• Tilfelli mánaðarins : [ígerð í fleiðruholi (empyema)] [sjúkratilfelli]

      Kristján Dereksson; Þráinn Rósmundsson; Kristján Óskarsson; Tómas Guðbjartsson; Barnaspítala Hringsins (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2010-05-01)
      Stúlka sem fæddist eftir 35 vikna meðgöngu gekkst stuttu eftir fæðingu undir skurðaðgerð á vélinda vegna meðfæddrar vélindalokunar (atresiu) þar sem vélindað var tengt saman enda við enda. Nokkrum vikum síðar bar á verulegum kyngingarörðugleikum og skuggaefnisrannsókn sýndi greinilega þrengingu í samtengingu (anastomosis) á vélinda. Þrengingin var víkkuð sjö sinnum með vélindaspeglun en við fjögurra mánaða aldur var ákveðið að gera aðra skurðaðgerð til að fjarlægja vélindaþrenginguna og var farið aftur í gegnum hægri brjóstholsskurð. Fimm dögum eftir aðgerðina bar á vaxandi öndunarerfiðleikum og háum hita. Komið var fyrir brjóstholskerum í hægra brjóstholi en ástand stúlkunnar versnaði enn frekar. Röntgenmynd af lungum eftir ísetningu keranna er sýnd á mynd 1 og tölvusneiðmyndir af brjóstholi á mynd 2. Hver er greiningin og hvar liggja brjóstholskerarnir? Hver er besta meðferðin?