D-vítamínhagur og árstíðabundnar sveiflur í ýmsum aldurshópum kvenna á Íslandi
Average rating
Cast your vote
You can rate an item by clicking the amount of stars they wish to award to this item.
When enough users have cast their vote on this item, the average rating will also be shown.
Star rating
Your vote was cast
Thank you for your feedback
Thank you for your feedback
Issue Date
1999-05-01
Metadata
Show full item recordOther Titles
Vitamin D intake and serum 25-OH-vitamin D concentration in different age groups of Icelandic womenCitation
Læknablaðið 1999, 85(5):398-405Abstract
Objective: The aim of this study was to evaluate the vitamin D intake and serum concentrations of 25-OH-vitamin D (25-OH-D) in different age groups of Icelandic women. The seasonal variation of 25-OH-D and its relationship with parathyroid hormone (PTH) level was evaluated but some studies have indicated that subclinical vitamin D deficiency may lead to osteoporosis because of secondary elevations of parathyroid hormone levels and subsequent bone mineral release. Material and methods: 25-OH-D was measured (RIA, Incstar) in serum from the following age groups of women; 12-15 years (n=325), 16, 18 and 20 years (n=247), 25 years (n=86), 34-48 years (n=107) and in 70 years old (n=308). PTH (IRMA, Nichols) was measured only in the 70 years old. vitamin D intake was assessed by a standardized food frequency questionnaire. The seasonal variation of 25-OH-D was evaluated in the age group 12-15 years and 70 years old. Results: In the different age groups the 25-OH-D concentration was positively correlated to vitamin D intake (r=0.2-0.54; p<0.05). The mean concentration of 25-OH-D in 12-15 years old was 34.6±22 nmol/L compared to 53.9120 nmol/L in the 70 years old, p<0.01. The levels of the other age groups were in between. A marked seasonal variation in 25-OH-D was obser¬ved in the 12-15 years old with low vitamin D intake whereas only a slight seasonal variation was noted in the 70 years old with a mean vitamin D intake of 15 ug/day. Conclusions: The vitamin D status amongst 70 years old women in Iceland is good because of common intake of codliveroil and vitamin D supplements (83%). The desirable level for 25-OH-D in this age group seems to be around 50 nmol/L and this level is achieved by the intake of 15-20 ug/day (600-800 units) of vitamin D. Vitamin D deficiency is however common amongst 12-15 years old during late winter. Low serum 25-OH-D levels are also common amongst the other age groups studied during late winter. From the results it seems reasonable to recommend that foods like milk should be fortified with vitamin D in Iceland, especially during winter time.Markmið: Markmið rannsóknarinnar var að meta neyslu D-vítamíns og bera saman við 25-OH-vitamin D þéttni í sermi (25-OH-D) í ýmsum hópum kvenna á aldursbilinu 12-70 ára. Ennfremur vildum við kanna tengsl 25-OH-D við magn kalkhormóns í sermi (parathyroid hormone, PTH), en ýmislegt bendir til að vægur skortur á D-vítamíni valdi beinbynningu, vegna lægri þéttni kalsíums í blóði sem leiði til aukinnar framleiðslu kalkhormóns og þar með til aukinnar losunar steinefna úr beinum. Efniviður og aðferðir: 25-OH-D var mælt í eftirfarandi hópum kvenna, sem valdir voru með slembiúrtökum: 12-15 ára stúlkum (n=325), 16, 18 og 20 ára stúlkum (n=247), 25 ára stúlkum (n=86), 34-48 ára konum (n=107) og 70 ára konum (n=308). Kalkhormón var eingöngu mælt í 70 ára konum. Ennfremur voru gerðar mataræðiskannanir í öllum hópum nema hjá 12-15 ára stúlkum þar sem stuðst var við fyrri könnun Manneldisráðs. Árstíðabundnar sveiflur á 25-OH-D voru kannaðar hjá 12-15 ára stúlkum og 70 ára konum með því að dreifa sýnatökunum í jafnstóra hópa á tímabilinu frá September 1997 til júní 1998. Niðurstöður: Þéttni 25-OH-D var í réttu hlutfalli við D-vítamíninntökuna (r=0,3-0,54). Meðalþéttni 25-OH-D (september-maí) var 34,6±22 nmól/L í 12-15 ára stúlkum, 43,9+20 hjá 16-20 ára stúlkum (febrúar-apríl), 50,1±24 hjá 25 ára stúlkum (nóvember-desember), en 36,6+16 hjá 34-48 ára konum (febrúar-apríl) og 53,9±20 nmól/L hjá 70 ára konum (september-júní). Marktækar árstíðabundnar sveiflur voru á 25-OH-D meðal 12-15 ára stúlkna en minni hjá 70 ára konum. í 12-15 ára hópnum náði 25-OH-D lágmarki í marsmánuði en í maímánuði í 70 ára konunum. Marktæk neikvæð fylgni fannst milli þéttni 25-OH-D og ln-PTH í 70 ára hórjnum (r=-0,2; p<0,01). Ályktanir: D-vítamínbúskapur 70 ára kvenna er almennt góður, en að sama skapi er honum ábótavant meðal 12-15 ára stúlkna, einkum síðla vetrar þegar lítil D-vítamínframleiðsla er í húð. Verulega lág gildi sáust nær eingöngu í hópi 12-15 ára stúlkna. D-vítamínbúskapur meðal eldri stúlkna og miðaldra kvenna virtist þama mitt á milli. Æskileg neðri mörk 25-OH-D fyrir 70 ára konur virðast vera um 50 nmól/L, en það svarar til inntöku að minnsta kosti 15-20 ug (600-800 eininga) af D-vítamíni á dag. Til að tryggja nægilega þéttni D-vítamíns í blóði síðla vetrar meðal allra aldurshópa virðist eðlilegt að D-vítamínbæta mjólkurafurðir að vetrarlagi.
Description
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenAdditional Links
http://www.laeknabladid.isCollections