• Meðferð geðsjúkra á Kleppi 1907 - 1957 [myndefni]

   Óttar Guðmundsson (Landspítali - háskólasjúkrahús, 2007-09-14)
   Í þessum fyrirlestri fjallar Óttar Guðmundsson geðlæknir um meðferð geðsjúkra á Kleppi árin 1907 - 1957 - Lengd: 1. klst og 17. mínútur.
  • Sálfræðikennsla í Háskóla Íslands 1911-2001

   Jörgen Pind (Sálfræðingafélag Íslands, 2003)
   Árið 2001 útskrifðust fyrstu nemendurnir með embættispróf í sálfræði, cand. psych. próf, frá Háskóla Íslands. Þá voru liðin 30 ár frá því nám í sálfræði til BA-prófs hófst við skólann. Sálfræði hefur hins vegar verið kennd við skólann frá stofnun hans árið 1911. Um 60 ára skeið var sálfræði kennd sem hluti forspjallsvísinda eða „fílunnar" eins og greinin nefndist almennt meðal stúdenta. Forspjallsvísindin var um árabil skyldugrein við flestar deildir skólans og lásu því allir háskólastúdentar sálfræði sem hluta af námi við skólann. Hér sótti Háskóli Íslands fyrirmyndina til Hafnarháskóla þar sem löng hefð var fyrir sálfræðikennslu í forspjallsvísindum. Á árunum 1918-1924 var starfandi prófessor í hagnýtri sálfræði við skólann og gerð var tilraun til að efna til kennslu til meistaranáms í sálfræði. Í grein þessari er stiklað á nokkrum helstu atriðum er varða sálfræðikennslu við Háskóla Íslands á árunum 1911-2001.
  • Ágrip af sögu tannlækninganna

   Birgir Jóhann Jóhannsson (Tannlæknafélag Íslands, 2002)
   Tannskemmdir hafa fylgt manninum frá upphafi. Tannskemmdum fylgdu þjáningar og það kom því að sjálfu sér að farið var að ráðast gegn þessum sjúkdómi. Tækifæri til að rannsaka tennur mannsins mörg þúsund ár aftur í tímann hafa verið mjög góð og hafa rannsóknir á tönnum Forn-Egypta lagt sitt af mörkum. Í safni við Harward Háskóla í Bandaríkjunum eru að finna um það bil 250 beinagrindur af Forn-Egyptum sem voru uppi um 4800-2000 fyrir Krist. Þessar rannsóknir sýna að tennur Forn-Egypta voru nánast lausar við tannskemmdir. Rannsóknirnár sýndu aftur á móti að tannskekkja var áberandi. Rannsóknir á tönnum í mönnum frá Íran frá sama tímabili hafa sýnt sömu niðurstöður. Þá sýna rannsóknirnar á þessum tönnum að tennurnar voru mjög eyddar, sennilega vegna grófrar fæðu þeirrar tíðar manna. Trú manna á þessum tíma var hins vegar sú að einhvers konar ormur væri valdur að tannskemmdum og tannverk og enn þann dag í dag eru frumstæðar þjóðir sem trúa á slíkt. Á þessum tímum réðust menn gegn orminum með ýmsum töfralækningum. Menn fóru með særingarþulur og jurtir hvers konar þóttu gefast vel í baráttunni. Það var þó ekki fyrr en á seinni hluta 18. aldar að franski tannlæknirin Pierre Fauchard kvað niður þessa trú að mestu leyti.
  • Stiklur úr sögu félagsins : 1909, Læknafélag Reykjavíkur 90 ára, 1999

   Árni Björnsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1999-10-01)
   Þegar formaður Læknafélags Reykjavíkur bað mig á liðnu vori að semja ágrip af sögu félagsins fyrir væntanlegt níræðisafmæli, gerði ég mér vel ljóst að það væri ekki létt verk, ef vel átti að gera, en féllst þó á að reyna. Eins og ég bjóst við reyndist verkið nokkuð torsótt en á hinn bóginn var mjög fróðlegt og gaman að fara yfir þau gögn sem til eru um félagið. í fyrstu las ég yfir þann úrdrátt úr fundargerðum félagsins sem eru í Læknablaðinu en komst fljótt að raun um að þær eru eins og undanrenna, það vantaði rjómann, svo ég ákvað að lesa fundargerðarbækurnar sjálfar eftir því sem kostur væri á en með því fannst mér ég komast nær anda félagsins. Fundargerðirnar eru að vísu misnákvæmar og misvel skrifaðar en þær gefa glögga hugmynd af félagsandanum og hvernig hann hefur breyst á þessum 90 árum sem liðin eru frá því að níu læknar komu saman til að stofna Læknafélag Reykjavíkur, en það sem hratt stofnun þess af stokkunum var stofnun Sjúkrasamlags Reykjavíkur, sem þurfti að hafa einhvern ábyrgan aðila til að semja við um kaup og kjör lækna og læknar þurftu að standa saman um hagsmuni sína. Síðan hefur saga LR og SR tvinnast saman, allt þar til SR var sameinað Tryggingastofnun ríkisins um áramótin 1989/1990. í þeirri sambúð hefur gengið á ýmsu og er sú saga svo fyrirferðarmikil á braut félagsins og áhugaverð á margan hátt, að hún gæti verið sérstakt rannsóknarefni fyrir áhugasaman félagsfræðing eða stjórnmálafræðing. Annað kalláði líka á félagsstofnun og það var þörfin fyrir faglega upplýsingu og viðhaldsmenntun. Hér voru engar lækningastofnanir, sem hægt var að sækja fræðslu til. Þó að hér væri háskóli, þá var hér engin akademía og ekki var hér neitt tímarit um læknisfræðileg efni. Samt er það höfundi stöðugt undrunarefni hve vel íslenskir læknar fylgdust með nýjungum í læknisfræði á fyrri hluta tuttugustu aldarinnar.
  • Nýrnalækningar : sögulegt ágrip

   Páll Ásmundsson; Runólfur Pálsson, (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1999-01-01)
   Árið 1810 kom til Íslands breskur leiðangur undir forystu Sir George Mackensie, skosks jarðfræðings. Með honum voru í för tveir ungir læknanemar, Henry Holland og Richard Bright. Hinn fyrrnefndi rannsakaði sjúkdóma Íslendinga og skrifaði síðar doktorsritgerð um það efni. Richard Bright var 21 árs að aldri og safnaði plöntum og steinum fyrir leiðangurinn. Þeir félagar æfðu hér nokkuð lækniskúnstir á sauðsvörtum almúganum, einkum í kirkjunni í Óafsvík. Árið 1820 var svo Richard Bright kominn í aðstoðarlæknisstöðu við Guy's Hospital í London og hóf þar feril sinn sem einn merkasti læknir 19. aldar ásamt ekki ómerkari mönnum en Thomas Addison og Thomas Hodgkin (1). Richard Bright er af mörgum álitinn faðir nýrnalækninga nútímans. Hann sýndi meðal annars fyrstur manna fram á tengsl milli vefjabreytinga í nýrum og bjúgsöfnunar og prótínmigu. Enn í dag tala enskir um „Bright's disease" þótt nú teljist frekar um að ræða heilkenni en ákveðinn sjúkdóm.
  • Geðverndarfélag Íslands 50 ára

   Tómas Helgason (Geðverndarfélag Íslands, 1999)
   Áhyggjur manna af heilbrigði og félagsmálum voru svipaðar fyrir 50 árum því sem er enn þann dag í dag. Í ræðu sem dr. Helgi Tómasson (1950) flutti í 40 ára afmælisfagnaði Læknafélags Reykjavíkur, sagði hann meðal annars: „Þjóðfélagsleg ábyrgð lækna nútíðarinnar og framtíðarirmar er ennþá meiri en hún var áður. Læknafélagið - L.R. - á að hafa frumkvæðið um þróunina á næstu árum í heilbrigðismálum... Hin félagslega framvinda hefur ekki þær einu afleiðingar að þýðing sjúkdómanna er víðtækari en áður - hún veldur einnig sjúkdómum og vanlíðan... Því flóknara sem þjóðfélagið verður, því minna svigrúm sem einstaklingurinn hefur til að lifa lífinu eins og hann vill, því meiri háspennu sem hann lifir við, því hættara er honum við að kikna undir sambúðinni við aðra - að verða veikur, grípa til nautnalyfja, drykkjufanga, skemmtana, ferðalaga, uppreisnar, landflótta eða sjálfsmorðs". Eftir að hafa fjallað stuttlega um skilgreininguna á heilbrigði heldur hann áfram: ,,Til hvers væri að veita mönnum líkamlega og félagslega heilbrigði, ef þeir gætu ekki notið hennar eða notfært sér hana, vegna andlegra ágalla? Geðheilbrigði er því það sem skiptir meginmáli fyrir alla menn. Sætir það furðu, hversu langt er frá, að mörgum læknum og leikmönnum sé jafn sjálfsagður hlutur augljós. Menn hlaupa með smáskeinur, lítilfjörlegt kvef, eða gigtarsting hér eða þar til læknis. En sömu menn flengja máske eða skamma barnið, sem hrekkur upp í angist að nóttu til af því að faðir þess hefur komið drukkinn heim og misþyrmt móður þess. Menn draga drenginn, sem hnuplar nokkrum krónum til þess að geta verið jafningi jafnaldra sinna, fyrir löggæslumenn og barnaverndarnefnd, en foreldrar hans hafa aldrei hugsað út í, að láta hann hafa vasapeninga. Menn beita hörku stúlkuna sem hefur „óviljandi" orðið ófrísk með manni sem svo vill máske ekki skipta sér af henni. Sumir eiginmenn skilja ekki „kulda" konunnar sem búin er að bíða þeirra í kvíða og angist á meðan þeir hafa verið í hættulegri sjóferð. Þannig mætti telja í það óendanlega - að ekki séu nefndir allir hleypidómar sem ríkja um „stærri" geðsjúkdóma... Ég held, að eitt af þeim þörfustu verkefnum, sem L.R. á þessum merkis tímamótum sínum gæti tekið upp, væri, að beita sér nú þegar fyrir stofnun almenns félagsskapar til geðverndar og hugræktar." Og í framhaldi af þessu gerði dr. Helgi það að tillögu sinni að á næsta fundi L.R. þann 16. nóvember 1949 yrði kosin þriggja eða fimm manna nefnd til þess að undirbúa stofnun íslensks geðverndarfélags.
  • „Ég ætla að taka þá sem eru háværastir, óþrifnastir og hættulegastir" : hugmyndir Christian Schierbecks um geðveikrahæli um aldamótin

   Illugi Jökulsson (Geðverndarfélag Íslands, 1999)
   Árið 1900 birtist í blaðinu Ísafold grein um geðsjúka á Íslandi þar sem fullyrt var - og áreiðanlega með réttu - að Íslendingar væru að minnsta kosti einni til tveimur öldum á eftir tímanum hvað snerti meðferð geðsjúkra. En þá voru líka á kreiki hugmyndir sem um tíma virtust geta orðið að veruleika um að bæta úr brýnustu þörfinni með nýju geðveikrahæli. Sá sem átti heiðurinn af þeim hugmyndum var Christian Schierbeck, danskur læknir sem aðsetur hafði á Íslandi um þær mundir. Rett er að vara við að honum sé ruglað saman við Hans Jacob George Schierbeck sem verið hafði landlæknir hér á landi um nokkurra ára skeið á síðasta áratug nítjándu aldar; ekki er getið um það í læknatali að þeir nafnarnir hafi verið skyldir, þótt ekki sé það fráleitt. Christian Schierbeck fæddist á Helsingjaeyri í Danmórku 3. apríl 1872 og virðist hafa verið námsmaður ágætur. Hann lauk fyrri hluta læknisprófs frá Kaupmannahafnarháskóla með fyrstu einkunn árið 1894, en síðan varð nokkur bið á því að hann kláraði seinni hluta prófsins, enda mun hann hafa veikst, þó hvergi sé þess getið hvers eðlis veikindi hans hafi verið. Ekki mun hann altént lengi hafa legið rúmfastur, heldur lagst í ferðalög og meðal annars dvalið um hríð í Argentínu. 1898 kom hann til Íslands og leist vel á sig, svo mjög að hann var innan fárra missera farinn að tala um sig sem Íslending og um Íslendinga sem ,,landa sína". Fyrsta veturinn hér á landi dvaldi hann á Höfn í Hornafirði og kleif síðan Öræfajökul um sumarið, en haustið 1899 fékk hann undanþágu til þess að setjast í Læknaskólann í Reykjavik og ljúka þar því læknanámi sem hann hafði hafið í Kaupmannahöfn. Skemmst er frá því að segja að um vorið 1900 lauk Christian Schierbeck læknisprófi í Reykjavik með fyrstu einkunn, 185 1/6 stigi, og hafði enginn íslenskur læknanemi lokið svo góðu prófi árum saman. Ári seinna sló Andres Fjeldsted honum að vísu við.
  • Geðdeild Landspítalans (Kleppsspítalinn) 90 ára

   Tómas Helgason (Geðverndarfélag Íslands, 1997)
   Fyrir réttum 90 árum kom fyrsti sjúklingurinn á Kleppsspítalann, en hann var fyrsta sjúkrahúsið sem byggt var af íslenska ríkinu. Ekki hafði þó verið brugðist skjótt við vandanum þá frekar en endranær, jafnvel þó að heil brigðisráðinu í Kaupmannahöfn þætti ástandið svo blöskrunarlegt upp úr 1870, að brýna nauðsyn bæri til að ráða bætur á. Eftir að landshöfðingi hafði borið sig saman við stjórn Sjúkrahúsfélags Reykjavíkur og landlækni, hugðist hann slá tvær flugur í einu höggi, nefnilega að tryggja framtíð Sjúkrahúss Reykjavíkur og um leið að sýna lit á að leysa vandræði geðsjúklinganna sérstaklega. Var ætlunin, að landssjóður tæki að sér rekstur sjúkrahússins og endurbyggði það á hentugri stað þannig „að það gæti þjenað sem almennt sjúkrahús og líka um leið með tilpassandi tilbyggingu sem sjúkrahús fyrir sinnisveika". Á þessu sjúkrahúsi var gert ráð fyrir að yrðu 24-26 rúm, þar af fjórðungurinn fyrir geðveika. Þegar þessar tillögur bárust dómsmálastjórninni í Kaupmannahöfn 1873, greip hún til þess ráðs að drepa málinu á dreif með því að krefjast skýrslusöfnunar um tölu geðveikra manna í landinu(1), þó að til væri, eftir þeirra tíma hætti, mjög góð faraldsfræðileg rannsókn á algengi geðsjúkdóma og fávitaháttar, sem danskur læknir að nafni Hubertz hafði gert 1840 og birt 1843 í riti sínu „Om Daarevæsenets Indretning I Danmark"(2). Það var svo ekki fyrr en upp úr aldamótunum, þegar farið var að vinna að endurskoðun á fátækralöggjöf landsins, til að koma henni í mannúðlegra horf, að milliþinganefnd, sem starfaði að málinu, rak sig á „að geðveikt fólk var umkomulausast allra fátæklinga í landinu og átti við verst atlæti að búa, en mæddi þó þyngst allra þurfalinga á sveitarfélögunum"(1). Í framhaldi af störfum þessarar milliþinganefndar samþykkti Alþingi lög um stofnun geðveikrahælis í október 1905. Byggingaframkvæmdir hófust þegar næsta ár, en ríkið hafði fengið erfðafesturétt til 99 ára á lóð í landi jarðarinnar Klepps. Lagafrumvarpið gerði ráð fyrir að á hælinu yrðu 22 rúm, en í meðförum þingsins var áætlunin hækkuð þannig að það skyldi rúma 50 sjúklinga. Framkvæmdum vatt hratt fram, enda var um 7,5% af fjárlögum ársins 1906 veitt til þeirra.
  • Upphaf röntgenlækninga á Íslandi : brautryðjandinn

   Ásmundur Brekkan (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1995-11-01)
   This essay deals with the pioneering work of Dr. Gunnlaugur Claessen (1881-1948), who introduced radiology into Iceland under very adverse conditions in 1914. His lifelong work and progress as a leader and teacher within that field is described. Dr Claessen was the founder and first chief of the Roentgen-Department of Landspitalinn University Hospital, from 1930 till his death.
  • Myndgreining í eitt hundrað ár

   Einfríður Árnadóttir (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1995-11-01)
   The history of radiology startet when Wilhelm Konrad Röntgen discovered the X-ray on the 8th of November 1895. At first there were X-rays on paper but fluoroscopy started soon after the discovery, and was used at first in diagnosis of lung- and heartdiseases. By introduction of contrast media the digestive system became visible on X-ray, and barium as a contrast agent was soon discovered. It became possible to do angiographies and at first natrium iodide was used as a contrast agent. As time went by other body systems could be examined like the nervous system, the heart, the arteries, etc. The greatest discovery after the X-ray was the computed tomography technique which made it possible to see axial slices and to differentiate between parenchymal organs. Two other techniques which do not use X-rays but are used in diagnoses are ultrasonography and magnetic resonance imaging.
  • Saga meinafræðirannsókna á Íslandi II. 1917-1926

   Ólafur Bjarnason; Elín Ólafsdóttir (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1994-10-01)
   Í fyrri grein um þetta efni (1) segir að Stefán Jónsson læknir hafi verið skipaður dósent í meinafræði við læknadeild Háskóla Íslands frá 1. janúar 1917. Hann kom hinsvegar ekki til landsins fyrr en í apríl það ár. Ásamt kennslunni hóf hann fljótlega meinafræðirannsóknir fyrir lækna og heilbrigðisyfirvöld. Var rannsóknarstofan fyrst til húsa „í kjallaraholu á Laufásveginum í húsi Einars Arnórssonar prófessors", eins og segir í minningargrein prófessors Guðmundar Thoroddsen um Stefán (2). Í símaskrá er rannsóknarstofan skráð í því húsnæði að Laufásvegi 25 árið 1917 en flutti í Kirkjustræti 12 tveimur árum síðar, þar sem hún fékk þrjú lítil herbergi til afnota.
  • Upphaf orþópedíu á Íslandi

   Bjarni Jónsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1994-05-01)
   Orþópedía er fræðin um kvilla og slys á stoð- og hreyfikerfi lfkamans og meðferð þeirra. Enn hafa orðhagir Íslendingar ekki fundið nafn á þessa grein, því bæklunarskurðlækningar er orð sem fólk mælt á íslenska tungu á bágt með að taka sér í munn. Hvers vegna skera orþópedar sig úr hópi annarra handlækna? Nú á tímum er þessi spurning líklega óþörf og svarið augljóst. Handlæknisfræði hefir þanist út svo geysilega - eins og læknisfræðin öll - að engum manni er fært að hafa þar yfirsýn að gagni. Hún hefir, af nauðsyn, klofnað niður í ýmsar deildir; þó stofninn sé einn eru greinarnar margar. Hvað skyldi þá hafa valdið því, að orþópedar tóku sig út úr hópi kírúrga svo snemma? Skyldi orsökin vera sú, að kírúrgar og orþópedar líta ekki mannslíkamann sömu augum og meðferð þeirra leggst í tvo farvegi?
  • 1953-1993 : Blóðbankinn 40 ára

   Ólafur Jensson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1994-02-01)
   Tuttugasta öldin hefur verið kölluð ýmsum nöfnum eins og atómöld, geimferðaöld og öld erfðafræðinnar vegna mikilla viðburða í þeirri grein á seinustu árum. Erfðafræðin hefur veitt mikilvæga leiðsögn í læknisfræðinni frá síðustu aldamótum. Austurríski læknirinn Karl Landsteiner gerði grein fyrir ABO blóðflokkakerfmu um aldamótin 1900 og áratugi síðar, árið 1910, var sýnt fram á að þetta blóðflokkakerfi hagaði sér samkvæmt erfðalögmáli Mendels. Þessi þekking gerði sig gildandi með tvennum hætti í fyrra heimsstríði. Í fyrsta lagi var hægt að bjarga mannslífum með blóðgjöf, sem var valin samkvæmt réttum ABO blóðflokki. Í öðru lagi var greindur mismunur í blóðflokkatíðni eftir þjóðerni. Stofnerfðafræðin varð til, þegar Lúðvík og Hanka, kona hans, Hirschfeld greindu mismunandi tíðni ABO blóðflokka hjá hermönnum af ólíku þjóðerni á Makedóníuvígstöðvunum 1917 og birtu sígilda grein um niðurstöðurnar í Lancet 1919. Frá þessum tíma hafa blóðflokkarnir skipað tignarsess í mannerfðafræði og læknisfræði. Fyrsti íslenski læknirinn sem greindi blóðflokka hérlendis var Stefán Jónsson meinafræðingur. Hann rannsakaði um 800 Íslendinga árið 1921 og komst að þeirri niðurstöðu að O blóðflokkurinn væri tiltölulega algengur hjá Íslendingum í samanburði við það sem fannst hjá Dönum. Prófessor Niels Dungal hafði alla tíð mikinn áhuga á blóðflokkafræðum og skrifaði hann grein um þau þegar 1928 og notaði blóðflokkun við lausn mála í réttarlæknisfræði. Árið 1935 hófu Roverskátar hérlendis skipulagt blóðgjafastarf undir leiðsögn Guðmundar Thoroddsen prófessors á handlækningadeild Landspítalans. Þeir sóttu fyrirmynd að stofnun blóðgjafasveitar til danskra skáta sem höfðu verið brautryðjendur á þessu sviði í Danmörku. Blóðgjafasveit skáta var öðrum fyrirmynd þar til Blóðbankinn var stofnaður og reyndar lengi eftir það.
  • Saga meinafræðirannsókna á Íslandi I. 1760-1923

   Ólafur Bjarnason; Elín Ólafsdóttir (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1993-04-01)
   Formlegar meinafræðirannsóknir hefjast fyrst hér á landi eftir komu Stefáns Jónssonar læknis til landsins í aprfl 1917, en hann var skipaður í dósentsembætti í meinafræði við læknadeild Háskóla Islands 1. janúar það ár. Stefán kenndi læknanemum meinafræði, en stundaði einnig meinafræðirannsóknir, eftir því sem efni stóðu til, fyrst í kjallara hússins við Laufásveg 25 en síðar við nokkuð skárri aðstæður á jarðhæð hússins við Kirkjustræti 12. Var þetta fyrsta rannsóknastofa sem stofnuð var á vegum Háskóla Islands og gekk reyndar um árabil undir nafninu Rannsóknastofa Háskólans. Önnur rannsóknastofa á vegum ríkisins hafði þó áður tekið til starfa, en það var Efnarannsóknastofa ríkisins, stofnuð 1906. Fyrsti forstöðumaður hennar var Asgeir Torfason efnaverkfræðingur, en hann kenndi læknanemum efnafræði. Um sögu og þróun þeirrar rannsóknastofu má lesa í greinum eftir Trausta Olafsson (1) og Pál Olafsson (2). Aður en Stefán Jónsson hóf störf við Háskóla Islands höfðu meinafræðirannsóknir verið framkvæmdar hér á landi endrum og eins, en ekki samfellt eða með skipulögðum hætti. Til að forðast misskilning skal tekið fram að orðið meinafræði er notað hér í víðasta skilningi, samanber núgildandi reglugerð um sérfræðinám í meinafræði (Reglugerð nr. 311/1986).
  • Bakþankar : um brjósklos í baki og sögu þess

   Kristinn R.G. Guðmundsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1992-09-01)
   Nú til dags þegar allskonar bakveiki telst orðin til algengustu kvilla er ekki að furða þótt spurt sé hvernig því hafi verið háttað hér áður fyrr. Sérstaklega á þetta við um brjósklos í baki og settaugarbólgu (ischias). Hversu þekktur var þessi sjúkdómur, hvað héldu menn um hann og hvernig var meðferð háttað? Fróðleiksfúsum lesendum til gamans verður hér á eftir rakin saga þessa sjúkdóms og stuðst þar við efni úr ýmsum áttum eins og kemur fram í heimildum.
  • Svæfingalækningar : viðleitni til gæða og öryggis

   Ólafur Þ. Jónsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1992-04-01)
   Svæfingar og deyfingar eru í langflestum tilfellum öruggar og áfallalausar. Svæfingalyfin geta þó verið lífshættuleg ef þau eru ekki notuð á réttan hátt. Tækjabúnaður sem til svæfinga þarf er nokkur og við notkun hans þarf aðgæslu og öll tæki geta bilað. Stundum skortir eitthvað á að þekking og fæmi þeirra sem svæfingar og deyfingar stunda sé eins og best verður á kosið. Margir sjúklingar koma til skurðaðgerða með alvarlega sjúkdóma í líffærakerfum og margir þeirra eru aldraðir. Flóknar skurðaðgerðir eru framkvæmdar á öllum líkamshlutum. Mikið er um slys og bráðaaðgerðir. Þegar þessar staðreyndir eru hafðar í huga er ekki óeðlilegt að ályktað sé að eitthvað geti farið úrskeiðis. Slíkt gerist öðru hverju og getur stundum haft alvarlegar afleiðingar.
  • Magakrabbamein í Íslendingum : yfirlitsgrein

   Jónas Hallgrímsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1992-02-01)
   Um er að ræða yfirlitsgrein um rannsóknir og rit um magakrabbamein í Íslendingum. Samtals hafa fundist á prenti 51 bókarkafli og tímaritsgrein um magakrabbamein í Íslendingum, elsta ritið frá árinu 1921 og það yngsta frá 1991. Auk þess er til fjöldi stuttra yfirlita um efnið, aðallega sem tölfræðilegar upplýsingar frá Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags Íslands. Í yfirlitsgreininni er stuttur útdráttur úr hverri grein og bókarkafla og síðan er rætt um rannsóknir Íslendinga á þessu sviði og um rannsóknir sem nú er unnið að af erlendum vísindamönnum. Frá upphafi krabbameinsskráningar hefur verið kunnugt að tíðni magakrabbameins í Íslendingum hefur verið ein sú hæsta í heiminum. Um 1954 hófust faraldsfræðilegar rannsóknir á æxlinu meðal Íslendinga og var sérstaklega kannað samband á milli búsetu, neyslu reykts og saltaðs matar, atvinnu og tíðni magakrabbameins. Rannsóknir þessar leiddu til þeirrar kenningar að orsakir magakrabbameins í Íslendingum væru tengdar fæðu. Minnkandi tíðni æxlisins meðal Íslendinga samfara breytingum á fæðu síðari ár hefur styrkt þessa skoðun. Nýleg rannsókn á vefjaflokkum æxlanna hefur staðfest að , fækkunin hefur orðið mest á þeim tegundum æxla sem tengd hafa verið umhverfisþáttum og sérstaklega fæðu og að lítil breyting hefur orðið á þeim tegundum sem eiga sér aðrar og óþekktar orsakir.
  • Orðasmíði í læknisfræði - Íðorðastarf fyrr og nú : Hverjir? Hvernig? Hvers vegna?

   Örn Bjarnason (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1991-12-01)
   GAGNRÝNI Á MÁLFARINU í LÆKNABLAÐINU Í nýútkomnu riti um málhreinsun á Íslandi segir frá því, að nýyrðasmíð í læknisfræði hafi ekki hafizt að marki fyrr en fremur seint. Það hafi ekki verið fyrr en Guðmundur Björnsson kom að Læknaskólanum 1894, að farið var að leitast við það í kennslu, að setja íslenzk læknisfræðiheiti í stað þeirra erlendu. Lengi á eftir hafi læknar þó verið tregir til að nota íslenzku orðin, jafnvel á prenti. Hafi málfarið á Læknablaðinu, sem hóf göngu sína 1915, verið svo útlenzkuskotið, að þess hafi verið fá dæmi í prentuðu máli á þeim tíma. Guðmundur Björnsson, þá orðinn landlæknir, skrifaði harða ádrepu um málfarið í blaðinu árið 1916 og taldi þjóðarhneisu, og árið 1928 gagnrýndi Guðmundur Finnbogason landsbókavörður blaðið fyrir málblending (2). Guðmundur Hannesson professor getur þess árið 1941, að í fræðum lækna sé aragrúi hluta og hugtaka, sem eigi engin íslenzk heiti, sízt svo, að þau hafi náð festu í málinu. Hafi þá alþjóðleg (latneskgrísk) heiti verið notuð í þeirra stað. Þetta hafi valdið því, að læknamálið sé hið mesta hrognamál, eins og víða megi sjá í Læknablaðinu (3) og árið 1955 segir Vilmundur Jónsson landlæknir, að þetta eina málgagn íslenzkrar læknastéttar beri hnignandi málfari stéttarinnar vitni, því að segja megi, að hafi hin fyrsta ganga þess verið ill, þá sé hin síðari verri (4). Undanfarna áratugi hefir ritstjórn Læknablaðsins haldið fast við þá stefnu, að íslenzkað skuli allt sem íslenzkað verður (5). Þetta hefir kallað á verulega íðorðasmíð, en ekki er það mitt að dæma hvernig til hefir tekizt. Í þessari grein mun ég fyrst leitast við að gera grein fyrir því, hvað íðorðafræði eru, í hverju íðorðastarf er fólgið, hvað hefir áunnizt og hvað er framundan. Síðar mun ég reyna að svara nýlega fram kominni gagnrýni á kerfisbundna orðasmíð.
  • Árdagar augnlækninga á Íslandi

   Guðmundur Björnsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1991-03-01)
   Á öndverðu ári 1990 voru hundrað ár liðin síðan Björn Ólafsson, læknir frá Ási í Skagafirði kom til starfa á Íslandi eftir sérfræðinám í augnlækningum í Kaupmannahöfn. Er hann fyrsti sérfræðingurinn, sem sest hér að og stundar sérgrein sína sem aðalstarf eftir að hann sest að í Reykjavik. Áður en Björn tók til starfa var vart um augnlæknisþjónustu að ræða hér á landi aðra en þá, sem hinir fáu héraðslæknar gátu veitt, en sú þjónusta var mjög takmörkuð, enda hófst kennsla í augnsjúkdómum við Læknaskólann ekki fyrr en í lok síðustu aldar. Í skýrslum sínum til landlæknis á síðustu öld greina læknarnir frá slímhimnubólgu í augum og hvarmabólgu. Þessir kvillar voru þá mjög algengir hér á landi. Orsökina töldu margir þeirra vera frá móreyknum og kófinu í hlóðaeldhúsunum, þar sem fólk dvaldist oft langtímum saman. Héraðslæknarnir minnast ekki á alvarlega sjúkdóma í augum, sem orsaka skerðingu á sjón, svo sem gláku eða ský á augasteini, en þessir öldrunarsjúkdómar voru tíðasta orsök meiri háttar sjónskerðingar og blindu á síðustu öld og reyndar langt fram á þá tuttugustu. Blinda meðal aldraðra var mjög mikil hér á landi allt fram á miðja þessa öld, en hefur á síðustu áratugum farið sí minnkandi vegna bættrar heilsugæslu, framfara á sviði læknavísinda og vegna aukins skilnings heilbrigðisyfirvalda og almennings á fyrirbyggjandi aðgerðum.
  • Sóttvarnaráðstafanir á Íslandi eftir afnám einokunarverslunar 1787 : fyrsta heilbrigðisnefndin 1848

   Baldur Johnsen (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1990-05-15)
   In this paper the constitution and function of the first active public health and quarantine-commission in Iceland is brought from obscurity and discussed in detail. The original handwritten records of the commissions meetings 1848 - 1885 together with the Danish government public health acts and bylaws from 1782 - 1873 are reviewed. The superior magistrate (stiftamtmaður) of Iceland, M. Rosenörn, later home secretary of Denmark, constituted the public health and quarantine-commission and authorized its books of records in the year 1848. It may be mentioned by the way, that the renowned Danish physician dr. Schleisner was, in 1847-48 also, staying in Iceland on a special public health assignment for the government. The commission was before long put to test, as the third cholera pandemic had then already reached Copenhagen, wherefrom there was a direct and frequented searoute to Iceland. Although it may be difficult to gauge preventive measures, it is obvious, that when the main duty of the commission was quarantine, that is to say until 1873, neither cholera, small-pox nor measles gained foothold in Iceland. All these scourges were at that periode, more or less prevalent in the neighbouring countries, and even one of them, small-pox was brought to Reykjavik by French fishing vessels during a great epidemic on the continent 1871-72. The commission succeeded in isolating 14 small¬pox cases at that time by using the then abandoned, out-of-the-way, episcopal seat at Laugames for quarantine-house.The first royal bylaws pertaining to prevention of small-pox and measlqs in Iceland were announced in the year 1787, in the wake of abolishment of the trade monopoly in Iceland, which opened the country to unrestricted communication by merchantmen and fishing vessels. Very comprehensive quarantine bylaws for Norway and Denmark were issued by the Danish king 1805, and gradually made valid for Iceland in the years 1831-38. In 1812 vaccination for small-pox was made compulsory in Iceland. In 1802 a small scale experiment of vaccination was made in some districts in Iceland because the authorities doubted the value of vaccination in a country where the disease was not endemic. After the first cholera-pandemic 1826-34 reached western Europe in 1830, many special bylaws were published by the government in Copenhagen 1831¬51 concerning the possibility of cholera invasion of Iceland. In all the governmental rescripts and bylaws pertaining to quarantine, the greatest emphasis was laid on the constitution of public health and quarantine-commissions, especially in all seaside villages. The authorities did not comply with these whishes of the government until 1848, and then it was high time, as the cholera was on the threshold of Copenhagen.