• Tilfelli mánaðarins : sólbrúnn og úthaldslaus karlmaður [sjúkratilfelli]

      Ágúst Óskar Gústafsson; Janus Freyr Guðnason; Gunnar Sigurðsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2010-12-01)
      29 ára gamall, áður hraustur karlmaður leitaði á slysa- og bráðadeild Landspítala. Hann hafði í nokkra mánuði fundið fyrir aukinni þreytu, úthaldsleysi, svima og mæði við áreynslu. Á hálfu ári hafði hann lést um 10 kg, matarlyst hafði minnkað, en hann sótti mikið í piparbrjóstsykur. Vinum fannst húðlitur óvenju dökkur miðað við árstíma. Hann tók engin lyf. Við skoðun var húð áberandi brún, sérstaklega í andliti, á olnbogum, á hnúum og í lófafellingum (mynd 1 og mynd 2). Blóðþrýstingur mældist 117/70 mmHg liggjandi og 107/65 mmHg standandi, og jókst púls við það um 30 slög/mín. Skoðun var annars ómarkverð. Blóðprufur sýndu Se-Na 135 mmól/L og Se-K 5,2 mmól/L. Blóðhagur, glúkósi, kreatínín, kalk og þvagskoðun voru eðlileg, sem og hjartalínurit og röntgenmynd af lungum. Hver er greiningin og helstu mismunagreiningar? Hvernig er hægt að staðfesta greininguna og í hverju felst meðferð?