aðgangur að vísindagreinum

  Sólveig Þorsteinsdóttir (Árvakur, 2008-11-16)
  ÞORKELL Jóhannesson skrifaði ágæta grein um greiðslu höfunda fyrir opinn aðgang að vísindagreinum sínum í Morgunblaðið 29. október. Það er rétt að skýra nokkra þætti sem þar koma fram. Ýmsir háskólar og vísindafélög í Evrópu og Bandaríkjunum hafa núna skilyrt að vísindagreinar sem eru afrakstur rannsókna styrktra af viðkomandi aðilum, séu birtar í opnum aðgangi. Til þess eru notaðar tvær leiðir, kallaðar gullna leiðin og græna leiðin. Evrópusambandið hefur samþykkt sambærileg skilyrði varðandi styrki sem það veitir vísindamönnum en til þess að greiða fyrir opnu aðgengi er á döfinni að endurgreiða höfundum birtingarkostnað ef höfundur velur gullnu leiðina, sjá nánar áhttp://tinyurl.com/5pe9mz. Gullna leiðin: (open access publishing): Greinin er gefin út í opnum aðgangi. Kostnaður við birtingu er í flestum tilfellum greiddur af aðilum sem styrktu rannsóknina sem hluti af rannsóknarkostnaði, eða að höfundar greiða kostnaðinn beint. Útgefendur sem bjóða upp á þennan möguleika eru annars vegar útgefendur tímarita í opnu aðgengi, t.d. BioMed Central og hins vegar hefðbundnir útgefendur sem bjóða höfundum upp á að geta birt grein sína í opnu aðgengi, t.d. Springer.
 • Opinn aðgangur að fræðigreinum

  Ian Watson (Árvakur, 2008-10-15)
  HEFUR þú einhvern tíma gúglað eitthvað á netinu og fundið fræðigrein um nákvæmlega það sem þú varst að leita að – en því miður er fræðigreinin læst og þú getur ekki lesið hana nema þú sért með áskrift eða borgir fyrir hana? Því miður hafa margir lent í þessu en tímarnir eru smám saman að breytast og lokaður aðgangur verður sjaldgæfari með degi hverjum. Á netinu er opinn aðgangur að æ fleiri tímaritum og greinar þeirra öllum aðgengilegar án endurgjalds. Öflug alþjóðleg hreyfing fræðimanna og bókasafnsfræðinga hefur breytt útgáfulandslaginu griðarlega á síðustu fimm til tíu árum (sjá www.earlham.edu/~peters/fos) og í dag, þriðjudaginn 14. október, er alþjóðlegur dagur opins aðgangs (sjá openaccessday.org).
 • Aðgangur að rannsóknarniðurstöðum : opinn eða gegn gjaldi?

  Áslaug Agnarsdóttir (Árvakur, 2008-10-20)
  Á ÍSLANDI eru sjö háskólar þar sem stundaðar eru vísindalegar rannsóknir. Flestar rannsóknirnar eru kostaðar að öllu eða einhverju leyti af almannafé, annað hvort með launagreiðslum til þeirra sem hafa rannsóknarskyldu eða með fé sem sækja má um í sjóði sem kostaðir eru af ríkinu. Rannsóknir eru vitaskuld einnig stundaðar utan háskólasamfélagsins, á vegum fyrirtækja og stofnana. Það er eðli rannsókna að þær leiða til einhverra niðurstaðna. Niðurstöðurnar eru oftast birtar í fyllingu tímans, annaðhvort í bók eða í ritrýndu tímariti. Ef rannsóknarniðurstöður eru birtar í rafrænu tímariti á netinu getur verið um tvenns konar aðgang að ræða. Hann getur ýmist verið ókeypis og opinn öllum eða seldur, og þá oft á háu verði.
 • Opið aðgengi og rafræn geymslusöfn vísindagreina

  Sólveig Þorsteinsdóttir (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2005-03-01)
  Opið aðgengi (Open Access, OA) er nýtt útgáfuform. Grundvallarhugmynd OA-útgáfu er sú að allir hafi aðgang að vísindaniðurstöðum kostuðum af opinberu fé og er tilgangurinn að hraða framþróun í vísindum. Open Archives Initiative (OAI) eru opin rafræn geymslusöfn. Opið aðgengi að vísindagreinum er svar vísinda-samfélagsins og bókasafna við þeim gífurlega kostnaði sem bókasöfn og fræðimenn hafa þurft að leggja af mörkum til að fá aðgang að tímaritum. Hugmyndin um OA og OAI var skjalfest árið 2001 í Búdapest og samþykkt var yfirlýsing um að hrinda henni í framkvæmd (1).