• Keisaraskurðir á Íslandi 1865-1919 : sögulegt yfirlit - I. grein

   Jón Þorgeir Hallgrímsson; Gunnlaugur Snædal (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1988-02-15)
   Keisaraskurðir nú orðnir algengir í fæðingarhjálp. Þykir því ástæða til þess að rifja upp sögu þessara aðgerða hér á Íslandi, hvar og hvenær fyrstu aðgerðirnar fóru fram og af hverjum. Þá munum við skýra frá keisaraskurðum, sem heilbrigðisskýrslur geta um. Í upphafi töldum við að slíkra aðgerða myndu læknar geta í skýrslum sínum til landlæknis, en sú varð ekki raunin. Í ljós hafa komið nokkrir keisarskurðir, sem ekki er getið í heilbrigðisskýrslum. Sætir það nokkurri furðu, að svo mikilla aðgerða skuli ekki getið á þeim árum þegar þær voru mjög fátíðar, en hafa jafnframt hlotið að teljast meiri háttar afrek. Við munum í upphafi endurskoða þá vitneskju, sem fyrir hendi er um fyrstu keisaraskurðina á Íslandi, en síðar reyna að gera grein fyrir þessum aðgerðum á hinum ýmsu sjúkrahúsum landsins og áhrifum þeirra á fæðingarhjálpina almennt. Með þetta í huga var farið yfir allar útkomnar heilbrigðisskýrslur og aðgerðaskrár Landakotsspítala en þær ná aftur til ársins 1907. Í þessari fyrstu grein lítum við á tímabilið frá 1865 til 1919 að báðum árum meðtöldum.
  • Keisaraskurðir á Íslandi 1930-1939 : sögulegt yfirlit III. grein

   Jón Þorgeir Hallgrímsson; Gunnlaugur Snædal (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1989-03-15)
   Í fyrri tveimur greinum var gerð grein fyrir þeim keisaraskurðum sem gerðir voru á Íslandi frá árinu 1865 til og með 1929 (1,2). Í töflu I eru allar aðgerðirnar teknar saman, þannig að í ljós kemur hvar aðgerð fór fram, hver læknirinn var, ábending og loks upplýsingar um afdrif móður og barns. Við nánari skoðun á töflu I sést, að ábendingar fyrir keisaraskurðum á þessu tímabili eru aðeins fjórar og af þeim eru grindarþrengsl algengust. Eftir 1920 koma fram aðrar ábendingar, svo sem fóstureitrun (preeclampsia) árið 1922 og fyrirsæt fylgja (placenta previa) árið 1925. Þetta eru því fyrstu keisaraskurðir á Íslandi sem gerðir voru vegna þessara ábendinga. Sé litið til áranna 1920-1929 kemur í ljós, að gerðar eru sjö aðgerðir vegna grindarþrengsla (pelvis contrácta) en tvær vegna fæðingakrampa (eclampsia), þrjár vegna fyrirsætrar fylgju og ein vegna hríðatruflana (dysdynamia - dystocia). Af þeim 17 keisaraskurðum sem gerðir voru á íslandi frá 1865 til og með 1929 virðist að í níu tilfellum hafi móðir og barn lifað af aðgerðir (53%). Í sex tilfellum af þessum 17 er þess getið að móðirin hafi látist (35%) en hins vegar eru mjög ófullnægjandi upplýsingar fyrirliggjandi varðandi börnin. Vitað er að stúlkubarnið sem fæddist fyrst allra með keisaraskurði á Íslandi árið 1865 dó rúmlega misseris gamalt. Í aðeins einu tilfelli öðru er talað um að barn hafi látist en það var í sambandi við keisaraskurðinn sem Páll Kolka gerði í Vestmannaeyjum árið 1925, enda var þar um mikinn fyrirburð að ræða. Í sex tilfellum eru engar upplýsingar um það hvort barnið lifði af aðgerðina og þá fyrstu vikuna á eftir.
  • Keisaraskurðir á Íslandi árin 1920-1929 : sögulegt yfirlit - II. grein

   Jón Þorgeir Hallgrímsson; Gunnlaugur Snædal (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1988-03-15)
   Eins og fram kom í fyrstu grein voru gerðir þrír keisaraskurður á íslandi frá árunum 1865 til og með 1911. Síðan liðu 9 ár og hefur ekki tekist að finna neinn keisaraskurð í rituðum heimildum þessi ár. Frá 1920 til 1929 voru gerðir 13 keisaraskurðir á landinu og af þeim er fjögurra ekki getið í heilbrigðisskýrslum. Þessar aðgerðir voru gerðar á Akureyri, í Reykjavik, Vestmannaeyjum og á ísafirði, svo sem nú skal greint frá.