• ####

   2009-03-25
  • 1953-1993 : Blóðbankinn 40 ára

   Ólafur Jensson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1994-02-01)
   Tuttugasta öldin hefur verið kölluð ýmsum nöfnum eins og atómöld, geimferðaöld og öld erfðafræðinnar vegna mikilla viðburða í þeirri grein á seinustu árum. Erfðafræðin hefur veitt mikilvæga leiðsögn í læknisfræðinni frá síðustu aldamótum. Austurríski læknirinn Karl Landsteiner gerði grein fyrir ABO blóðflokkakerfmu um aldamótin 1900 og áratugi síðar, árið 1910, var sýnt fram á að þetta blóðflokkakerfi hagaði sér samkvæmt erfðalögmáli Mendels. Þessi þekking gerði sig gildandi með tvennum hætti í fyrra heimsstríði. Í fyrsta lagi var hægt að bjarga mannslífum með blóðgjöf, sem var valin samkvæmt réttum ABO blóðflokki. Í öðru lagi var greindur mismunur í blóðflokkatíðni eftir þjóðerni. Stofnerfðafræðin varð til, þegar Lúðvík og Hanka, kona hans, Hirschfeld greindu mismunandi tíðni ABO blóðflokka hjá hermönnum af ólíku þjóðerni á Makedóníuvígstöðvunum 1917 og birtu sígilda grein um niðurstöðurnar í Lancet 1919. Frá þessum tíma hafa blóðflokkarnir skipað tignarsess í mannerfðafræði og læknisfræði. Fyrsti íslenski læknirinn sem greindi blóðflokka hérlendis var Stefán Jónsson meinafræðingur. Hann rannsakaði um 800 Íslendinga árið 1921 og komst að þeirri niðurstöðu að O blóðflokkurinn væri tiltölulega algengur hjá Íslendingum í samanburði við það sem fannst hjá Dönum. Prófessor Niels Dungal hafði alla tíð mikinn áhuga á blóðflokkafræðum og skrifaði hann grein um þau þegar 1928 og notaði blóðflokkun við lausn mála í réttarlæknisfræði. Árið 1935 hófu Roverskátar hérlendis skipulagt blóðgjafastarf undir leiðsögn Guðmundar Thoroddsen prófessors á handlækningadeild Landspítalans. Þeir sóttu fyrirmynd að stofnun blóðgjafasveitar til danskra skáta sem höfðu verið brautryðjendur á þessu sviði í Danmörku. Blóðgjafasveit skáta var öðrum fyrirmynd þar til Blóðbankinn var stofnaður og reyndar lengi eftir það.
  • Afreksmaður að norðan : fróðleiksmolar um Guðmund Hannesson og læknablað hans

   Pétur Pétursson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1989-11-15)
   Fyrir rúmlega 120 árum fékk ungur Húnvetningur á þriðja ári að hlýða messu í fyrsta sinn í sóknarkirkju sinni að Svínavatni. Eftirtekt hans var vakandi og hann hvergi ragur enda góðu atlæti og hvatningu vanur úr föðurhúsum. Sem hann gengur inn kirkjuna tekur hann eftir gati á morknu gólfinu. »Pabbi smíða gatið!« varð honum að orði við völundarsmiðinn föður sinn. Og er sóknarprestinum, séra Jóni Þórðarsyni, tók að dveljast við útleggingar textans um systurina Maríu, sem smurði fætur frelsarans með ilmandi nardussmyrslum úr alabasturbuðki, þá hvarflaði sveinninn ungi augum til iðandi lífsins utan kirkjugluggans, þar sem tarfkálfur hljóp um töðuvöllinn. »Afi hnífa kálfinn!« kallaði þá drengurinn til afa síns, hreppstjórans og óðalsbóndans á Guðlaugsstöðum. Þeir Guðlaugsstaðafeðgar létu sér fátt um finnast, enda hefur þeim sjálfsagt ekki verið ljóst, að þarna talaði upprennandi skurðlæknir með sérstakt smiðsauga, sem alia tíð síðan fann hjá sér hvöt ,til að þoka hinum ólíklegustu málum áleiðis. Guðmundur hét þessi drengur og fæddist að Guðlaugsstöðum í Blöndudal rétt fyrir göngur haustið 1866 og var sonur hjónanna Halldóru Pálsdóttur frá Hvassahrauni á Vatnsleysuströnd og Hannesar Guðmundssonar bónda á Guðlaugssstöðum og síðar Eiðsstöðum ...
  • Ágrip af sögu tannlækninganna

   Birgir Jóhann Jóhannsson (Tannlæknafélag Íslands, 2002)
   Tannskemmdir hafa fylgt manninum frá upphafi. Tannskemmdum fylgdu þjáningar og það kom því að sjálfu sér að farið var að ráðast gegn þessum sjúkdómi. Tækifæri til að rannsaka tennur mannsins mörg þúsund ár aftur í tímann hafa verið mjög góð og hafa rannsóknir á tönnum Forn-Egypta lagt sitt af mörkum. Í safni við Harward Háskóla í Bandaríkjunum eru að finna um það bil 250 beinagrindur af Forn-Egyptum sem voru uppi um 4800-2000 fyrir Krist. Þessar rannsóknir sýna að tennur Forn-Egypta voru nánast lausar við tannskemmdir. Rannsóknirnár sýndu aftur á móti að tannskekkja var áberandi. Rannsóknir á tönnum í mönnum frá Íran frá sama tímabili hafa sýnt sömu niðurstöður. Þá sýna rannsóknirnar á þessum tönnum að tennurnar voru mjög eyddar, sennilega vegna grófrar fæðu þeirrar tíðar manna. Trú manna á þessum tíma var hins vegar sú að einhvers konar ormur væri valdur að tannskemmdum og tannverk og enn þann dag í dag eru frumstæðar þjóðir sem trúa á slíkt. Á þessum tímum réðust menn gegn orminum með ýmsum töfralækningum. Menn fóru með særingarþulur og jurtir hvers konar þóttu gefast vel í baráttunni. Það var þó ekki fyrr en á seinni hluta 18. aldar að franski tannlæknirin Pierre Fauchard kvað niður þessa trú að mestu leyti.
  • Árdagar augnlækninga á Íslandi

   Guðmundur Björnsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1991-03-01)
   Á öndverðu ári 1990 voru hundrað ár liðin síðan Björn Ólafsson, læknir frá Ási í Skagafirði kom til starfa á Íslandi eftir sérfræðinám í augnlækningum í Kaupmannahöfn. Er hann fyrsti sérfræðingurinn, sem sest hér að og stundar sérgrein sína sem aðalstarf eftir að hann sest að í Reykjavik. Áður en Björn tók til starfa var vart um augnlæknisþjónustu að ræða hér á landi aðra en þá, sem hinir fáu héraðslæknar gátu veitt, en sú þjónusta var mjög takmörkuð, enda hófst kennsla í augnsjúkdómum við Læknaskólann ekki fyrr en í lok síðustu aldar. Í skýrslum sínum til landlæknis á síðustu öld greina læknarnir frá slímhimnubólgu í augum og hvarmabólgu. Þessir kvillar voru þá mjög algengir hér á landi. Orsökina töldu margir þeirra vera frá móreyknum og kófinu í hlóðaeldhúsunum, þar sem fólk dvaldist oft langtímum saman. Héraðslæknarnir minnast ekki á alvarlega sjúkdóma í augum, sem orsaka skerðingu á sjón, svo sem gláku eða ský á augasteini, en þessir öldrunarsjúkdómar voru tíðasta orsök meiri háttar sjónskerðingar og blindu á síðustu öld og reyndar langt fram á þá tuttugustu. Blinda meðal aldraðra var mjög mikil hér á landi allt fram á miðja þessa öld, en hefur á síðustu áratugum farið sí minnkandi vegna bættrar heilsugæslu, framfara á sviði læknavísinda og vegna aukins skilnings heilbrigðisyfirvalda og almennings á fyrirbyggjandi aðgerðum.
  • Bakþankar : um brjósklos í baki og sögu þess

   Kristinn R.G. Guðmundsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1992-09-01)
   Nú til dags þegar allskonar bakveiki telst orðin til algengustu kvilla er ekki að furða þótt spurt sé hvernig því hafi verið háttað hér áður fyrr. Sérstaklega á þetta við um brjósklos í baki og settaugarbólgu (ischias). Hversu þekktur var þessi sjúkdómur, hvað héldu menn um hann og hvernig var meðferð háttað? Fróðleiksfúsum lesendum til gamans verður hér á eftir rakin saga þessa sjúkdóms og stuðst þar við efni úr ýmsum áttum eins og kemur fram í heimildum.
  • Baráttan við ginklofa í Vestmannaeyjum

   Geir Wenberg Jacobsen; Erlend Hem; Jóhann Á. Sigurðsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2014-02)
   Ginklofi (Neonatal tetanus) var í upphafi 19. aldar mikill heilbrigðisvandi í Vestmannaeyjum. Allt að 60-70% nýfæddra barna dóu á fyrstu tveimur vikunum og dönsk heilbrigðisyfirvöld stóðu nær ráðþrota gagnvart þessum dularfulla sjúkdómi. Árið 1847 var ungur danskur læknir, Peter Anton Schleisner (1818-1900), sendur til Vestmannaeyja til að rannsaka ástandið. Hann kom upp fæðingarstofu, leiðbeindi um hreinlæti og hvatti til brjóstagjafar og annarra breytinga í mataræði. Engin lækning var þekkt við sjúkdómnum svo að Schleisner gat aðeins gripið til fyrirbyggjandi úrræða. Hann bar kopaiva-smyrsl á naflastúfinn við fæðingu og notaði önnur þrautreynd meðul eins og ópíum-tinktúru með saffrani og kvikasilfurssmyrsl ef um sýkingu virtist að ræða. Þegar Schleisner hélt til Danmerkur ári síðar hafði dánartíðni nýbura lækkað um helming. Nýburadauðinn í Vestmannaeyjum hélst síðan jafnlágur út alla 19. öldina. Fólk hafði þá trú að það væri að þakka „naflaolíunni“ sem Schleisner tók í notkun. Hluta af skýringunni má einnig rekja til bættra lífskjara, nokkurrar fjölgunar velstæðra ófrískra kvenna, aukinna þéttbýlisáhrifa, breytinga á lífsháttum og aðgerða í hreinlætismálum. Í samanburði við aðstæður á skosku eynni St. Kildu, þar sem aðstæður voru hinar sömu og ástandið breyttist ekki fyrr en rétt fyrir aldamótin 1900, er ljóst að aðgerðir Schleisners höfðu mikla þýðingu. Sumarið 1847 sigldi hinn 29 ára gamli danski læknir Peter Anton Schleisner (1818-1900)1 (mynd 1) til Vestmannaeyja við suðurströnd Íslands. Hann hafði fengið ítarleg fyrirmæli frá dönskum stjórnvöldum. Markmið þeirra var að berjast gegn neonatal tetanus, sem á íslensku nefnist ginklofi og var landlæg farsótt í Vestmannaeyjum. Í þessari grein er því lýst hvers vegna Schleisner var sendur í þessa för, hvað hann tók sér fyrir hendur og hvernig framlag hans var metið af samtíðarmönnum og þegar tímar liðu fram.
  • Brot úr sögu stungulyfja : með sérstöku tilliti til íslenskra aðstæðna [seinni hluti : stungulyf á Íslandi]

   Jóhannes F. Skaftason; Jakob Kristinsson; Þorkell Jóhannesson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2011-03)
   The first reliable syringes and hollow needles for the injections of drugs subcutaneously, intramuscularily and intravenously or for other injections came into use shortly after 1850. As far is known, morphine was the first drug to be injected subcutaneously, using a syringe and a hollow needle. Use of injection medicines, especially containing morphine or other alkaloids, became widespread among European doctors in the latter half of the 19th century. The use of injection medicines began before the existence of infectious microbes or microorganisms in general had become common knowledge, or the equilibria of electrolytes in and around living cells had been understood. Thus, injection medicines, their production and procedures of use had to pass through lengthy development lasting nearly one hundred years, in order to reach the levels of quality standards now universally accepted. It was also a definite advancement when disposable syringes and needles came into general use around 1960. Accessibility to injection medicines and their use was seemingly on a low scale in Iceland until 1930 or thereabout. The production of injection medicines in Iceland began in substance in the fourth decade of the last century. The production was generic, following official formulas, and was based in several pharmacies and a few drug companies. Only two producers offered a sizeable assortment of drugs. The production gradually became concentrated in a few firms and was finally handled by only one international, locally based, generic drugs firm, where the domestic production of injection medicines ended shortly after 2000.
  • Brot úr sögu stungulyfja : með sérstöku tilliti til íslenskra aðstæðna [fyrri hluti]

   Jóhannes F. Skaftason; Jakob Kristinsson; Þorkell Jóhannesson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2011-02)
   Fyrstu lyfjadælur og holnálar, sem nota mátti af öryggi til þess að koma lyfjum í bandvef undir húð, í vöðva, í æð eða eftir atvikum annars staðar, komu fram skömmu eftir 1850. Morfín er fyrsta lyfið sem gefið var undir húð úr lyfjadælu og gegnum holnál. Íslenskir læknar virðast ekki hafa notað stungulyf við lækningar fyrr en um aldamótin 1900 og aðgengi að stungulyfjum og notkun þeirra virðast hafa verið lítil fram undir 1930. Stungulyf voru notuð áður en vitneskja um sýkla eða örverur varð almenn meðal lækna og áður en menn fengu haldbæra vitneskju um jónajafnvægi í frumum. Stungulyf eins og þau sem nú þekkjast eru því árangur áratugalangrar þróunar. Það var og mikil framför þegar farið var að nota einnota lyfjadælur og nálar kringum 1960. Framleiðsla stungulyfja virðist hefjast hér að marki á fjórða tug 20. aldar og var á tímabilinu 1940-1970 á allmargra höndum. Tveir stærstu framleiðendurnir höfðu mikið úrval lyfja en hinir framleiddu einkum vítamínstungulyf (B og C vítamín) og staðdeyfingarlyf (prókaín). Framleiðendum stungulyfja fækkaði smám saman og framleiðslan lagðist af upp úr aldamótunum 2000.
  • Enskir læknanemar heimsækja Ísland 1810

   Páll Ásmundsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavi­kur, 2016-09)
  • „Ég ætla að taka þá sem eru háværastir, óþrifnastir og hættulegastir" : hugmyndir Christian Schierbecks um geðveikrahæli um aldamótin

   Illugi Jökulsson (Geðverndarfélag Íslands, 1999)
   Árið 1900 birtist í blaðinu Ísafold grein um geðsjúka á Íslandi þar sem fullyrt var - og áreiðanlega með réttu - að Íslendingar væru að minnsta kosti einni til tveimur öldum á eftir tímanum hvað snerti meðferð geðsjúkra. En þá voru líka á kreiki hugmyndir sem um tíma virtust geta orðið að veruleika um að bæta úr brýnustu þörfinni með nýju geðveikrahæli. Sá sem átti heiðurinn af þeim hugmyndum var Christian Schierbeck, danskur læknir sem aðsetur hafði á Íslandi um þær mundir. Rett er að vara við að honum sé ruglað saman við Hans Jacob George Schierbeck sem verið hafði landlæknir hér á landi um nokkurra ára skeið á síðasta áratug nítjándu aldar; ekki er getið um það í læknatali að þeir nafnarnir hafi verið skyldir, þótt ekki sé það fráleitt. Christian Schierbeck fæddist á Helsingjaeyri í Danmórku 3. apríl 1872 og virðist hafa verið námsmaður ágætur. Hann lauk fyrri hluta læknisprófs frá Kaupmannahafnarháskóla með fyrstu einkunn árið 1894, en síðan varð nokkur bið á því að hann kláraði seinni hluta prófsins, enda mun hann hafa veikst, þó hvergi sé þess getið hvers eðlis veikindi hans hafi verið. Ekki mun hann altént lengi hafa legið rúmfastur, heldur lagst í ferðalög og meðal annars dvalið um hríð í Argentínu. 1898 kom hann til Íslands og leist vel á sig, svo mjög að hann var innan fárra missera farinn að tala um sig sem Íslending og um Íslendinga sem ,,landa sína". Fyrsta veturinn hér á landi dvaldi hann á Höfn í Hornafirði og kleif síðan Öræfajökul um sumarið, en haustið 1899 fékk hann undanþágu til þess að setjast í Læknaskólann í Reykjavik og ljúka þar því læknanámi sem hann hafði hafið í Kaupmannahöfn. Skemmst er frá því að segja að um vorið 1900 lauk Christian Schierbeck læknisprófi í Reykjavik með fyrstu einkunn, 185 1/6 stigi, og hafði enginn íslenskur læknanemi lokið svo góðu prófi árum saman. Ári seinna sló Andres Fjeldsted honum að vísu við.
  • Framskyggnar slembirannsóknir og þýðing þeirra fyrir framþróun læknisfræðinnar

   Guðmundur Þorgeirsson; Lyflækningadeild Landspítala (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2014-04)
   Þótt hin framskyggna slembirannsókn eigi sér ekki langa sögu hefur hún lagt af mörkum nokkuð áreiðanlegt mat á virkni og öryggi fjölmargra lyfja sem hafa haft mikilvæg heilsufarsáhrif. Jafnframt hefur þessi rannsóknaraðferð gerbreytt hugsunarhætti í læknisfræði og skipulagi í heilbrigðisþjónustu. Hún situr efst í virðingarstiga þeirra rannsóknaraðferða sem þjóna heilbrigðisvísindum vegna þess að hún hvílir á traustum vísindalegum grunni, gefur upplýsingar um orsakasamband umfram aðrar aðferðir og tryggir betur að rannsóknarhópar séu sambærilegir. Sérstaða aðferðarinnar er ekki síst sú að tekist er á við sveigð (bias) á skipulegan hátt og með skýrum reglum þar sem slembunin, hið framskyggna rannsóknarsnið, og blindun þátttakenda og rannsakenda gegna mikilvægu hlutverki. Samt eru gildrur og vandamál við hvert fótmál. Hér er saga rannsóknaraðferðarinnar rakin og aðferðafræðilegum styrkleika og hlutverki í gagnreyndri læknisfræði gerð nokkur skil. Einnig eru takmarkanir og veikleikar og helstu gryfjur á vegi rannsakenda ræddar, sem og ný verkefni sem grillir í við sjónarrönd. Þegar fyrsta tölublað Læknablaðsins kom út í janúar 1915 þurfti enn að bíða þess í aldarþriðjung að fyrsta framskyggna slembirannsóknin yrði gerð. Í öðru tölublaðinu er meðal annars að finna eftirfarandi málsgrein: „Við nálega öllum sjúkdómum er til aragrúi af lyfjum. Lyfjafræðin og lyflækningarnar má segja að séu enn á bernskuskeiði. Við vitum í rauninni svo lítið með vissu. Einn mælir með þessu lyfi, annar með hinu. Við verðum í hvert skipti að fara eftir bestu vitund. Hver verður að mynda sér skoðun, bæði eftir eigin reynslu og reynslu annarra.”1 Síðan hefur mikið vatn til sjávar runnið og gagnreynd læknisfræðileg þekking byggð á traustum vísindalegum grunni hefur margfaldast að umfangi og þar vegur hlutdeild hinnar framskyggnu slembirannsóknar þungt. Segja má að eitt stærsta viðfangsefni lækna nú öld eftir að Læknablaðið hóf göngu sína sé að fylgjast með því gríðarlega magni af upplýsingum og rannsóknarniðurstöðum sem birtast og varða starfið beint. Áætlað hefur verið að um það bil tvær milljónir vísindagreina sem eiga heima í þekkingargrunni heilbrigðisþjónustunnar birtist á hverju ári og að niðurstöður 75 framskyggnra slembirannsókna og 11 kerfisbundinna yfirlitsrannsókna séu gefnar út á hverjum degi.2 Í vísindaheiminum er lítill ágreiningur um að rannsókn Medical Research Council í Bretlandi á meðferð lungnaberkla með streptómýsíni3 (mynd 1) sé fyrsta rannsóknin sem uppfylli öll skilmerki framskyggnrar slembirannsóknar, þótt hún eigi sér að sjálfsögðu undanfara eins og flest vísindaafrek mannsandans.4 Slembirannsókn á kíghóstabólusetningum hófst á undan berklarannsókninni en birtist þremur árum seinna.4 Berklarannsóknin hafði þá þegar haft mótandi áhrif á vísindalega hugsun í læknisfræði sem urðu síðar gríðarleg (mynd 2). Höfundarnir settu í fyrsta skipti fram hugmyndina um einstaklingsbundna slembun, það er að láta hendingu ráða í hvaða meðferðarhóp einstakir þátttakendur íhlutunarrannsóknar lentu. Þeir kynntu til sögunnar grundvallarhugmyndir sem hafa staðist tímans tönn, eins og upplýst samþykki, blindun og siðfræðileg rök fyrir slembun og notkun sýndarlyfs (placebo control). Loks birtu þeir niðurstöður sínar í einstaklega vel skrifaðri vísindagrein þar sem aðferð framskyggnrar slembirannsóknar var ítarlega sett fram og rökstudd.3 Efasemdamenn voru margir og sérstaklega þótti hugmyndin um samanburðarhóp sem fengi sýndarlyf ógnvekjandi.4 Aðferðin öðlaðist þó fljótt sterka stöðu innan læknisfræði og annarra heilbrigðisvísinda. Engu að síður er ólíklegt að nokkur höfundanna né lesendanna hafi séð fyrir hvílíkt reginafl í læknisfræðilegri þekkingarleit þessi rannsóknaraðferð yrði, né hvílíkri stöðu hún myndi ná í heilbrigðiskerfum flestra landa á nokkrum áratugum. En hver er þá staða framskyggnra slembirannsókna í dag? Í fyrsta lagi má segja að niðurstöður slíkra rannsókna séu einhvers konar hæstaréttardómur um tiltekin meðferðarúrræði og mörg dæmi eru um að slembirannsókn hafi hnekkt niðurstöðum annarra rannsóknaraðferða, til dæmis meinalífeðlisfræði, lýsandi faraldsfræði eða tilfellamiðaðra rannsókna.5 Í öðru lagi eru niðurstöður framskyggnra slembirannsókna forsenda nýskráningar lyfja, skráningar nýrra ábendinga fyrir lyfjameðferð og fjölmargra annarra íhlutana. Loks má segja, og ef til vill vegur það þyngst, að framskyggn slembirannsókn sé grundvöllur gagnreyndrar læknisfræði (evidence based medicine) og annarrar gagnreyndrar heilbrigðisþjónustu þótt aðrar aðferðir komi einnig við sögu5-7 eins og síðar verður rakið. Notagildi hennar hefur því aukist jafnt og þétt og nær nú til miklu fleiri sviða en í fyrstu þegar allt snerist um samanburð á lyfjum og lyfleysu eða samanburð á tveimur eða fleiri lyfjum. Skurðaðgerðir, geislameðferðir, sjúkraþjálfun, innanæðaaðgerðir með belg og stoðnetum, atferlismeðferðir, mataræði, bólusetningar, mat á aðferðum til sjúkdómsgreiningar og jafnvel forvarnaraðgerðir eins og handþvottur eru dæmi um íhlutanir sem jafnan eru settar undir gagnrýna prófun framskyggnra slembirannsókna.6,7 Svipaðar aðferðir hafa verið notaðar í félagsvísindum, meðal annars við mat á árangri hjálparstarfs í þróunarlöndum með því að mæla áhrif íhlutunar á fátækt, heilsu, næringarástand og menntun.8
  • Franski spítalinn á Fáskrúðsfirði.

   Jón Ólafur Ísberg (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2014-02)
  • Fyrsta skurðaðgerð Guðmundar Hannessonar prófessors

   Guðmundur Jónsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2014-02)
  • Geðdeild Landspítalans (Kleppsspítalinn) 90 ára

   Tómas Helgason (Geðverndarfélag Íslands, 1997)
   Fyrir réttum 90 árum kom fyrsti sjúklingurinn á Kleppsspítalann, en hann var fyrsta sjúkrahúsið sem byggt var af íslenska ríkinu. Ekki hafði þó verið brugðist skjótt við vandanum þá frekar en endranær, jafnvel þó að heil brigðisráðinu í Kaupmannahöfn þætti ástandið svo blöskrunarlegt upp úr 1870, að brýna nauðsyn bæri til að ráða bætur á. Eftir að landshöfðingi hafði borið sig saman við stjórn Sjúkrahúsfélags Reykjavíkur og landlækni, hugðist hann slá tvær flugur í einu höggi, nefnilega að tryggja framtíð Sjúkrahúss Reykjavíkur og um leið að sýna lit á að leysa vandræði geðsjúklinganna sérstaklega. Var ætlunin, að landssjóður tæki að sér rekstur sjúkrahússins og endurbyggði það á hentugri stað þannig „að það gæti þjenað sem almennt sjúkrahús og líka um leið með tilpassandi tilbyggingu sem sjúkrahús fyrir sinnisveika". Á þessu sjúkrahúsi var gert ráð fyrir að yrðu 24-26 rúm, þar af fjórðungurinn fyrir geðveika. Þegar þessar tillögur bárust dómsmálastjórninni í Kaupmannahöfn 1873, greip hún til þess ráðs að drepa málinu á dreif með því að krefjast skýrslusöfnunar um tölu geðveikra manna í landinu(1), þó að til væri, eftir þeirra tíma hætti, mjög góð faraldsfræðileg rannsókn á algengi geðsjúkdóma og fávitaháttar, sem danskur læknir að nafni Hubertz hafði gert 1840 og birt 1843 í riti sínu „Om Daarevæsenets Indretning I Danmark"(2). Það var svo ekki fyrr en upp úr aldamótunum, þegar farið var að vinna að endurskoðun á fátækralöggjöf landsins, til að koma henni í mannúðlegra horf, að milliþinganefnd, sem starfaði að málinu, rak sig á „að geðveikt fólk var umkomulausast allra fátæklinga í landinu og átti við verst atlæti að búa, en mæddi þó þyngst allra þurfalinga á sveitarfélögunum"(1). Í framhaldi af störfum þessarar milliþinganefndar samþykkti Alþingi lög um stofnun geðveikrahælis í október 1905. Byggingaframkvæmdir hófust þegar næsta ár, en ríkið hafði fengið erfðafesturétt til 99 ára á lóð í landi jarðarinnar Klepps. Lagafrumvarpið gerði ráð fyrir að á hælinu yrðu 22 rúm, en í meðförum þingsins var áætlunin hækkuð þannig að það skyldi rúma 50 sjúklinga. Framkvæmdum vatt hratt fram, enda var um 7,5% af fjárlögum ársins 1906 veitt til þeirra.
  • Geðhjúkrun í 100 ár : samantekt úr bók Óttars Guðmundssonar „Kleppur í 100 ár“

   Eydís K. Sveinbjarnardóttir; Páll Biering; Óttar Guðmundsson (Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, 2008-12-01)
   Í maí 2007 fagnaði geðsvið Landspítala aldarafmæli Klepps. Eins og sæmir við slík tækifæri var haldin afmælisráðstefna undir heitinu „Kleppur er víða“ – sjúkrahús í heila öld, þar sem horft var yfir farin veg og rýnt í framtíðina. Þar sem formleg geðhjúkrun á Íslandi átti einnig aldarafmæli var frumkvöðlanna í hjúkrun á Kleppi minnst og gaumgæft hvað framtíðin gæti borið í skauti sér fyrir þróun geðhjúkrunarstarfsins.
  • Geðverndarfélag Íslands 50 ára

   Tómas Helgason (Geðverndarfélag Íslands, 1999)
   Áhyggjur manna af heilbrigði og félagsmálum voru svipaðar fyrir 50 árum því sem er enn þann dag í dag. Í ræðu sem dr. Helgi Tómasson (1950) flutti í 40 ára afmælisfagnaði Læknafélags Reykjavíkur, sagði hann meðal annars: „Þjóðfélagsleg ábyrgð lækna nútíðarinnar og framtíðarirmar er ennþá meiri en hún var áður. Læknafélagið - L.R. - á að hafa frumkvæðið um þróunina á næstu árum í heilbrigðismálum... Hin félagslega framvinda hefur ekki þær einu afleiðingar að þýðing sjúkdómanna er víðtækari en áður - hún veldur einnig sjúkdómum og vanlíðan... Því flóknara sem þjóðfélagið verður, því minna svigrúm sem einstaklingurinn hefur til að lifa lífinu eins og hann vill, því meiri háspennu sem hann lifir við, því hættara er honum við að kikna undir sambúðinni við aðra - að verða veikur, grípa til nautnalyfja, drykkjufanga, skemmtana, ferðalaga, uppreisnar, landflótta eða sjálfsmorðs". Eftir að hafa fjallað stuttlega um skilgreininguna á heilbrigði heldur hann áfram: ,,Til hvers væri að veita mönnum líkamlega og félagslega heilbrigði, ef þeir gætu ekki notið hennar eða notfært sér hana, vegna andlegra ágalla? Geðheilbrigði er því það sem skiptir meginmáli fyrir alla menn. Sætir það furðu, hversu langt er frá, að mörgum læknum og leikmönnum sé jafn sjálfsagður hlutur augljós. Menn hlaupa með smáskeinur, lítilfjörlegt kvef, eða gigtarsting hér eða þar til læknis. En sömu menn flengja máske eða skamma barnið, sem hrekkur upp í angist að nóttu til af því að faðir þess hefur komið drukkinn heim og misþyrmt móður þess. Menn draga drenginn, sem hnuplar nokkrum krónum til þess að geta verið jafningi jafnaldra sinna, fyrir löggæslumenn og barnaverndarnefnd, en foreldrar hans hafa aldrei hugsað út í, að láta hann hafa vasapeninga. Menn beita hörku stúlkuna sem hefur „óviljandi" orðið ófrísk með manni sem svo vill máske ekki skipta sér af henni. Sumir eiginmenn skilja ekki „kulda" konunnar sem búin er að bíða þeirra í kvíða og angist á meðan þeir hafa verið í hættulegri sjóferð. Þannig mætti telja í það óendanlega - að ekki séu nefndir allir hleypidómar sem ríkja um „stærri" geðsjúkdóma... Ég held, að eitt af þeim þörfustu verkefnum, sem L.R. á þessum merkis tímamótum sínum gæti tekið upp, væri, að beita sér nú þegar fyrir stofnun almenns félagsskapar til geðverndar og hugræktar." Og í framhaldi af þessu gerði dr. Helgi það að tillögu sinni að á næsta fundi L.R. þann 16. nóvember 1949 yrði kosin þriggja eða fimm manna nefnd til þess að undirbúa stofnun íslensks geðverndarfélags.
  • Holdsveikraspítalinn í Laugarnesi

   Jón Ólafur Ísberg (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2014-03)
  • Jón Pétursson læknir og ritverk hans I

   Örn Bjarnason (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2011-04)
   Jón Pétursson fæddist árið 1733 á Hofsá í Svarfaðardal. Faðir hans, Pétur Jónsson, var frá Hnjúki í sömu sveit og bjó fyrst á nokkrum stöðum í dalnum en varð síðan kirkju- og staðarsmiður á Hólum í Hjaltadal. Móðir Jóns var Margrét Illugadóttir Jónssonar bónda og snikkara, er bjó austan Eyjafjarðar í Nesi í Höfðahverfi í Grýtubakkahreppi. Jón stundaði nám í Hólaskóla og útskrifaðist 14. maí 1759. Árið 1760 varð hann djákni á Munkaþverá á Staðarbyggð í Eyjafirði.1 --- Síðari hluti þessar greinar mun birtast í maíblaðinu 2011 ásamt heimildalista.
  • Jón Pétursson læknir og ritverk hans II

   Örn Bjarnason (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2011-05)
   Fyrri hluti þessarar greinar birtist í aprílblaðinu: Læknablaðið 2011; 97: 245-7.